Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 32

Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 32
... UPP I VINDINN Tímamót í þróun byggóar Inngangur Á mótum tveggja alda og árþúsunda stendur höfuðborgarsvæðið á tímamót- um. Hafin er vinna við fyrsta svæð- isskipulagið samkvæmt nýjum skipulags- lögum og er stefnt að því að ljúka þeirri vinnu árið 2000. Pá verður til forsögn að endurskoðun aðalskipulags í öllum átta sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Petta skipulagsverk mun móta byggða- þróun næstu áratugi og áhrifa þess mun vafalaust gæta langt fram eftir næstu öld. Það mun stýra fjárfestingum í samgöng- um og veitum. Pað mun ráða staðarvali íbúða- og atvinnusvæða, útivistar og mið- borgarsvæða og hafa þannig bein og óbein áhrif á ráðstöfun hundruð ef ekki þús- unda milljarða króna. Það getur haft veruleg áhrif á daglegt líf, afkomu, við- horf og menningu höfuðborgarbúa á næstu öld. Um aldamótin 2000 er höfuðborgar- svæðið í vanda sem birtist í útþynntri byggð, splundraðri miðborgarstarfsemi, versnandi almenningssamgöngum, víta- hring einkabílanotkunar, versnandi á- standi umhverfismála og hnignun mið- borgarsvæðis höfuðborgarinnar. Orsakir vandans eru grandvaraleysi í skipulags- málum og vanræksla á stefnumótun í þró- un byggðar til langs tíma. Frá myndun þéttbýlis á i8. öld var byggðarþróun Reykjavíkur í jafnvægi og miðbærinn í samræmi við þarfir á hverj- um tíma. Fólksfjölgun varð ör í byrjun 20. aldar en þá voru íbúar 5.600 en 38 þúsund árið 1940. Margt fór úrskeiðis í skipulagi á þessum tíma, en á fyrri hluta 20. aldar voru þó settar fram áhugaverðar skipulagshugmyndir, sem gefa til kynna að Reykjavík hefði getað þróast úr kraft- miklurn bæ í heilbrigða borg. Brábabirgbaflugvöllur En með hernámi Breta 1940 og bygg- ingu flugvallar í Vatnsmýri urðu þáttaskil. Byggð tók að þróast hratt og óskipulega til austurs. Hvert hverfið af öðru reis í Reykjavík án þess að fullnægjandi sam- göngukerfi næði að mótast og víða varð eftir mikið ónotað land. Um svipað leyti hófst myndun þéttbýlis í Mosfellsbæ, á Örn Sigurbsson arkitekt Fæddur í Reykjavík 9. júní 1942. Stúdents- próf frá Mennta- skólanum í Reykjavík, stærbfræðideild. Nám í byggingarlist við Strath-Clyde University í Clasgow 1962-1963 og Technische Universitát C.W. í Braunschweig 1966-1972. Störf á arki- tektastofum í Þýskalandi til 1975 og á teiknistofunni Carðastræti 17 til 1979. Rekstur eigin arkitektastofu frá 1980. Seltjarnarnesi, í Kópavogi, Garðabæ og Bessastaðahreppi, en fram að síðari heimsstyrjöld voru Reykjavík og Hafnar- fjörður einu þéttbýlisstaðirnir á þessu svæði. Nú nær nokkuð samfelld byggð frá nyrðri mörkum Mosfellsbæjar suður fyrir Hafnarfjörð og í austri að heiðarlöndum og vatnasvæðum. í aðalskipulagi Reykjavíkur til 2016 er gert ráð fyrir að byggilegt land í Reykjavík verði fullnýtt á skipulagstímabilinu og auk þess er talið að allt byggilegt land innan marka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu verði uppurið fyrir árið 2030 með óbreyttu ráðslagi við skipulag og nýtingu lands. Mest öll byggð höfuðborgarsvæðisins væri líklega á Seltjarnarnesi vestan Elliða- áa ef ekkert óvænt hefði dunið yfir. En reyndin varð önnur. Flugvöllurinn í Vatnsmýri gengur djúpt inn í borgina á viðkvæmasta stað líkt og öxi stríðsmanns og nær yfir rúmlega helming nessins. Svæði innan flugvallargirðingar er 142 ha og ámóta svæði utan hennar nýtist illa vegna nálægðar. Flugvöllurinn er sá fleyg- ur sem endanlega klauf Kópavog frá Sel- tjarnarneshreppi 1948 og leiddi til upp- byggingar þriggja sveitarfélaga á litlu svæði. Flugvöllurinn hindrar uppbyggingu stofnbrautakerfis vestur nesið og tekur upp mikilvægasta byggingarland höfuð- borgarsvæðisins. Mikil slysahætta, há- vaða-, sjón- og loftmengun rýra gildi mið- borgarsvæðisins og íbúða- og útivistar- svæða í vesturborginni og í Kópavogi, og stuðla almennt að hnignun þessara svæða. í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er ákveðið að Reykjavíkurflugvöllur verði miðstöð fyrir áætlunarflug innanlands á skipulagstímabilinu. Borgaryfirvöld gera ráð fyrir að allt annað flug fari af vellin- um: kennslu-, æfinga- og einkaflug fái að- stöðu á nýjum flugvelli í nágrenni höfuð- borgarinnar en öðru flugi verði beint til Keflavíkur. Megintilgangurinn með þessari ákvörð- un er að draga úr flugumferð um völlinn og minnka þannig óþægindi og áhættu sem fylgir flugstarfsemi í þéttbýli en tryggja um leið greiðar áætlunarflugsam- göngur milli landsbyggðar og höfuðborg- arsvæðis á skipulagstímabilinu. Núverandi Reykjavíkurflugvöllur var byggður sem bráðabirgðavöllur af her- námsliði Breta og tekinn í notkun í árslok 1941. Völlurinn var látinn „fljóta" sem kallað er, þannig að um 40-70 sm þykkt lag af rauðamöl var lagt á mýrar og tún sem fyrir voru og ofan á malarlagið var sett 15-20 sm þykkt steinsteypt yfir- borðslag. Varanlegur flugvöllur Nú standa fyrir dyrum framkvæmdir í Vatnsmýri á vegum Flugmálastjórnar, sem byggjast munu á því að bráðabirgða- völlurinn verður fjarlægður. Grafið verð- ur niður á fast berg og allt að 6 m djúpur mýrarjarðvegur fjarlægður. Síðan verður fyllt undir nýjar brautir og flughlöð með berandi fyllingarefnum, komið fyrir jöfn- unarlögum og loks lagt tnalbik. Um er að ræða byggingu nýs og varan- legs flugvallar í miðborg Reykjavíkur, sem verður miklu rammbyggðari og afkasta- meiri en núverandi bráðabirgðavöllur, sem dugað hefur í tæp 60 ár. Þessi nýi flugvöllur verður byggður með svipuðu sniði og á sama stað og núverandi völlur því þótt stefnur brauta séu ekki eins og best verður á kosið miðað við vindrós svæðisins leyfa flugvallarbyggingar og aðliggjandi borgarbyggð enga stefnu- breytingu né breiðari brautir rniðað við núverandi bráðabirgðaflugvöll. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.