Garður - 01.10.1945, Page 81
IIÁSKÓLAÞÁTTUR
79
ir sjálfum sér. Þjóðfélagsborgarar
hins íslenzka lýðveldis eru eigi svo
margir, að okkur veiti af, að hverj-
um notist sem bezt af hæfileikum
sínum, hvar í stétt sem hann er
staddur, en eitt grundvallarskil-
yrði þess, að maðurinn fái notið
sín, er það, að sæmilega sé búið
að honum.
BREYTIN GAR
Á IIÁSKÓLANUM.
Allmiklar breytingar hafa orðið
á skólanum á þessu ári. Kennslu-
kraftar lians hafa verið auknir og
ný deild stofnuð, sem miklar von-
ir eru tengdar við. Með lögum frá
Alþingi 14. des. 1944 var verk-
frœðideild stofnuð við Háskóla Is-
lands og jafnframt ákveðið, að við
deildina verði 3 prófessorar. Gert
er ráð fyrir, að frá deildinni geti
komið útlærðir byggingaverkfræð-
ingar, en annars búi hún menn
undir fyrra hluta próf og sigli þeir
að því prófi loknu til erlendra há-
skóla og ljúki þar námi í hinum
ýmsu greinum verkfræðinnar.
Er sambandið rofnaði við Norð-
urlönd og Þýzkaland, var það ráð
tekið haustið 1940 að hefja undir-
búningskennslu í verkfræði við
Háskóla íslands. Síðan hafa
stundakennarar annazt þessa
kennslu, og hafa öll skilyrði verið
hin erfiðustu, en nú mun reynt að
bæta þau eftir föngum. 50 stúdent-
ar liafa verið skráðir til verkfræði-
náms, en síðastliðinn vetur stund-
uðu það 30 stúdentar. Fyrstu
byggingaverkfræðingarnir frá
deildinni munu útskrifast næsta
vor, og er brýn þörf fyrir þá, því
að nú skortir okkur tugi bygginga-
verkfræðinga.
I sumar voru prófessoraembætt-
in við deildina veitt þeim Einn-
boga Rúti Þorvaldssyni verkfræð-
ing, dr. Trausta Einarssyni og dr.
Leifi Ásgeirssyni.
NÝIR HÁSKÓLAKENNARAR.
Jafnframt því sem kennsla í
verklegum efnurn var aukin við
Iláskólann, voru einnig efldir
kennslukraftar í húmanískum
fræðum. Tveir dósentar hafa verið
skipaðir við heimspekideildina,
dr. Steingrímur J. Þorsteinsson í
bókmenntasögu og dr. Jón Jó-
hannesson í sögu.
Tannlæknaskólinn fékk einnig
dósent í fræðum sínum, það var
cand. med. Jón Sigtryggsson tann-
læknir.
Nokkrar breytingar urðu á
kennaraliði skólans. Dr. Þorkell
Jóhannesson var skipaður prófess-
or í sögu við heimspekideildina í
stað Árna Pálssonar, er hafði látið
af störfum vorið 1943 sökum ald-
urs. Dr. Einar Ólafur Sveinsson
var skipaður prófessor í bókmennt-
um við sömu deild í stað dr. Sig-
urðar Nordals, er mun láta af
kennslu, en starfa þó áfram við
deildina.
Séra Sigurbjörn Einarsson var