Garður - 01.10.1945, Page 69

Garður - 01.10.1945, Page 69
heimferð úr skóla fyrir fimmtíu árum 67 tæmdist hún brátt, en blessuð konan sótti í hana aftur og fór á sömu leið, en þá gátum við ekki meira, hnigum allir afturábak í rúmin og steinsofnuðum nema fararstjóri, hann hélt alltaf uppi samræðum við húsbónda og þótti okkur hinum það hraustlega gert. Eftir eins til tveggja tíma hvíld héldum við aftur af stað sannfærðir um það að við mundum aldrei gleyma þessum góðu hjónum. Á leiðinni niður Blöndudalinn gerðist ekkert sögulegt. Við komum að áliðnum degi að Guðlaugsstöðum og beiddumst þar gistingar, var það auðsótt mál og okkur boðið til stofu. Liðleg stúlka fór brátt að breiða dúk á borðið og hétum við á Strandarkirkju í hug- anum að gefa henni eitthvað, sem henni kæmi vel, þegar við værum orðnir embættismenn, ef þessi laglega stúlka yrði nú handfljót við að framreiða rnatinn, en örvænting og vonbrigði skinu út úr augum okkar, þegar hún í næstu ferð kom með kaffi og sætabrauð. Einhver skil gerð- um við þessu nú samt, lötruðum svo niður að Blöndu, lögðumst þar til hvíldar milli þúfna og sofnuðum við árniðinn og dreymdi um matinn, sem verið var að sjóða handa okkur. Ég þarf ekki að lýsa gleðinni, þeg- ar stúlkan okkar vakti okkur klukkutíma síðar og' bað okkur að gera svo vel að koma heim að borða, ekki heldur hve vel okkur leið eftir þetta á þessum góða bæ, né hve glaðir við vorum morguninn eftir, er við riðum syngjandi út að ferjustaðnum á Löngumýri. Eg man eftir að ferjumanninum þótti þetta ferðalag okkar eitthvað einkennilegt, skólapiltar voru ekki vanir að koma úr þessari átt, en við sögðum sem minnst, þóttumst hafa verið að stytta okkur leið og njóta fjallaloftsins J blíðviðrinu. Þarna hittum við Jónas Kristjánsson, bekkjarbróður okk- ar, hann var líka á heimleið, en hafði farið sveitir; var ekki laust við að okkur Stórasandsförum fyndist lítið til hans ferðalags koma, samt urðu þarna miklir fagnaðarfundir og tókum við hann í okkar félagsskap og með því að Jónas var alþekktur að dugnaði og karlmennsku þá hugðum við Steingrímur gott til þess að gera hann að fararstjóra, þegar hinna missti við, sem var nú skammt að bíða. Við skildum við þá með sorg og miklum þökkum fyrir góða og skemmtilega samfylgd og lofuðum að taka þá með á suðurleið, er halla tæki sumri. Páll skildi við okkur í Bólstaðarhlíð, en Sigurbjörn og Eggert á Vatnsskarði austanverðu, þar -sem sá yfir allan Skagafjörð og Drangey, Málmey og Þórðarhöfði böð- nðu sig í sólskininu. Við bekkjarbræðurnir þrír héldum nú niður að

x

Garður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.