Úrval - 01.04.1983, Side 89

Úrval - 01.04.1983, Side 89
NÆSTUM OFSEINT 87 ,,Pabbi, þarna er land. Þetta er land?” í sjóinn Það sem Cindy sá var staður lengra úti með strandlengjunni en úr stýris- húsinu sá ég gerla hvar við vorum. Brimið þvoði klettana í aðeins 15 metra fjarlægð. Þar fyrir ofan, nokkur hundruð metrum ofar, breiddi skóg- urinn úr sér og byrgði alla útsýn. Eyðileggingin vofði yfir okkur. Næsta stóralda gæti malað okkur sundur við klettana — með börnin undir þiljum, óviðbúin. Ég ræsti vélina, setti í gír, og á hálfan kraft. Randy sá hve nærri við vorum ströndinni en vélarhljóðið skaut honum skelk í bringu. Ef taug úr aðalseglinu lenti í skrúfunni yrði vélin óvirk og við bjargarlaus. Síðan sagði hann að hann hefði langað til að æpa: ,,Dreptu á hennil Dreptu á hennil ” En þegar hann kom að stig- anum stöðvaðist hún allt í einu og vélardynurinn hljóðnaði. ,,Út með akkerin,” hrópaði ég og Randy hlýddi. En þó bæði akkerin væru úti bjóst ég ekki við að geta haldið stefnunni lengi í þessum sjó- gangi. Eina vonin var að vinna tíma. Randy losaði í flýti böndin sem héldu appelsínulitu skekt- unni okkar uppi á stýrishúsinu. Saman bárum við þennan sex feta bát aftur í skut, létum hann falla í sjóinn og bundum línu úr honum við borð- stokkinn. Venjulega notuðum við skektuna til að ferja tvennt í einu til lands en hún var ekki nothæfur björgunarbátur. Við ákváðum að fylla hana af mat og öðrum nauðsynjum. Ég flýtti mér niður: ,,Við erum að tapa bátnum. Verið tilbúnar,” sagði ég við Cindy ogjenu. ,,Við höfum kannski tíu mínútur til stefnu. ’ ’ Þær voru alklæddar í kojunum og tróðu nú í óðaönn fötum og matvælum f vatnsþétta poka. Randy tíndi pokana saman og bar þá út í skektuna sem var þegar farin að taka inn sjó. Þá brast línan sem hún var bundin með og litla fleytan þeyttist upp að ströndinni þar sem hún hlaut að sökkva. Randy henti nokkrum svamp- dýnum fyrir borð þannig að rými myndaðist f stýrishúsinu. Þangað fluttum við nú birgðirnar. Krakkarnir bjuggust við að pokarnir myndu fljóta út úr bátnum þegar hann sykki. Tjáskipti fóru aðallega fram með spurulum augum, hreyfingum og táknrænum athöfnum. Nauðsynleg orð voru öskruð yfir beljandi veður- ofsann. Við gátum ekki búist til að takast sameiginlega á við þennan hildarleik höfuðskepnanna. Hvert okkar varð að treysta á sxna eigin hreysti, dóm- greind og áræði, sem jafnframt tak- markaðist af smæð okkar og vangetu. Við gætum ekki haft hjálp og traust af samvinnunni sem hingað til hafði reynst litla hópnum okkar svo vel. Ég var undir þiljum að setja eldspýtur f litlar flöskur þegar annað- hvort kjölurinn lenti á skeri eða þá að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.