Garður - 01.10.1945, Síða 73

Garður - 01.10.1945, Síða 73
FYRSTU STÚDENTAR YERZLUNARSKÓLANS 71 fræði og eðlisfræði er miklirminni í Verzlunarskólanum en í stærðfræði- deildunum. Móti því koma sérgreinar Verzlunarskólans, bókfærsla, hagfræði, verzlunarréttur o. fl., með álíka margar stundir og á milli ber. (Vélritun og hraðritun Verzlunarskólans er ekki reiknuð með í samanburðinum). Munurinn á stærðfræðinni er hinsvegar miklu minni. í'ar eru tímarnir 26 í Verzlunarskólanum, móts við 20 í máladeild og 30 í stærðfræðideild í Reykjavík. í Verzlunarskólanum eru þó ekki taldir með tímar í verðlagsreikningi og kontokurant. Latína er kennd í Verzlunarskólanum eins og í stærðfræðideild í Reykjavík, en er ekki kennd í þeirri deild á Akureyri. Slíkum samanburði mætti halda áfram. Ilann sýnir, að hvort sem litið er á fjórðabekkjarpróf Verzlunarskólans sem grundvöll lærdóms- deildar eða á stúdentsprófið allt, þá eru allir þrír stúdentaskólarnir sambærilegir um námsefni og námskröfur, með þeim tilbrigðum, sem deildaskiptingin veldur. Mikið af námsbókum eru þær sömu á öllum stöðunum og yfirferð hagað á svipaðan hátt. Loks voru yfirleitt sömu prófdómarar við stúdentspróf Verzlunarskólans og við stúdentspróf Menntaskólans í Reykjavík, og allir stjórnskipaðir. Það væri annars ekki rétt að ætla sér að bera skipulag deildanna saman lið fyrir lið. Að vísu er þeim og á að vera margt sameiginlegt, sem talinn er almennur menntunargrundvöllur. En gildi deildaskipt- ingarinnar er einmitt á því byggt, að deildirnar séu ekki eins í sér- greinum sínum. Deildaskiptingin er til þess að auka fjölbreytni náms- ins, til þess að gefa mismunandi námshæfileikum kost á að njóta sín og til þess að létta undirbúning undir mismunandi háskólanám. Þær greinar úr viðskipta- og hagfræði, sem Verzlunarskólinn leggur áherzlu á, ásamt tungumálum, eru ekki síður merkar og nauðsynlegar en aðrar námsgreinar og ekki síður fallnar til almennrar menntunar. Fræðigrein- ar er annars erfitt að bera saman, hvort sem það er t. d. lögfræði og læknisfræði í háskóla eða hagfræði og náttúrufræði í menntaskóla. Ilver er sínum kostum prýdd og allar eru þær hlekkir í menntakerfi þjóðfé- lagsins. Það er þjóðfélaginu mikil nauðsyn, að þeir menn, sem annast viðskiptalíf þjóðarinnar og ýmis stjórnarstörf, sem því eru skyld, séu sem bezt menntir. Þó að margir þeirra þurfi ekki annað nám en þeir geta fengið í verzlunarskóla, eiga þeir, sem þess óska, einnig að hafa aðgang að háskólanámi. Þetta er nú einnig stefnan úti um löndin. Ég
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Garður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.