Garður - 01.10.1945, Side 74

Garður - 01.10.1945, Side 74
72 GARÐUR geri ráð fyrir því, að flestir stúdentar Verzlunarskólans hallist að ein- hverjum þeim háskólagreinum, sem varða hagfræði, lögfræði eða hag- nýtt líf. En þeir hafa að sjálfsögðu aðgang að fleiri háskólagreinum á borð við aðra stúdenta. Nú þegar eru Verzlunarskólamenn (með utan- skólastúdentsprófi) t. d. við háskólanám í íslenzkum fræðum og veit ég ekki betur en að það sækist vel. Ef til vill mætti segja, að full reynsla væri ekki komin á hið nýja stúdentspróf, fyrr en heill árgangs- flokkur hefði tekið það, árgangur, sem verið hefði í skólanum sem stúdentaskóla í samfelld sex ár. Nú þegar er samt komin á þetta nokk- ur reynsla, sem ég hygg, að menn geti verið ánægðir með. Verzlunar- skólanum er það áhugamál, að framkyæma nám og próf í samræmi við fyllstu kröfur reglugerðarinnar. Ég vona, að stúdentar Verzlunar- skólans eigi eftir að reynast góðir námsmenn í háskóladeildum sínum og drengilegir félagsmenn í stúdentalí-fi. Ég óska Háskólanum allra heilla í starfi hans. Til stúdentanna allra mætti ég máske að lokum beina nokkrum orðum úr kveðjuræðu til fyrstu Verzlunarskólastúdent- anna: Þið eruð stúdentar í dag. Sú var tíðin, að þá þóttust menn hafa liimin höndum tekið. Þá voru menn orðnir ein yfirstétt þjóðfélagsins, drottnar í andans ríki, sá stofn, sem stendur að eilífu, eins og segir í gömlu stúdentamáli. Þessi tími er nú að vísu liðinn. „Skólinn“ er nú ekki lengur einn eins og í gamla daga og menntaskóla- eða stúdentaskólagengnir menn ekki einu „lærðir menn“ landsins. Ymis sérfræði eru komin upp og sér- skólar með sambærilegri menntun á sínum sérsviðum. En samt er gamall virðuleiki og gamall höfðingsbragur yfir stúd- entsprófinu. Það er ennþá „prófið“, ennþá merkið umfram önnur merki menntunarinhar hjá ungum mönnum. Það setur ykkur í samband og sálufélag við menn og menntir margra alda. Það gerir kröfu til lær- dómsanda og þekkingar og vísindalegs hugsunarháttar. Það veitir rétt til inngöngu í musteri vísinda, rannsókna og hugsunar. Það opnar útsýn til nýrra heima og nýs lífs. í Hávamálum segir, að þeim er firða fegurst að lifa, er vel margt vitu. Þið hafið nú eflt þekkingu ykkar og þið skuluð halda því áfram, hvort sem þið ætlið að verða vísindamenn eða starfsmenn hagnýts lífs. Þið eigið ekki að leggja lag ykkar við hálfa þekkingu, hálfa hugsun,

x

Garður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.