Garður - 01.10.1945, Side 70

Garður - 01.10.1945, Side 70
68 GARÐUR Héraðsvötnimum, yfir þau á ferju, fengum hressingu hjá húsmóðurinni á Víðivöllum, sem tók okkur ætíð eins og hún ætti í okkur hvert bein. Svo um Silfrastaði til Norðurái'dals. Þverárnar þar voru í miklum vexti eins og vant var á þessum tíma. Jarpur minn hnaut með mig í Kolá, svo að ég varð stígvélafullur, komið var fram á nótt og ekki þótti til- tækilegt að vera blautur í fætur, en'ég vil helzt leiða hjá mér að iýsa þeim erfiðleikum, sem sokkaskiptin o'llu. Að Valagilsá komum við um miðja nótt. Hún vall fram „kolmórauð og grenjandi“ eins og Hannes Hafstein kernst að orði í kvæðinu, þar var líka ráðlegt að bíða morguns og gerðum við það, lögðumst til svef'ns milli þúfna og breiddum yfir okkur reiðkápurnar, sváfum við þannig til klukkan tíu um morguninn, sáurn við þá ferðamenn koma að austan og stefna að ánni. Er þeir komu nær þekktum við þar Jónas gamla bónda í Bakkaseli og son hans Sig- trygg Jónasson, góðan Vestur-íslending. Var Jónas að fylgja syni sín- um að ánni og kvöddust þeir þar á bakkanum í síðasta sinn. Sigtryggur lagði í ána og gekk sæmilega yfir, en hann var á traustum hesti, er sparn fast við er áin beljaði upp á síðuna, leizt honum svo á tryppin okkar Steingríms, að þau væru ekki til stórræða, en nú var ekki um annað að gera en freista gæfunnar og héldum við út í strenginn í herr- ans nafni. Blessaðar skepnurnar skulfu af áreynslunni og eitthvað hrakti okkur, en þau gerðu hvað þau gátu og skriðu upp á bakkann með veikum burðum. Norðurá var skárri og allt gekk þetta slysalaust. Af Oxnadalsheiði fórum við að sjá til fjallanna okkar kring um Eyja- fjörð og fannst við vera komnir heim. Oxnadalurinn var náttúrlega langui', að vanda, en nú fórum við að syngja: Þar sem háir liólar hálfan dalinn fylla, og fleira um og eftir Jónas Hallgrímsson, því að minnisvarði hans blasti nú við yfir Ilrauni. Við náðum háttum á Akureyri, og þjóð- skáldið tók syni sinum og okkur, félogum hans, opnurn örmum.

x

Garður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.