Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 96
94
ÚRVAL
þar sem Jena sat enn við eldinn.
Þegar peysan, sem hún notaði fyrir
buxur, var á sínum stað huldi hún að
mestu lærin en hún vildi síga niður
um hana nema hún héldi henni.
Hálsmál peysunnar var líka opið og
kaldur vindurinn stóð inn á hana.
Ég gekk nokkur fet frá búðunum
og fór úr nærbuxunum.
„Hérna,” sagði ég, „notaðu þær
utan yfir peysuna.
Við aðrar aðstæður hefði þetta
verið skoplegt en Jena hugsaði ekki
um hvernig hún kynni að líta út.
Þetta reyndist ágætlega.
Þegar myrkrið umvafði okkur á
nýjan leik fór Cindy aftur að tala um
hugmynd hennar og Randy.
„Nei, við skulum halda saman,”
sagði ég. ,,Á meðan við höldum
hópinn verður allt í lagi; við getum
hjálpað hvert öðru.” Cindy þagnaði.
Þegar ég vaknaði sá ég að norðan-
vindurinn blés enn sterklega inn
sundið en hugurinn snerist um
flekann. Við veltum tveim löngum
trjábolum þannig að endarnir sneru
að sjónum. Þeir voru um þrjátíu
sentímetrar í þvermál í sverari endann
og næstum sjö metra langir. Við
lögðum þá samsíða með um 1,20
metra millibili. Nokkuð frá mjórri
endunum festum við veðraðan raft,
fjórum sinnum fjórar tommur, með
gúmmíslöngu.
Um miðjuna bundum við tvisvar
sinnum tíu tommu planka og létum
hann standa út af báðum meg-
in. Aftan við hann komum við
plastskektunni fyrir milli plankanna.
Svo settum við krossvið úr stýrishús-
inu ofan á rekaviðinn og þar með var
komið þilfar.
Norðanvindurinn
Þegar sjórinn fór að falla upp á
malarkambinn komum við öllu um
borð og fylgdumst með hvernig
sjórinn hækkaði á trjábolunum. Svo
hrópaði Cindy: „Hann flýtur!”
Okkur létti. Þegar áttin breyttist
yrði hægur vandi að nota horn af segl-
inu fyrir segl og grípa sunnan-
vindinn út Kaiganisund. Það virtist
ekki lengur svo ómögulegt að ná til
Rósavíkur.
Við rerum nokkrar klukkustundir.
Straumurinn út sundið minnkaði
eftir því sem féll meira að. Bráðum
yrði hann á móti okkur. Mér fannst
að við ættum að finna áningarstað.
Við stigum á land á klettasyllu sem
var brött sjávarmegin. Annaðhvort
vorum við að venjast þessu eða skýlið
okkar var betra því að við sváfum
betur en nokkru sinni frá því slysið
varð.
Ég vakti börnin snemma. Þegar við
höfðum hlýjað okkur stutta stund við
eldinn lögðum við aftur af stað.
Kvöldið áður hafði ferðin gengið vel
og ég var spenntur að komast af stað.
Þetta ferðalag, sem stóð nokkrar
klukkustundir daginn áður, hafði
flutt okkur kannski þrjá og hálfan
kílómetra út eftir ströndinni. En til
að komast til Dalleyju yrðum við að
fara yfir Kaiganisund. Þann áfanga