Upp í vindinn - 01.05.1999, Side 15

Upp í vindinn - 01.05.1999, Side 15
SVÆÐISSKIPULAG HOFUÐBORGARSVÆÐISINS Svæðisskipulacj höfubborgarsvæbisins Eftir nokkuð hlé síðan síðast voru gerð- ar tillögur um svæðisskipulag fyrir allt höfuðborgarsvæðið og vaknaði áhugi á því að nýju meðal stjórnmálamanna og forsvarsmanna sveitarfélaganna að láta vinna slíkar tillögur. Þetta var haustið 1997 og þann 16. desember 1997 sam- þykkti borgarráð fyrir sitt leyti að láta vinna svæðisskipulag fyrir höfuðborgar- svæðið í samræmi við skipulags- og bygg- ingarlög nr. 73/1997 í samvinnu við Hafn- arfjörð, Garðabæ, Bessastaðahrepp, Kópa- vog, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Kjalar- neshrepp. Borgarráð tilnefni tvo fulltrúa í samvinnunefnd um gerð svæðisskipu- lagsins. Þá er lagt til að vegna aðkeyptar vinnu og kostnaðar verði varið 10 millj. kr. til verkefnisins árið 1998 og að sú fjár- hæð skiptist milli sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda. Sveitarfélögin beri sjálf kostnað vegna vinnuframlags stofnana. Lagt er til að samvinnunefndin kynni framgang vinnunnar reglulega og komi stefnumótandi tillögum á framfæri við forsvarsmenn sveitarfélaganna. Þegar þurfa þyki verði þær bornar upp í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Á svipuðum tíma samþykktu hin sveit- arfélögin tillögur sama efnis en sam- vinnunefndin varð þó ekki starfhæf fyrr en í mars 1998. Kjalarneshreppur var sjálfstæður aðili að samstarfinu þangað til að sameining hreppsins við Reykjavík átti sér stað og fækkaði því sveitarfélögunum sem standa að skipulagsvinnunni um eitt við það en fjölgaði fljótlega aftur í 8 þeg- ar Kjósarhreppi var boðið að taka þátt í samvinnunni. Þótti það eðlilegt m.a. með tilliti til þess að annars hefði hreppurinn staðið einn á milli skipulegra svæða, þar sem svæðisskipulag fyrir sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar hefur þegar verið unnið og nær að Kjósarhreppi að norðan. Einnig má geta þess að Kjósarhreppur hefur tekið upp samstarf við Reykjavík, Seltjarnarnes og Mosfellsbæ um almanna- varnarnefnd fyrir allt svæðið sem þessi sveitarfélög ná til og er þetta því að mörgu leyti eðlilegt. Samvinnunefnd starfar samkvæmt Skipulags- og byggingarlögum og eftir starfsreglum sem settar eru af umhverfis- Stefán Hermannsson borgarverkfræbingur. Stúdent frá MA 1955. Fyrrihlutapróf í verk- fræði frá HÍ 1958. Próf í byggingarverk- fræði frá DTH í Kaup- mannahöfn 1961. Borgarverkfræðingur frá ráðherra að fengnum tillögum nefndar- innar. Unnið hefur verið að undirbúningi s.s. að afla samræmdra gagna um ástand og þróun í öllum sveitarfélögunum á svæðinu, ákveða skipulag verkefnisins, semja verklýsingu og undirbúa hina eig- inlegu skipulagsvinnu. Þó ekki hafi verið í gildi svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið er rétt að taka það fram að veruleg samvinna hefur verið milli sveitarfélaganna undanfarin ár. Á sviði skipulagsmála á það ekki síst við um tímabilið frá 1994, en veturinn 1993-94 kom upp umræða um það hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að setja fjármuni í aðkeypta ráðgjöf vegna svæðisskipulags. Úr því varð ekki, en í staðinn var ákveðið að formenn skipu- lagsnefnda á svæðinu tækju upp reglulegt samstarf, m.a. í formi mánaðarlegra funda yfir vetrarmánuðina. Jafnframt var ákveð- ið að fela 4 hópum fagmanna hjá sveitar- félögunum að vinna að tilteknu verkefn- um á þessu sviði þ.e.: • samgöngukerfi, samræming stofnbraut- arkerfis • verndun vatnsbóla og umgengnisreglur á verndarsvæðum • grænu svæðin í jaðri byggðar og sam- ræmdar gönguleiðir • umhverfisþol viðtaka vegna holræsa Verulegt gagn varð af þessari vinnu þó ekki hafi tekist að ljúka nema sumum verkefnunum. Verndunarsvæði vatnsbóla tókst að ljúka með svæðisskipulagstillögu og í framhaldi af því var unnið við um- gengnisreglur á vegum heilbrigðisfulltrúa á svæðinu. Gerður var uppdráttur af grænu svæðunum, „Græni trefillinn“ og í samgöngumálum náðist verulegur árang- ur. í síðustu tvö skipti sem Vegaáætlun hefur verið lögð fyrir Alþingi hafa tillögur um vegaframkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu að langmestu leyti verið byggðar á sameiginlegum tillögum sveitarfélag- anna um forgangsröðun verkefna við þjóðvegi. Hefur verið lögð verulega mikil vinna í að meta hagstæðustu fram- kvæmdaröð út frá umferðarástandi og á- lagi, arðsemi, slysatíðni og fleiri þáttum s.s. aðgengi að nýjum byggðahverfum. Svæðisskipulagið er það umfangsmikið verkefni að val ráðgjafa þarf að vanda mjög og standa að því með formlegum hætti. Aðferðafræðin sem beitt var er að sumu leyti nýstárleg. Auglýst var forval á Evrópska efnahagssvæðinu en í forvals- gögnum kom fram að miklu leyti hvernig ráðgjafahópurinn þyrfti að vera samsett- ur. Átta hópar erlendra ráðgjafa tóku þátt í forvalinu. Þrír ráðgjafahópar voru valdir til að taka þátt í samstarfsútboði. Við mat á til- boðum vógu hæfni og reynsla ráðgjafanna 70% , en verðtilboð 30%. Til að forðast það að ráðgjafarnir gæfu mjög misjöfn til- boð í verkið, fór samvinnunefnd þá leið að gefa út leiðbeinandi kostnaðaráætlun, sem var 75,0 millj. kr. fyrir þann hluta verks sem er unnin á föstu verði. í mati okkar á tilboðunum fékk sá ráð- gjafahópur sem samið var við rnjög já- kvæða umsögn. Þeir bjóða frarn hóp vel menntaðra og hæfra ráðgjafa á nær öllum þeim sviðum sem krafist er í útboðsgögnum. Fyrirtæk- in sem standa að þessum hópi eru traust og hafa rnikla reynslu. Hópurinn hefur mikla reynslu af samgöngum og umferð- arskipulagi, þar með talið hér á höfuð- borgarsvæðinu. Vinnuáætlun og skipulag samstarfshópsins eins og því er lýst í til- boðinu er til fyrirmyndar. Kostur er hvernig hópurinn hyggst nýta sér landupplýsingakerfi í vinnu við verkefn- ið, svo og áform þeirra um að meta afleið- ingar mismunandi skipulagstillagna á vinnslustigi. Fastatilboð þeirra er 71,0 millj. kr. en á- ætlað er að heildarhluti þeirra í kostnaði verði um 90,0 millj. kr. Kostnaður alls 15

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.