Garður - 01.10.1945, Side 71

Garður - 01.10.1945, Side 71
Vilhjálmur Þ. Gíslaso?i skólastjóri: Fyrstu stúdentar Verzlunar- skólans Fyrstu stúdentar Verzlunarskólans voru útskriíaðir 17. júní í sum- ar. Þeir voru sjö, allir piltar. Verzlunarskólinn hefur síðustu tvö árin starfað sem sex ára skóli eins og menntaskólarnir, og þar að auki haft undirbúningsdeild, sem er sjöunda ár margra nemenda í skólanum, eða fimmta árið miðað við verzlunarprófið. Verzlunarskólinn var stofnaður árið 1905 og var þá tveggja ára skóli. Síðan hafa smámsaman verið gerðar ýmsar breytingar á skólan- um, aukinn námstími hans og prófkröfur. Hann varð þriggja ára skóli 1926 og fjögurra ára skóli 1935, auk þess sem undirbúningsdeildir og framhaldsdeildir hafa verið starfræktar. 5. nóvember 1942 staðfesti ríkisstjóri reglugerð fyrir lærdómsdeild Verzlunarskólans. Þar segir svo, að burtfararpróf úr deildinni nefnist stúdentspróf og jafngildi samskon- ar prófi Menntaskólans í lleykjavík og Menntaskólans á Akureyri. Þannig var stofnuð ný deild eða ný „lína“ til stúdentsprófs, nýr verzlunarmenntaskóli, eða hvað menn vilja kalla það, slíkt skiptir ekki mestu máli. Meginatriðið var það, að með þessari nýju deild Verzlun- arskólans var fullnægt sanngirniskröfu fjölmennra og mikilsverðra stétta um aukna menntun, og að nokkuru leyti orðið við ítrekuðum óskum margra námsmanna og heimila um víkkum stúdentsmenntunarinnar, bæði þannig, að fleiri nemendur gætu komizt að en áður, og að náms- greinar, sem stúdentar gætu lagt stund á, yrðu fleiri en var. Samskonar skólar og Verzlunarskólinn er nú, voru áður til víða erlendis. Verzlunarskólinn setti aldrei fram neinar ósanngjarnar kröfur í þessum efnum og bað aldrei um neinar undanþágur eða afslátt á þeim fyllstu kröfum, sem gerðar voru til menntunar og þekkingar. Skólinn

x

Garður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.