Upp í vindinn - 01.05.1985, Qupperneq 26

Upp í vindinn - 01.05.1985, Qupperneq 26
Markmið þessarar áætlunar eru því ekki eingöngu að stækka Holland heldur lika að verja landið gegn ágangi sjávar. Sú staðreynd verður alltaf ofarlega í hugum þeirra, er að þessu vinna, að mikill hluti Hollands liggur lægraen meðal- fallinn sjór og verður því að byggja varnargarða til að halda hafinu í skefjum. Sá Delta-varnargarður er við skoðuðum var á byggingarstigi. Búið var að koma fyrir 18 steinsteyptum stöplum, en eftir að koma fyrir hreyfanlegum stálþiljum á milli þeirra. Tilgangurinn með því að setja hreyfanlegar lokur er sá, að á rennur þarna til sjávar. Þegar hafið liggur of hátt myndi vatnið í ánni leitast við að renna inn til lands. Þá verður hægt að loka fyrir hafið í neyð. Delta-áætlunin er nú umfangsmesta framkvæmd i Evrópu. Þar eð öll mannvirki verður að grunda á sandi er um einstakt tæknilegt vandamál að ræða. Undir steinsteyptu stöplana varð því að leggja mottur úr mismunandi steintegundum til styrktar. Mörg stór skip voru notuð við þessa flutninga og sum sérhönnuð til verksins. Efni sem þurfti að nota kom oft langa leið að. Stórgrýtið (0,8—0,4 m3) var t.d. flutt frá Noregi og Þýskalandi. Breytingar á Oosterschelde svæðinu verða gífurlegar: fyrir 1987 eftir 1987 smáeyjar 1.440 ha 600 ha leðjubakkar 16.800 ha 9.600 ha vatnssvæði 26.760 ha 25.100 ha landsvæði 9.700 ha svæðið alls: 45.000 ha 45.000 ha Eins og menn vita er ekki hægt að hanna mannvirki gegn eins stórum flóðum og komið geta, heldur er sagt að flóð af ákv. stærð komi að ákv. tíma liðnum að meðaltali. Er þá hannað til flóða sem koma t.d. að meðaltali á 50 ára fresti og eru þálíkurtil aðyfirmannvirkiðflæði á50árafresti. Hönnuð- ir reyna að verjast slíkum hamförum með yfirföllum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að mannvirkið þolir aðeins flóð upp að 50-ára flóðum. Ástandið hjá hollensku varnar- görðunum er að sögn forráðamanna þar: 1953 þol upp að 50 ára flóðum. Nú (1984) þol upp að 800 ára flóðum. Þegar Delta er fullbúið þol upp að 4000 ára flóðum. IV. BRÝR Á RÍN Ein af undirstöðum hins blómlega iðnaðar Rínarhérðanna, erán nokkurs vafa góðar samgöngur. Fljótabátará Rín gegna þar mikilvægu hlutverki, en góðarsamgöngurá landi eru ekki síður nauðsynlegar, og þá sérstaklega góðar brýr á réttum stöðum. Þetta lykiIhIutverk brúnna í samgöngukerfinu olli því að þær voru nær allar eyðilagðar I síðari heimstyrjöldinni. Strax eftir stríð var hafist handa við að endurnýja þessa hyrn- ingarsteina iðnaðarins, en auk þess þurfti enn fleiri brýr MYND 9. WeiBentuhurm Neuwinde-brúin. vegna sivaxandi sérhæfingar og meiri fólksfjölda. Þessi reisulegu mannvirki bera byggingartækni Þjóðverja fagurt vitni, og á ferð niður Rín mátti sjá nánast allar hugsanlegar brúargerðir. Héráeftirverðurminnst átværaf þeim fjölmörgu brúm sem skoðaðar voru. Weissenthurm — Neuwied-brúin Brúargerðinni lauk árið 1979 og var heildarkostnaður um 110 milljónir DM. Gamla brúin, sem var grindarbitabrú, nægði ekki og þurfti nýja í hennar stað. Raunar var það eitt skilyrð- anna að nýja brúin yrði á sama stað og sú gamla, svo að ekki þyrfti að færa aðliggjandi umferðaræðar. Einnig var mjög brýnt að hin mikla umferð um og undir brúna truflaðist sem allra minnst. Lausnin fólst í því að reisa nýja brú við hlið þeirrar gömlu, en taka síðan þá gömlu niður og renna þeirri nýju í hennar stað, á sem skemmstum tíma. Með þessu móti stöðvaðist bílaumferð einungis í 10 daga og skipaumferð í 2x48 klst. Að sögn verkfræðinganna, er sýndu hópnum brúna, var aðalvandinn fólginn í tengingu hennar við land en ekki flutn- ingurinn sem slíkur. Mannvirkið er úr stáli, bæði brúarþver- snið og turn. Getamáþess að hitaþensla235 m hafsins er um 10 cm en sig vegna álags um 60 cm. Dieblich-Winningen - brúin Himinhátt yfir ánni Mósel gnæfir þetta tignarlega mann- virki, enn ein sönnun þess hve byggingartækni Þjóðverja hefur náð langt. Óhætt er að segja að brúin, sem tekin var I notkun 1972, sé mikið augnayndi og falli vel að hinum snar- bröttu hlíðum Móseldalsins. Efnt vartil samkeppni um gerð brúarinar, því að straumur ferðamanna um dalinn er mikill og því brýnt að brúargerðin heppnaðist vei. Gerð voru líkön af tillögunum og vinningstillagan boðin út. 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.