Úrval - 01.04.1983, Page 96

Úrval - 01.04.1983, Page 96
94 ÚRVAL þar sem Jena sat enn við eldinn. Þegar peysan, sem hún notaði fyrir buxur, var á sínum stað huldi hún að mestu lærin en hún vildi síga niður um hana nema hún héldi henni. Hálsmál peysunnar var líka opið og kaldur vindurinn stóð inn á hana. Ég gekk nokkur fet frá búðunum og fór úr nærbuxunum. „Hérna,” sagði ég, „notaðu þær utan yfir peysuna. Við aðrar aðstæður hefði þetta verið skoplegt en Jena hugsaði ekki um hvernig hún kynni að líta út. Þetta reyndist ágætlega. Þegar myrkrið umvafði okkur á nýjan leik fór Cindy aftur að tala um hugmynd hennar og Randy. „Nei, við skulum halda saman,” sagði ég. ,,Á meðan við höldum hópinn verður allt í lagi; við getum hjálpað hvert öðru.” Cindy þagnaði. Þegar ég vaknaði sá ég að norðan- vindurinn blés enn sterklega inn sundið en hugurinn snerist um flekann. Við veltum tveim löngum trjábolum þannig að endarnir sneru að sjónum. Þeir voru um þrjátíu sentímetrar í þvermál í sverari endann og næstum sjö metra langir. Við lögðum þá samsíða með um 1,20 metra millibili. Nokkuð frá mjórri endunum festum við veðraðan raft, fjórum sinnum fjórar tommur, með gúmmíslöngu. Um miðjuna bundum við tvisvar sinnum tíu tommu planka og létum hann standa út af báðum meg- in. Aftan við hann komum við plastskektunni fyrir milli plankanna. Svo settum við krossvið úr stýrishús- inu ofan á rekaviðinn og þar með var komið þilfar. Norðanvindurinn Þegar sjórinn fór að falla upp á malarkambinn komum við öllu um borð og fylgdumst með hvernig sjórinn hækkaði á trjábolunum. Svo hrópaði Cindy: „Hann flýtur!” Okkur létti. Þegar áttin breyttist yrði hægur vandi að nota horn af segl- inu fyrir segl og grípa sunnan- vindinn út Kaiganisund. Það virtist ekki lengur svo ómögulegt að ná til Rósavíkur. Við rerum nokkrar klukkustundir. Straumurinn út sundið minnkaði eftir því sem féll meira að. Bráðum yrði hann á móti okkur. Mér fannst að við ættum að finna áningarstað. Við stigum á land á klettasyllu sem var brött sjávarmegin. Annaðhvort vorum við að venjast þessu eða skýlið okkar var betra því að við sváfum betur en nokkru sinni frá því slysið varð. Ég vakti börnin snemma. Þegar við höfðum hlýjað okkur stutta stund við eldinn lögðum við aftur af stað. Kvöldið áður hafði ferðin gengið vel og ég var spenntur að komast af stað. Þetta ferðalag, sem stóð nokkrar klukkustundir daginn áður, hafði flutt okkur kannski þrjá og hálfan kílómetra út eftir ströndinni. En til að komast til Dalleyju yrðum við að fara yfir Kaiganisund. Þann áfanga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.