Upp í vindinn - 01.05.1999, Side 46
... UPP I VINDINN
Evrópuferb 3. ársnema
í umhverfis- og byggingarverkfræði vorið 1998
Árni Kristjánsson, Hugrún Hjálmarsdóttir, Hrund Skarphé&ins-
dóttir, Pálína Gísladóttir, Steinar Ingimar Halldórsson.
Me& í för var prófessor Júlíus Sólnes og eiginkona hans.
19. maí
Ferðin hófst eins og vera ber á ferð til Keflavíkur. Par keypt-
um við gjafir og annað nytsamlegt. Þegar við vorum komin út í
flugvél þá var vélin biluð og þar af leiðandi seinkun. Seinkunin
var þó ekki löng og komumst við að endingu til Kaupmanna-
hafnar.
20. maí
Vorum árrisul enda fyrsti dagurinn þrælskipulagður. Byrj-
uðum á að skoða verksmiðju PIHL þar sem einingar fyrir göng
undir Eyrarsund eru framleiddar. Göngin rúma tvo lestarteina
og fjórar akgreinar. Einingunum er raðað nokkrum saman, þeim
komið á flot og svo sökkt á sínum stað úti á sund-
inu.Verksmiðjan var byggð einungis fyrir þessa einu framkvæmd
og verður hún fjarlægð að framkvæmdum loknum.
Eyrarsund. Hluti af steyptri einingu sem myndar botngöng
undir Eyrarsund.
Lá þá leiðin frá verksmiðjunni að göngunum sjálfum. Þar
fræddumst við heilmikið um umhverfisáhrif mannvirkisins
vegna saltstreymis í Kattegat.
Seinni hluta dags fór í skoðunarferð um DTU. Par tók á móti
okkur Dr. B. Muttu Suer í glæsilegri tilraunastofu í straumfræði.
Hann sýndi okkur tæki og tól og útskýrði virkni þeirra og til-
gang. Rannsóknir þær sem þar fara fram byggjast að mestu á lík-
anagerð, þar sem líkt er eftir ölduhreyfingum og strandmann-
virkjum.
21. maí
Vöknuðum og tókum til dótið okkar því nú átti að flytja sig
um set. Kalt í veðri og rigning en íslendingarnir létu það ekki
mikið á sig fá. Ekið var að Holskov þar sem framkvæmdir á brú
yfir Stórabeltið voru á lokastigi. Skoðað var safn við brúarsporð-
inn áður en stefnan var tekin til Pýskalands.
22. maí
Árla morguns var leiðinni haldið í Tækniháskóla Berlfnar þar
sem Jens Mittag verkfræðingur tók á móti okkur. Prof. Dr. Savi-
dis. kom og heilsaði upp á okkur en hann er prófessor í jarð-
tækni. Hann gaf okkur stutta lýsingu á skólakerfinu hjá þeim og
útskýrði aðferðir við grundun. Mittag fór svo með okkur þang-
að sem verið er að gera aðaljárnbrautarstöð í miðborg Berlínar,
en mikil vinna liggur í að sameina þau samgöngukerfi sem þró-
uðust á meðan borgin var skipt. Pað sem við skoðuðum sérstak-
lega var lausn á grunnvatnsvandamálum. Jarðvatnsyfirborð er
mjög hátt og því má ekki raska.
23. maí
Ákveðið hafði verið að nota þennan dag til að skoða borgina
frá sjónarhóli ferðamannsins. Dómkirkjan skoðuð og siglt á ánni
um Berlln og endað uppi í 300 m háum fjarskiptaturni.
24. maí
Við héldum hvíldardaginn að mestu heilagan en stálumst þó
til að kíkja í smá skoðunarferð til Potzdam, þar sem San suci
höllin og hennar fylgihallir og tehús eru.
25. maí
Vaknað í takt við hanagalið til að þurfa ekki að láta hinn aust-
ur-þýska Jens Mittag bíða lengi eftir okkur.
Mittag bjó í Austur-Þýsklandi fyrir sameiningu þýsku ríkjanna
og mátti sjá það á háttalagi hans því að hann var mjög löghlýð-
inn (-hræddur) og var sífellt að biðja okkur um að fara eftir öll-
um reglum í umferðinni.
Ætlunin var að eyða morgninum við að skoða Potzdamerplatz.
Farið var rakleiðis að upplýsingamiðstöðinni þar sem sögu fram-
kvæmdanna eru gerð skil.
Á Potzdamerplatz eru stórar fyrirtækjasamsteypur að reisa
Framkvæmdir vi& samgöngumannvirki í djúpri þurrkví (dry
dock). Lengst til hægri er Austur-Þjó&verjinn Jens Mittag.
46