Garður - 01.10.1945, Side 80
'78
GARÐUR
gætn haft hliðsjón af því, er þeir
hæfu háskólanám sitt. Nú er svo
komið, að ráðherra hefur skipað
nefnd til að athuga sérfræðinga-
þörf atvinnuveganna.
I reglugerð háskólans er gert
ráð fyrir, að laganemar kynni sér
um tveggja mánaða skeið lögfræði-
leg störf, áður en þeim sé leyft að
ganga undir próf. Flestir nemar
fara ]>ennan tíma í þjónustu hins
•opinbera, en óvíða er þeim greitt
kaup fyrir þessa vinnu. Flestum
stúdentum mun eigi veita af að fá
-störf sín borguð, meðan þeir eru
við nám, og var skorað á ríkis-
stjórnina að sjá um, að lögfræð-
Ingum væri greitt kaup fyrir þenn-
an starfa.
HÚSNÆÐISMÁL
HÁSKÓLASTÚDENTA.
Stúdentar bjuggu við þröngan
híbýlakost um veturinn eins og
margir aðrir bæjarbúar. Margend-
urteknar tilraunir til að ná Gamla
Garði úr hershöndum reyndust ár-
angurslauSar. Brezka heimsveldið
taldi hann svo þýðingarmikla
bækistöð, að það mætti ekki án
hans vera, fyrr en Þjóðverjar væru
sigraðir, en brezki sendiherrann
bauð að leigja stúdentum 10
bragga til íbúðar um veturinn. Al-
mennur stúdentafundur féllst á,
að hafna eindregið hinu göfuga
braggatilboði Breta og hvatti til
nýrra átaka til að endurheimta
Gamla Garð undir kjörorði Magn-
úsar frá Mel: „Sómi vor býður oss
að fara einarðlega með rétt vorn“.
Á Nýja Garði varð brátt þröng-
býlt, svo að þar urðu slæm náms-
skilyrði. Tveir menn byggðu þar
flest einbýlisherbergi, en í háskóla-
byggingunni tókst að fá eina stofu,
þar sem stúdentar gátu fengið að
liggja inni, en þó varð að synja
23 „rússum“ um húsnæði. Meðan
húsnæðisvandræðin voru sárust
eftir missi Gamla Garðs, lá fjöldi
stúdenta í háskólakjallaranum, og
minnti aðbúnaður þeirra fremur á
verbúðavist en samastað háskóla-
borgara. Ein vistarveran í kjallar-
anum þótti bera af öðrum, og er
hcnni lýst þannig:
„Helga Jósefs kom hnífur í feitt,
hlotnaðist honum kamers eitt
í Iláskólans kjallarahólfi.
Vænum mublum er verelsið skreytt
og vaskur á miðju gólfi“.
Nú er Gamli Garður endur-
heimtur eftir fimm ára hersetu, en
þó er ekki hægt að sjá nærri öllum
stúdentum fyrir viðunandi hús-
næði. Á Görðunum munu búa í
vetur 50 mönnum fleira en þar er
raunverulega ætlað rúm. Ilúsnæð-
isvandræði höfuðborgarinnar eru
orðin vandamál, sem krefst skjótr-
ar úrlausnar. Braggaíbúðir og aðr-
ar rottuholur, sem menn verða að
hafast við í, stuðla að því að draga
hóp manna niður í sorpið, slæva
sjálfsbjargarviðleitni þeirra og
rýra virðinguna, sem þeir bera fyr-