Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 46

Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 46
44 ÚRVAL sem eru örvhentir eru tíðast annaðhvort frumburðir eða örverpi. En orsökin er enn óljós líkt og á sér stað um flest önnur fyrirbæri sem margar kenningar eru til um. Nútíma vísindamenn hneigjast til að álíta að það stafi fyrst og fremst af meðfæddum, arfgengum eiginleik- um að menn eru örvhentir. Vitað er að 50% hjóna, sem bæði eru örvhent, eignast örvhent börn. Ef aðeins annað hjónanna er örvhent lækkar hlutfallið niður í 16%. Meðal rétthentra for- eldra er hlutfallið mjög lágt. Annað atriði, sem bendir til arfgengis, er að örvhentir karlar eru fleiri heldur en örvhentar konur. Menn geta verið bæði „algerlega” og ,,að hluta til” rétthentir eða örvhentir. Hjá þeim sem eru „fullkomlega” rétthentir eru hægri fótur, hægra auga og eyra, svo og hægri hönd, leiknari og nytsamari. „Fullkomlega” örvhentir sýna sömu eiginleika að því er varðar líffærin vinstra megin. Leiknari höndin er í báðum tilfellum lítið eitt stærri, naglrótin breiðari á lida fingri og æðakerfið greiniiegra á handarbak- inu. Samsvarandi helmingur brjóst- kassans er einnig lítið eitt stærri um sig. Það eru þó ekki mjög margir sem eru fullkomlega rétt- eða örvhentir. Hvað er „eðlilegt"? Frá fornu fari hefur verið álitið að örvhentir séu visst frávik frá reglunni því að þegar öllu er á botninn hvolft álítur meirihlutinn alltaf að það sem hann gerir sé hið eina rétta. Þessi hugsun þekkistí öllum samfélögum. Sumir vísindamenn halda því fram að örvhentir séu lélegri náms- menn og iélegri starfsmenn heldur en rétthent fólk. Mjög lítil rök eru fyrir þessari fullyrðingu þar sem fyrir hendi eru mjög sterk gagnrök. Leonardo da Vinci var örvhentur. Yfirgnæfandi meirihluti vísinda- manna, sem starfa á viðkomandi sviði, segir að rétthentir og örvhentir séu jafnhæfir bæði til náms og starfs. Allt bendir til að þetta sé sennilegasta niðurstaðan. Ríkjandi notkun hægri eða vinstri handar er ekki í sjálfu sér merki um gáfnafar, góðvild eða örlæti. Það er ekki frekar ástæða til þess að vera montinn af því að vera rétthentur fremur en örvhentur og enginn þarf að hafa minnstu minni- máttarkennd af þeim sökum. Leyndardómar heilans Örvhent fólk hefur almennt viss andleg, sálræn og persónuleg einkenni. Sem dæmi skulum við taka svið þar sem örvhentir láta mjög að sér kveða — íþróttir. Margir frábærir hnefaleikamenn, skylmingamenn og blakmenn eru örvhentir. Og vissulega valda þeir andstæðingum sínum miklum höfuðverk. En miklu þýðing- armeira er hið sérstaka kerfi sálrænna viðbragða sem komið hefur í ljós hjá örvhentu fólki sem stuðlar að skjótari skynjun, skipulagningu hreyfínga og viðbrögðum við atburðum heldur en hjá rétthentum. Augljóslega hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.