Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 52

Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 52
50 ÚRVAL Löngum hefur verið eftir því tekið að hnúfubakarnir halda sig í pörum og kvendýrið er stærra en karldýrið. Þessir hvalir eru mjög umhyggjusamir foreldrar og hugsa mjög vel um unga sína allt frá fæðingu og þangað til þeim eru vaxin skíði, mata þá og verja fyrir ránfiskum. Kvendýrið lætur kálfinn aldrei mæta hættum einsamlan. Þessir hvalir eru meðal hinna úr- ræðabestu í spendýrafjölskyldunni. Það er engin tilviljun að hvalveiði- menn hafa sæmt þá titlinum „aca- demican”. Hvenær sem hvalveiði- menn sjá hnúfubaka, sama hve laumulega skipið fer, skjóta hvalirnir alltaf upp kollinum fyrir aftan skut — einmitt þar sem ekki er hægt að ná til þeirra með hvalabyssunni. Við Alútaeyjar sýndi hnúfubakur eitt sinn alveg sérstaka varkárni og ráðsnilld. Við sigldum fram hjá í grennd við stóran hval er var að hringsóla í leit að fiski. Við ætluðum ekkert að nálgast hann og breyttum auk heldur lítillega um stefnu til þess að trufla hann ekki. Dýrið hafði hins vegar sínar eigin hugmyndir. Það fór í gríðarstóran hring og skaut upp aftur- undan og elti skipið I hálfa klukku- stund. Við stöðvuðum vélarnar til þess að gera vatnsfræðilegar rannsóknir. Þetta ruglaði hvalinn. Hann kom til skiptis upp á yfírborðið vinstra megin eða hægra megin svo nærri að hann nærri því snerti skipshliðarnar og fór í alls konar króka. Þegar honum skildist að „óvinurinn” hreyfðist ekki þaut hann burt eins hratt og hann komst. Þetta atvik var nýr vitnisburður um að hnúfubakur kemur upp aftan við hvalveiðiskipið sem eltir hann og lætur hávaðann frá skrúfu skipsins leiðbeina sér. Hnúfubakar og aðrir skrðishvaiir eru einu spendýrin, fyrir utan mann- inn, sem „syngja”, framleiða röð endurtekinna hljóða. Stundum fer slíkur einsöngvari með lagið sitt klukkustundum saman samfleytt og gerir aðeins hlé til þess að anda. Vaðan breytir stöðugt „efnisskrá” sinni. Hugsanlega er þessi „söngur” einhvers konar fjarskipti milli hvalanna. Að minnsta kosti fá allir hvalir í torfunni með einhverjum hætti góða vitneskju um hinar minnstu breytingar á ástandinu. Raunar er hnúfubakurinn alls ekki með neinn hnúð. Hann hefur fengið nafn sitt af þeim vana að sveigja bak- ið upp úr vatninu áður en hann stingur sér. Þetta vekur þá hugmynd að hann sé með hnúð. Hnúfubakurinn notar flókna að- ferð við fiskveiðar. Hann gerir loftbólur með öndunaropunum sem mynda hólklaga „net” umhverf- is fiskatorfuna. Fiskurinn getur ekki brotist út úr „netinu” og hvalurinn opnar skoltana, syndir í gegnum torfuna og gleypir fiskinn í gildrunni. Sú var tíðin að hnúfubakastofninn I heiminum var áætlaður yfir 50 þús- und dýr. Vegna mikilla hvalveiða var stofninn þó kominn niður I um 7000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.