Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 107
NÆSTUM OFSEINT
105
reyndi hún samkvæmt eðli sínu að
hressa systur sína og sjálfa sig upp.
,Já, pabbi og Randy koma í dag,
hvernig sem allt veltist. Vertu ekki
áhyggjufull, Jena Lynn. Hafðu engar
áhyggjur.”
Ekki fleiri
dimmar nætur
Ég vissi ekki hvar þær hefðu dáið.
Ef líkin voru undir sjávarlínu myndu
smákrabbar vera farnir að éta þau. Ef
þau lægju hærra uppi á ströndinni,
óvarin, myndu lítil rándýr og fuglar
vera farin að kroppa í þau. Slík sýn
væri ekki fyrir fimmtán ára gamlan
dreng sem nú þegar hafði liðið svo
mikið.
,,Róðu með mig yflr að
klettanefinu, Randy, og finndu svo
stað þar sem hægt er að koma
bátnum upp svo að ég geti skriðið
undir hann. Þegar fjarar geri ég við
eitthvað af rifunum sem ég náði ekki
til í gær. Á meðan geng ég um og gái
hvort ég kem auga á stelpurnar.
Ég mjakaði mér eftir klettóttri
ströndinni fullur kvíða. Þegar ég kom
á staðinn sá ég tvær þústir undir segl-
inu. „Steipur, við erum komnir til að
fara með ykkur heim,” sagði ég
skjálfraddaður.
Engin hreyfing, ekkert hljóð, en
þegar ég beygði mig til að taka í
seglið má segja að Cindy hafí bókstaf-
lega sprungið fram undan því. Þetta
var skinhoruð beinagrind þess sem ég
eitt sinn hafði þekkt sem næstelstu
dóttur mlna.
Furðu lostinn sagði ég: „Cindy, þú
ert enn lifandi! ’ ’ Ég tosaði seglið ofan
af Jenu. Höfuð hennar hreyfðist lítil-
lega ofan á líkama sem hún gat ekki
hreyft. ,,Jena, þú líka!” Hún leit
ekki út fyrir að geta sýnt minnstu
svipbrigði en hún kinkaði kolli.
Ég kraup niður og faðmaði þær að
mér og grét: „Börnin mín! Elsku,
yndislegu börnin mín — þið eruð
lifandi!
Jena grét. Cindy gaf frá sér ánægju-
hljóð, hún gat greinilega hvorki
hlegið né grátið.
Randy hafði heyrt í okkur og var nú
á leiðinni eftir ströndinni. „Randy,
þær eru lifandi! ” hrópaði ég.,,Flýttu
þér. Komdu með bátinn hingað.”
Þegar Randy kom til okkar hjálp-
uðum við Jenu á fætur. Hún gat ekki
staðið ein. Þegar við tókum hana
milli okkar og fórum með hana niður
að bátnum drógust fæturnir á eftir
henni eins og þeir væru á tusku-
dúkku. Við settum hana fram í stefni
bátsins en hún gat ekki setið uppi og
seig skáhallt niður. Þegar ég klæddi
hana úr gaus upp megn óþefur. Skin-
horaður líkaminn var alsettur rispum
og opnum kaunum frá öxlum niður
fyrir hné.
Það var eitthvað sem henni fannst
hún verða að segja: ,,Við Cindy erum
svo nánar núna,” sagði hún.
„Stundum var sambandið svo náið að
við lágum saman kinn við kinn.”
Jena, sem alltaf hafði verið sjálf-
stæð og sjálfri sér næg, hafði alla tíð
farið á mis við þá hlýju og hamingju