Garður - 01.10.1945, Síða 77
JIÁSKÓLAÞÁTTUR
75'
83 atkvæði og 2 menn kjörna.
,Vaka“ stóð að B-listanum, og
hlant hann 155 atkvæði og 4 menn
kjörna, en róttækir höfðu C-list-
ann, og hlaut hann 97 atkvæði og
3 menn kjörna.
STÚDENTAFUND-
URINN G. MARZ.
„Rauðliðarnir“, menn A- og C-
listans, hugðu að veita þjóðinni
fagurt fordæmi og hafa með sér
stjórnarsamvinnu, og varð Bárður
Daníelsson stud. polyt., efsti mað-
ur C-listans, formaður Stúdenta-
ráðsins. Fáar sögur fara af þeirri
samvinnu fram í marzmánuð. En
6. dag þess mánaðar var haldinn
almennur stúdemtafundur, sem
varð allsögulegur. Þar voru rædd
ýmis mál og þar á meðal tillaga,
sem fram hafði komið um það að
leggja niður Stúdentafélag Iláskól-
ans. Félag þetta er allajafnan
fremur athafnalítið, því að Stúd-
entaráð er fyrst og fremst mál-
svari stúdenta, en félagslíf skólans
er einkum bundið við hin póli-
tísku félög, eins og áður er sagt.
Stúdemtafélagið er gamalt innan
skólans, og helzta starf þess er að
halda fagnaðarhátíð á hverju
hausti í tilefni af koinu nýrra stúd-
enta, og nefnist hóf þetta „Rússa-
gildi“. Framsögumaður í máli
þessu var Jón J. Emilsson, stud.
polyt., fulltrúi Alþýðuflokksins í
Stúdentaráði. Hann taldi, að
stjórn félags þessa hefði stundum
misnotað aðstöðu sína og komið-
fram fyrir hönd stúdenta án þess-
að hafa umboð til þess. Nefndi
hann í því sambandi Rússlands-
söfnunina. Sneri Jón ræðu sinni
einkum á hendur Bárði Daníels-
syni og átaldi hann fyrir ýmsar
sakir, en einkum fyrir að hafa ver-
ið hluthafi í skemmtifélaginu „Ár-
vak“. Forsaga þess máls var sú, að
1943 var haldið „Rússagildi“, og
varð 1900 kr. tap á því. Þetta tap
kom .ekki fram á reikningum, hekl-
ur borguðu nokkrir stúdentar það
að mestu úr eigin vasa, en stofn-
uðu síðan nefnt félag, héldu
skemmtun á Hótel Borg og guldu
hallann með ágóða af skemmtun-
inni. Taldi Jón, að hér væri um
að ræða hættulegt fordæmi, og
hefðu eiginhagsmunir vakað fyrir
þeim félögum.
Bárður og aðrir Árvaksmenn
töldu, að þeir hefðu eigi látið
stjórnazt af eigingjörnum hvötum,
heldur hefðu þeir innt af höndum
fórnfúst starf í þágu Stúdentafé-
lagsins. Á þessum fundi urðu all-
heitar umræður, og sakaði Jón
Bárð um slælega forystu í málefn-
um stúdenta og lýsti yfir því, að
stuðningur sinn við formann Stúd-
entaráðs væri fallinn niður.
FYRRA VANTRAUSTIÐ.
Á fundi í Stúdentaráði 10. marz
báru fulltrúar „Vöku“ fram van-
traust á stjórnarforystu ráðsins,
en vantraustið var fellt með 4 at-