Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 89
NÆSTUM OFSEINT
87
,,Pabbi, þarna er land. Þetta er
land?”
í sjóinn
Það sem Cindy sá var staður lengra
úti með strandlengjunni en úr stýris-
húsinu sá ég gerla hvar við vorum.
Brimið þvoði klettana í aðeins 15
metra fjarlægð. Þar fyrir ofan, nokkur
hundruð metrum ofar, breiddi skóg-
urinn úr sér og byrgði alla útsýn.
Eyðileggingin vofði yfir okkur.
Næsta stóralda gæti malað okkur
sundur við klettana — með börnin
undir þiljum, óviðbúin.
Ég ræsti vélina, setti í gír, og á
hálfan kraft. Randy sá hve nærri við
vorum ströndinni en vélarhljóðið
skaut honum skelk í bringu. Ef taug
úr aðalseglinu lenti í skrúfunni yrði
vélin óvirk og við bjargarlaus. Síðan
sagði hann að hann hefði langað til
að æpa: ,,Dreptu á hennil Dreptu á
hennil ” En þegar hann kom að stig-
anum stöðvaðist hún allt í einu og
vélardynurinn hljóðnaði.
,,Út með akkerin,” hrópaði ég og
Randy hlýddi. En þó bæði akkerin
væru úti bjóst ég ekki við að geta
haldið stefnunni lengi í þessum sjó-
gangi. Eina vonin var að vinna tíma.
Randy losaði í flýti böndin
sem héldu appelsínulitu skekt-
unni okkar uppi á stýrishúsinu.
Saman bárum við þennan sex feta bát
aftur í skut, létum hann falla í sjóinn
og bundum línu úr honum við borð-
stokkinn. Venjulega notuðum við
skektuna til að ferja tvennt í einu til
lands en hún var ekki nothæfur
björgunarbátur. Við ákváðum að fylla
hana af mat og öðrum nauðsynjum.
Ég flýtti mér niður: ,,Við erum að
tapa bátnum. Verið tilbúnar,” sagði
ég við Cindy ogjenu. ,,Við höfum
kannski tíu mínútur til stefnu. ’ ’
Þær voru alklæddar í kojunum og
tróðu nú í óðaönn fötum og
matvælum f vatnsþétta poka. Randy
tíndi pokana saman og bar þá út í
skektuna sem var þegar farin að taka
inn sjó. Þá brast línan sem hún var
bundin með og litla fleytan þeyttist
upp að ströndinni þar sem hún hlaut
að sökkva.
Randy henti nokkrum svamp-
dýnum fyrir borð þannig að rými
myndaðist f stýrishúsinu. Þangað
fluttum við nú birgðirnar. Krakkarnir
bjuggust við að pokarnir myndu
fljóta út úr bátnum þegar hann sykki.
Tjáskipti fóru aðallega fram með
spurulum augum, hreyfingum og
táknrænum athöfnum. Nauðsynleg
orð voru öskruð yfir beljandi veður-
ofsann.
Við gátum ekki búist til að takast
sameiginlega á við þennan hildarleik
höfuðskepnanna. Hvert okkar varð að
treysta á sxna eigin hreysti, dóm-
greind og áræði, sem jafnframt tak-
markaðist af smæð okkar og vangetu.
Við gætum ekki haft hjálp og traust
af samvinnunni sem hingað til hafði
reynst litla hópnum okkar svo vel.
Ég var undir þiljum að setja
eldspýtur f litlar flöskur þegar annað-
hvort kjölurinn lenti á skeri eða þá að