Upp í vindinn - 01.05.1999, Síða 16

Upp í vindinn - 01.05.1999, Síða 16
... UPP I VINDINN verksins með gagnaöflun, kynningu, umfjöllun og útgáfu er á- ætlaður 150,0 millj. kr. Verkið er að verulegu leyti skilgreint í útboðslýsingu, en hluti af verkefni ráðgjafanna er þó að skilgreina nánar markmið og meginviðfangsefni í samráði við verkkaupa. Á þessu ári munum við í 4 megináföngum nálgast eina lokatillögu, sem á að kynna í febrúar á næsta ári. Fyrsti áfangi er í febrúar þegar sveitarstjórn- armönnum verða kynntar hugmyndir bæði að umræðugrund- velli um ýmis atriði og frumtillögur til úrvinnslu, síðan þróa menn nokkrar hugmyndir, og velja lokatillögu sameiginlega úr 2-3 valkostum sem athugaðir hafa verið nokkuð gaumgæfilega með umferðarspám og tímasettri uppbyggingaráætlun og mati á afleiðingum skipulagsins. Aðallega eru það 4 fyrirtæki sem standa að verkinu, en þau hafa þó sér til aðstoðar nokkuð öflugan hóp bakráðgjafa á ýms- um sérsviðum. Fyrirtækin 4 eru: Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf., Ármúla 4, 108 Reykja- vík Vinnustofa arkitekta ehf., Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík Anders Nyvig A/S, Kærvej 8, DK 2970, Horsholm, Danmörk Skaarup og Jespersen, Strandvejen 56, DK 2900, Hellerup, Dan- mörk Á forvalsstigi þóttu ráðgjafarnir Dalía og Nathaniel Lichfield frá Bretlandi í samvinnu við Gest Ólafsson skipulagsfræðing hjá Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofunni ehf, Garðastræti 17, hafa áhugaverða hluti fram að bjóða á sviði samfélagslegrar þró- unar, þó þeirra hópur væri ekki valinn til að bjóða í verkið í heild. Var samið við þessa aðila utan útboðs um sérstaka grein- argerð sem lögð verður fyrir aðalráðgjafana. Peim er ætlað að reyna að gera grein fyrir hvaða framtíðarþró- un mætti búast við á höfuðborgarsvæðinu, byggt á almennri þekkingu, gögnum um þróun svæðisins og upplýsingum um hvað gerst hefur í þeim borgum erlendis sem sambærilegastar þykja. Þeim var sérstaklega falið að fjalla um þróun íbúafjölda og aldursdreifingu, þróun verslunar og verslunarhátta, þörf fyrir iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði og félagslega þróun samfélagsins. Vinna aðalráðgjafanna mun einkum beinast að landnotkun, samgöngukerfi, umhverfismálum og yfirbragði byggðar. Með gerð svæðisskipulags er ætlun sveitarfélaganna að móta sameiginlega stefnu fyrir höfuðborgarsvæðið hvað varðar þessa þætti. Ef tekst að ná samstöðu um slíka stefnu verður svæðis- skipulagið virkt stjórntæki sem við teljum að gefi möguleika á bættri nýtingu fjármagns, markvissri uppbyggingu og betra sam- félagi. Fólksfjölgun á svæðinu hefur verið gífurleg undanfarin ár, eða um 3000 manns á ári, og um 1100 nýjar íbúðir hafa verið byggð- ar ár hvert. Höfuðborgarsvæðið þarf ekki að draga til sín fólk frá landsbyggðinni en það þarf sem heild að búa við þannig skipu- lag að það geti tekið við þessari fólksfjölgun og veitt eftir sem áður góða og nútímalega þjónustu. Jafnframt þarf skipulag upp- byggingarinnar að vera þannig háttað að ekki komi fram misvægi eða erfiðleikar ef verulega dregur úr þessari miklu aukningu. Meðal þeirra viðfangsefna sem svæðisskipulaginu er ætlað að taka á má nefna eftirfarandi: • Með svæðisskipulagi verður leitast við að samræma stefnu sveitarfélaganna í uppbyggingu svæðisins, nýta kosti þess bet- ur og samhæfa landnotkun og skipulag og uppbyggingu um- ferðarmannvirkj a. • Aukin umhverfishyggja hefur stóraukið kröfur til sveitarfélaga um að þau taki með markvissum hætti á umhverfismálum undir formerkjum sjálfbærrar þróunar. Óhugsandi er annað en að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu vinni að þessu sameig- inlega, m.a. með gerð svæðisskipulags og samhæfi stefnu sína og aðgerðir. • Þróun atvinnulífs hefur verið misjöfn í sveitarfélögunum á svæðinu þannig að misvægi er í dreifingu atvinnustarfsemi og íbúðabyggðar. Leitast verður við að sjá fyrir þróun atvinnulífs og horft verður á það hvernig dreifing íbúðahverfa fellur að dreifingu atvinnusvæða þegar á heildina er litið. • Þýðingarmikið er að samræma stefnu sveitarfélaganna um uppbyggingu íbúðarhverfa á skipulagstímabilinu. Svæðið er einn húsnæðismarkaður og eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á eftir að breytast mikið á næstu árum, m.a. vegna breyttrar ald- urssamsetningar íbúanna. • Mikilvægt er að meta þróun smásöluverslunar og athuga hvort ekki sé tilefni til að beita meiri stýringu á því sviði eins og víð- ast er gert í nágrannalöndum okkar. Um þessar mundir er verið að kynna sveitarfélögunum fyrstu hugmyndir. Valin var sú leið að gefa ráðgjöfunum mjög frjálsar hendur og varpa þeir fram skipulagshugmyndum sem hver um sig byggir á ákveðnu þema þ.e.a.s. hvernig tillögu fáum við ef megináhersla er lögð á einhver tiltekin markmið s.s.: • þétting byggðar • landslagið virt sem mest • hvað er hagkvæmast þjóðfélagslega séð • hversu þétt þolum við vegna umhverfismála Að sjálfsögðu þarf svo að taka mið af mörgum sjónarmiðum þannig að þegar 3-4 tillögur verða eftir verður þar eitthvert jafn- vægi milli áhersluatriða. Þá verða tillögurnar metnar m.t.t. kostnaðar, umhverfisþátta ofl. (áhrifa- eða afleiðugreiningu) og þannig leitast við að ná fram bestu úrlausn. Til að samstaða náist um skipulagstillögu sem nær til 8 sveit- arfélaga þarf lillögugerðin á öllum stigum að fá ítarlega kynn- ingu. Sú kynning má ekki einskorðast við sveitarstjórnarmenn heldur er nauðsynlegt að um ýmsa þætti þessa máls verði opin- ber umræða. Nýlegar tillögur áhugasamtaka um þetta mál hafa vakið athygli og skapa því góðan grundvöll fyrir áframhaldandi umræðu um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu. Sementsverksmiðjan hf. P.O. Box 205 • 300 Akranesi Sími 4305000 • Fax 4305001 M ALBIKU NARSTÖÐl N HÖFÐI • Malbikun • Grjótnára MALBIKUN • GRJÓTNÁM Sævarhöfða 6-10 • 132 Reykjavík Sími 587 5576 • Fax 587 5576 ÍSLENSKIR AÐALVERKTAKAR 16

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.