Upp í vindinn - 01.05.1999, Side 22
plús, auglýsingastofa
... UPP I VINDINN
fyrir skipulagið. Veik merki voru t.d. á þessum tíma tekin að
koma fram á eftirfarandi tveimur sviðum: 1) Aukin næmni á há-
vaða. - Petta þýðir t.d. í skipulagi að fluglínur framhjá tveimur
sjúkrahúsum er slæmt, og svo almennt sagt það að hávaðasvæði
flugumferðar skuli helst ekki liggja yfir byggð. 2) Sífellt ódýrari
sanddæling úr sjó var nú í uppsiglingu. - Sem þýðir: Það verður
ódýrt í framtíðinni að búa til land þar sem mikið grunnsævi er.
Petta atriði leiddi til þess að undirritaður náði sér i sjókort af
höfuðborgarsvæðinu til að geta teiknað hvar yrði ódýrast að gera
uppfyllingar í framtíðinni. Undirritaður hefur sjaldan orðið eins
hissa og þegar hann sá að allt miðbik Skerjafjarðarins var nærri
því upp úr sjónum (sbr. nafn fjarðarins), og eins líka svæðið
vestur af Granda og Örfirisey.
Líður nú og bíður, og eitt sinn þegar undirritaður er að horfa
á hávaðasvæði flugbrautar á korti, - sem maður sá sem mikla
bölvun þar sem það liggur yfir byggðinni, - þá lýstur þessu allt
niður í kollinn; „Skerjafjörður er eins og hávaðasvæði flugbraut-
ar í laginu!“ Bingó! Hér féll allt saman: Aðflugs- og hávaðasvæði
flugvallar í firðinum yrðu yfir sjó, hægt yrði að búa til ódýra eyju
á skerjasvæðinu fyrir flugvöllinn, dýrmætasta byggingarsvæði í
borginni, flugvallarsvæðið, fengist undir byggð og gerði meira en
að borga uppfyllinguna, það drægi úr þörf á dýrum stofnbraut-
um ef íbúarnir byggju nær vinnustöðunum og loks var komin
með flugvelli hér, aukaástæða fyrir vegtengingunni yfir Skerja-
fjörðinn, t.d. mundi leysa vanda flöskuháls-gjárinnar í Kópavogi
og gatnamóta Kringlumýrar- og Miklubrauta.
Hugmyndin vakti strax gífurlega athygli og í ársbyrjun 1975
báðu tveir ungir verkfræðingar, Guðmundur G. Þórarinsson og
Steingrímur Hermannson mig um leyfi til að flytja þingsályktun-
artillögu um málið. Greinargerðin var vel unnin og leiddi fram
helstu kostnaðarþætti við brimvörn og uppfyllingar en með því
var auðsannað að núverandi flugvallarsvæði gerði miklu meira
en að borga uppfyllinguna. Sérstakur kostur var svo að hægt
væri að nýta flugturn, flugstöð og slíkt áfram þótt flugbrautirnar
færðust fjær. (Tillaga 480 til þingsályktunar, 1974-75). Tíminn
fjallaði skiljanlega mest um málið (7/5 75, 21/5 75, 20/8 75).
Ýmsir aðilar lögðust á móti hugmyndinni og var hætta á tæringu
áls helst borið við. Stöðvaðist því frekari þróun málsins að sinni.
Nú um aldarfjórðungi síðar hrekk ég stundum við þegar ég er
að fletta blöðunum: „Ný brúagatnamót í byggingu á Miklu-
braut“, „Fundur um flugvöll á fyllingum í Skerjafirði", „Framtíð-
in: Sundabraut styttir leiðina út úr bænum um 10 km“. - Og svo
hallar maður sér aftur á bak í sófanum og hugsar með sér:
Kannski hefðu ráðamenn átt að hlusta betur á hvað maður var
að segja? - Að lokum óska ég hinum ungu skipuleggjendum
höfuðborgarsvæðisins góðs gengis við að koma fram með lausnir
að stærstu vandamálum svæðisins, sem ekki síst, nú eins og þá,
tengjast stofnbrautakerfinu og flugvellinum.
§'f-W
EKKIINNIIMYNDINNI...
Flöskur
skiljum við aldrei eftir úti í
náttúrunni, brotnar eða heilar. Þær eru
hættulegar dýrum og mönnum.
sSB WBki o
Sígarettustubbar Dósir eyðast á óralöngum tíma í
eyðast ekki í náttúrunni. náttúrunni. Tóma dós er létt að
Þess vegna hirðum við þá alltaf upp eftir bera með sér til baka og koma í
okkur og komum þeim í lóg með öðru sorpi. endurvinnslu.
AÐ GANGA SVONAILLA UM LANDIÐ OKKAR
AFV?
22