Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 41

Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 41
UM SKIPULAG FLUGVALLA kemur í lögum þeim, sem nefnd hafa verið. Víða erlendis eru slíkar áætlanir af hálfu stjórnvalda fyrir hendi og reglulega end- urskoðaðar. Til dæmis eru í Bandaríkjunum áætlanir til tíu ára, sem eru endurskoðaðar á tveggja ára fresti. Vonandi er að sam- ræmd samgönguáætlun verði einhvern tímann að vinnuplaggi, sem má treysta til sæmilega langs tíma. Það virðist að minnsta kosti vera að umhverfisráðuneytið láti sig samgönguskipulag nokkru skipta ef marka má heimasíðu ráðuneytisins um sjálf- bæra þróun. Þar segir um samgönguskipulag í plaggi, sem nefn- ist Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Framkvœmdaáætlun til aldamóta: Samgönguskipulag Samgönguráðherra skipi starfshóp, að höfðu samráði við um- hverfisráðherra og iðnaðarráðherra, til að leggja grunn að heild- stæðu skipulagi samgangna í landinu m.t.t. umhverfis- og orku- mála. Starfshópnum verður falið að stuðla að stórefldri fræðslu til að draga úr sóun eldsneytis og bæta nýtingu ökutœkja. Starfshóp- urinn láti gera könnun á hagkvæmni og eldsneytisnotkun mismun- andi samgöngumáta með það að markmiði að efla þjóðhagslega hagkvæma, lítt mengandi og eldsneytissparandi samgöngumáta. Stjómvöld, í samvinnu við hlutaðeigandi stofnanir og aðra aðila, gangist fyrir rannsóknum á hagkvæmni mismunandi samgöngu- kerfa með tilliti til þess að náfram markmiðum um að draga úr nei- kvæðum umhverfisáhrifum. Stjómvöld móti og framfylgi stefnu um aðlögun framkvæmdaá- ætlana að niðurstöðum hagkvæmnirannsókna. Samgöngur í lofti Stjómvöld, í samvinnu við Flugmálastjóm, flugrekendur og eftir því sem við á aðrar stofnanir, félög og samtök: • Móti stefnu um uppbyggingu og rekstur flugvalla m.t.t. niður- staðna hagkvæmnirannsókna og endurskoði á þeim gmndvelli flugmálaáætlun sem gerð er skv. 1. kafla laga nr. 31/1987. • Ttyggi að þess sé gætt að skipulag mannvirkja sé í sem bestu sam- ræmi við aðliggjandi vegi og nálæga byggð, þannig að leiðir að °g frá flugvelli ogflugstöð séu sem skemmstar og greiðastar um leið og þess er gœtt að hávaði frá flugumferð sé í lágmarki í byggð. • Setji reglur - eftir því sem við á til viðbótar við núgildandi reglur og í samræmi við staðla alþjóðlegra stofnana sem ísland á aðild að, þ.á.m. Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) - sem tak- marki umhverfisáhrif frá flugumferð, þ.m.t. loftmengun og há- vaðamengun, og um notkun og efnasamsetningu ís- og hálkueyð- andi efna áflugbrautum ogflugvélum að teknu fullu tillití til ör- yggisstaðla. Það er því augljóst að umhverfisráðuneytið hefur töluverðan metnað í gerð heildstæðrar samgönguáætlunar hvað svo sem úr kann að verða. Aðalskipulag - deiliskipulag Þegar flugvöllurinn var í upphafi byggður í Vatnsmýrinni var að vísu skipulag til staðar. Að minnsta kosti var til skipulagshug- mynd, sem e.t.v. var ekki formleg samþykkt fyrir, en var engu að síður komin á blað. Þetta skipulag var gert árið 1937 og sýndi fjögurra brauta flugvöll í grennd við það svæði, sem þangað til hafði verið notað sem lendingarstaður flugvéla í höfuðborginni. Árið 1940 var svo komið stríð og Bretar mættir til landsins með alvæpni og eitt þeirra fyrsta verk var að byggja flugvöll. Flugvöll- ur þessi hefur allar götur síðan verið í Vatnsmýrinni, ýmsum til þurfta en öðrum til ergelsis. Formlegt deiliskipulag fyrir flug- völlinn í Vatnsmýrinni var samþykkt fyrir u.þ.b. fimmtán árum, og enn lengur hefur flugvöllurinn verið inni á aðalskipulagi Reykjavíkur. Á samþykktu aðalskipulagi er gert ráð fyrir flug- velli í Vatnsmýrinni til a.m.k. ársins 2016. Næsta stig skipulagsvinnunnar á eftir flugmálaáætlun er á sviði aðalskipulags eða deiliskipulag eftir því sem við á. Hvað varðar Reykjavíkurflugvöll er málið bæði á aðalskipulagsstigi og síðan einnig á deiliskipulagsstigi. Að sjálfsögðu hefur staðsetn- ing flugvallarins mikil áhrif á aðalskipulagið og verði flugvöllur- inn fluttur úr Vatnsmýrinni verður mikið pláss til bygginga, sem aftur hefði mikil áhrif á byggðaþróun í Reykjavík og jafnframt umferðarskipulagið á höfuðborgarsvæðinu öllu. Samtök um betri byggð hafa bent á að á flugvallarsvæðinu mætti koma fyrir meira en tíu þúsund íbúa byggð; sumar spár þeirra gera ráð fyr- ir 20.000 manna byggð. Ekki er að efa að þetta getur staðist og þá er eftir að vinna verkið, sem allt of lengi hefur beðið: Fá svar við því hvort þetta sé fýsilegur kostur. Öll þau atriði sem gæta verður að þegar valinn er staður und- ir heilan flugvöll, jafnvel þó hann sé ekki ýkja stór á heimsmæli- kvarða, eru langt því frá könnuð. Dæmi um upptalningu atriða, sem kanna þarfvið flugvallarskipulag eru: Notendakannanir, far- þegaspár, hagrænar spár, fjármögnunaráætlun, hönnun mann- virkja til viðhalds og rekstrar, hönnun flugbrauta og hönnun frá- rennsliskerfa. Þá eru ótalin margs konar flugtæknileg atriði, svo sem athugun á hindrunum, athugun á ríkjandi vindáttum, könn- un á væntanlegu umhverfisálagi - fyrst og fremst hávaða -, at- hugun á ölduálagi ef mannvirkið er við sjó, lífríki bæði í sjó og á landi, öryggisþættir og svo mætti lengi telja. Meb Svæ&isskipulagi höfu&borgarsvæ&isins 1984-2004 birtist þessi mynd, sem sýnir á stílfær&an hátt hvernig stofnbrauta- kerfi höfu&borgarsvæ&isins gæti litib út. Þar er bent á a& í mótun er nýr þróunarás, þ.e. nor&austur-su&vestur ás í stab þess sem haf&i verib a& myndast meginhluta aldarinnar í aust- ur-vestur. Þá er einnig a& sjá á þessum uppdrætti a& ekki var heldur útilokab a& tengja saman Álftanes og Seltjarnarnes á fyllingum yfir Skerjafjörb og þar me& fá fram heildstæ&ara stofnbrautanet en nú er til sta&ar. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.