Garður - 01.10.1945, Page 72
70
GARÐUR
Vilhjálvmr Þ. Gíslason skólastjóri.
varð þvert á móti fyrstur til þess að gera hér tilraunir um framhalds-
fræðslu í viðskiptafræðum, í þá átt, sem tíðkast í verzlunarháskólum.
Lærdómsdeild Verzlunarskólans varð til fyrir Ianga þróun. Skólinn
prófaði sig áfram. Jafnvel burtfararprófið úr fjórða bekk Verzlunar-
skólans var fyrir stofnun lærdómsdeildarinnar orðið sambærilegt við
stúdentspróf menntaskólanna í sumum greinum. Þannig var kennd til
verzlunarprófsins meiri enska og þýzka en til stúdentsprófs í stærðfræði-
deildum menntaskólanna. Og til stúdentsprófs í Verzlunarskólanum
eru þessi mál nú kennd eins mikið eða meira en í máladeildum mennta-
skólanna. Ef öll nýju málin eru tekin saman sýnir það sig, að þau eru
nokkuru tímafleiri í Verzlunarskólanum en í menntaskólunum. Ileild-
ar stundafjöldinn er áþekkur á öllum stöðunum.
Svo eru aðrar greinar, þar sem kennslustundafjöldinn gengur all-
mikið á misvíxl í skólunum. I sumum þeirra er Verzlunarskólinn mun
tímafærri en hinir skólarnir. Þetta er eðlileg afleiðing af deildaskipt-
ingunni til stúdentsprófs. Hún er miklu eldri en lærdómsdeild Verzlun-
arskólans. Munurinn á námsgreinum Verzlunarskólans og t. d. stærð-
fræðideildanna er ekki meiri en munurinn á þeim deildum og mála-
deildunum innan menntaskólanna sjálfra. Mesti munurinn kemur fram
í náttúrufræðum, latínu, verzlunar- og hagfræðnm. Náttúrufræði, efna-