Upp í vindinn - 01.05.1985, Side 50

Upp í vindinn - 01.05.1985, Side 50
— Á vissum stöðum á landinu, þar sem veðurhæð getur orðið mikil, hafa gaflspíssar reynst vanhannaðir upp við mæninn og klæðning jafnvel losnað á húsum. — Frágangur einangrunar og þéttinga, einkum í þakrými húsa sem eru hæð og ris, hefur i sumum tilvikum reynst gjörsamlega misheppnaður. — Hönnun og frágangurfestingatimburhúsa, þarsem festi- teinn gengur úr sökkli og upp í sperru, miðast ekki alltaf við það að timburhús rýrnarog „sest“ með tímanum og er þvi nauðsynlegt að hægt sé að herða slíkar festingar upp 1—2 árum eftir uppsetningu. — Sumum klæðningarefnum, einkum múrsteinsklæðning- um, fylgir frágangur, t.d. við glugga, sem tæpast er full- leystur enn. Óttast að þar geti orðið um galla eða óeðli- legan viðhaldskostnað að ræða. 6. Kostnaður og endursöluverð. Steinsteypt einingahús frá Loftorku í Borgarnesi Ekki hefur verið sannað að einingahús séu ódýr miðað við hefðbundin hús. Að þvi er best er vitað eru þau þó ódýrari en sambærileg steypt hús byggð á hefðbundinn hátt (sbr. könnun frá 1982). Nefnt hefur verið að steypt einingahús séu 2—3% ódýrari en samsvarandi hús steypt á staðnum. Ein- ingahús úr timbri hafa reynst um 8% ódýrari en tilsvarandi staðbyggð timburhús en þau aftur 7—10% ódýrari en sam- svarandi steypt hús. Þessar kostnaðartölur eru auðvitað stöðugt deilumál, endasjaldnast rætt um sambærilega hluti. Um endursöluverð er ennþá minna af tiltækum gögnum. Sú reynsla sem fæst á næstu árum verður væntanlega stefnu- markandi um hvort einingahús séu góð eðaslæm fjárfesting, um það skal engu spáð hér. 7. Lokaorð. Sá vaxtarbroddur sem verið hefur á framleiðslu Islenskra einingahúsa undanfarin ár sýnir svo ekki verður um villst að þau hafa náð markaðshlut Þessu ber að fagna því fjölbreytt- ari byggingargerðiraukavalmöguleikaþeirra, sem áhúsnæði þurfa að halda. Nýjum aðferðum fylgja ný vandamál til úrlausnar, en engin hætta er á því að íslenskir byggingarmenn séu ekki þeim vanda vaxnir. Á breytingaskeiði er þó þörf meira aðhalds- og Timbureiningahús frá Mát hf. eftirlitsen ellatil að forðast mistök. Þettaaðhalds og eftirlits- hlutverk er vanrækt vegna þess að opinberir aðilar eru ávallt nokkuð svifaseinir i athöfnum. FRAMLEIÐUM STEINSTEYPUEININGAR í ALLAR GERÐIR MANNVIRKJA SKÓLAR ÍÞRÓTTAHÚS VÖRUSKEMMUR FISKVINNSLUHÚS IÐNAÐARHÚS VERSLUNARHÚS SKRIFSTOFUHÚS ÍBÚÐARHÚS O. FL. HÚSEININGAVERKSMKXJA P. FRIÐRIKSSONAR VIÐ FÍFUHVAMMSVEG í KÓPAVOGI S.: 45944 50

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.