Upp í vindinn - 01.05.1985, Side 22

Upp í vindinn - 01.05.1985, Side 22
Varafararstjórinn, Baldvin Einarsson verkfræöingur hjá Vegagerð Rikisins, sem kom inn i hópinn er ferðin var hálfn- uð, fór á kostum er brýrnar á Rín voru barðar augum. Of langt mál yrði að segja frá öllu því sem fyrir augu bar,en hér á eftir verður lýst þremur merkum mannvirkjum sem skoðuð voru. II. FAR0BROENE Stærsta verkefni dönsku vegagerðarinnar er tenging Sjá- lands við Falsturámótorvegi E4, sem másegjaaðtengi mest- alla Skandinaviu við aðra hluta Evrópu. Um er að ræða tvær brýr, sem liggja báðar út á eyna Faro á Stóra-Straumi („Stor- strommen"), sem er sundið milli Sjálands og Falsturs. Af eynni hafa þær fengið nafnið „Farobroene". Samanlagt spannaþær3322 m og erþessi brúarsamstæða ein sú lengsta i allri Evrópu. í sundinu milli Sjálands og Faro sigla minni háttar skip í djúpu rennunni meðfram strönd Sjálands. Undir brúna var því miðað við frjálsa breidd 40 m og frjálsa hæð 20 m. í sundinu milli Faro og Falsturs sigla stærri skip og hafa fyrir miðju sundi frjálsa breidd upp í 260 m og frjálsa hæð 26 m. Þar er um að ræða lengri brúna, sem spannar 1726 m og er hið merkasta mannvirki. Hún er, eins og þær báðar, með yfirbyggingu úr stáli með kassaþversniði. Mesta breidd MYND 3 hennarer22,4 m og er kassinn 3,5 m á hæð, sjá mynd 3. Kass- inn er upphitaður og loftræstur til að hindra ryðmyndun og tæringu stálsins. Miðjuhluti brúarinnar, stærsta haf hennar, 290 m, er borinn uppi af tveimur A-laga möstrum, 95 m háum og 8 stálstrengjum til beggja handa, sjá mynd 3. Bæði sjávardýpt og burðareiginleikar jarðvegsins breytast mikið út eftir brúnni. Nokkrar undirstöður brúnna voru því grundaðar á stálpelum, en hinar beint á botninn. Hvernig farið varað, þarsem rekaþurfti niðurstálpela, másjáá mynd 4. MYND 4. Stálpelar reknir niður. Eins og alkunna er, þá er brúm hættast við broti á bygg- ingarstigi og þarf því oft að beita mikilli tækni og vanda vel til þeirrar vinnu. Hvernig Danir leystu það vandamál hér má sjá á mynd 5. Brýrnar liggja í fallegu landslagi og eru strandirnar og sundið mikilvægirorflofsstaðirhjá Dönum. Því var lögð mikil áhersla á heppilega lögun brúnna, hvað varðar að falla vel inn í umhverfið. Fannst okkur það hafa tekist mjög vel, sjá mynd 6. NORTH —n r —ft "T -j - ELEVATION ili t i', SOUTH í\ ' "■ FAR0 M M T -t~4 * n A FALSTER PIER NO 1 2 78 M , 3 4 5 6 7 7 x 80IVI = 560 M 8 120 M 290 M 0 11 120 M 12 13 14 15 16 17 6 » 80 M r 480M 78M 22

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.