Upp í vindinn - 01.05.1999, Page 53
MISLÆG GATNAMOT MIKLUBRAUTAR OG SKEIÐARVOGS
að steypa saman yfirbygginguna, nyrðri
endastöpul og miðstöpulinn og mynda
þar stíf horn. Yfirbyggingin hvílir hins
vegar á gúmmílegum á syðri endastöpli.
Brúarplatan er mjög misþykk vegna lög-
unar neðri brúnar. Er hún 900 mm þykk í
miðju þar sem hún er þykkust en þynnist
út til hliðanna. Yfir miðstöpli er þykking
og er rnesta þykkt þar 1200 mm. Myndir 8
og 9 sýna þversnið og langsnið í brúna.
Brúin er hönnuð fyrir álagslestir skv.
nýlegum Evrópustaðli um álag á brýr, FS
ENV 1991-3:1995, en Evrópustaðlar eru
einnig notaðir við alla hönnun brúarinn-
ar. Álagið er sett saman úr jafndreifðu
flatarálagi og stökum kröftum frá þungu
ökutæki. Er það allmiklu meira álag en
brýr hafa verið hannaðar fyrir hér á landi
til skamms tíma.
Brúin er eftirspennt í langátt, en engir
kaplar eru þvert á brú. Hún er hlutspennt,
þ.e. að ekki er spennt upp fyrir öllu álagi
á brúna þannig að steypan verði tog-
spennulaus í notástandi. Er spennt upp
fyrir eiginþunga, 40% af jafndreifðum
umferðarþunga og 75% af álagi frá þungu
ökutæki.
Vegna hitabreytinga í yfirbyggingu brú-
arinnar svo og vegna skriðs og rýrnunar í
steypunni þarf að hafa þenslurauf við
brúarendann að sunnan til að taka upp
mismunahreyfingar milli plötunnar og
stöpulsins. Þar sem yfirbyggingin nær út
fyrir stöpulinn á báðum hliðum verða
þensluraufarnar í raun tvær, ein á hvorri
hlið brúarinnar, en þar á milli er platan
látin spyrna beint í fyllinguna við endann.
Þensluraufar eru ekki hafðar i yfirborði
akbrautar eins og venja er, heldur eru þær
niðri í fyllingunni og gengur slitlagið
óslitið af fyllingunni og inn á brúna. Þetta
minnkar allt viðhald á þensluraufinni.
Brúin er grunduð á þjappaðri fyllingu.
Grafið er niður á burðarhæfan botn sem
undir stöplunum er móhella eða jökul-
ruðningur og skipt um jarðveg. Dýpi á
burðarhæfan botn er mest að norðan eða
milli 4 og 4,5 m en grynnist til suðurs og
er um 3 m undir syðri endastöpli.
6.0 Lýsing framkvæmdar og
tímaáætlun
Framkvæmdinni var skipt í tvo hluta og
hófst fyrri hlutinn í október 1998 á því að
gerður var bráðabirgðavegur frá Suður-
landsbraut að Miklubraut austan við
Mörkina. Tengingin við Miklubraut er
með ljósastýrðum gatnamótum svipuðum
þeim og verið höfðu á gatnamótunum
áður en framkvæmdir hófust. Umferð
þvert yfir Miklubraut er þó ekki möguleg
á ljósunum. Á sama tírna hófst vinna við
undirgöng fyrir göngustíg undir NA-
slaufu og NA-rampa ásamt gerð fyllinga á
því svæði. Þessum fyrri hluta lauk í janú-
ar 1999.
í febrúar 1999 hófst seinni hluti fram-
kvæmdanna með byggingu mislægu
gatnamótanna sjálfra. Þá var Skeiðarvogi
lokað og umferðin flutt yfir á bráða-
birgðaveginn. í byrjun maí verða SV-
rampi og SV-slaufa tekin í notkun fyrir
umferð af Réttarholtsvegi og í framhaldi
af því fer brúarsmíðin af stað af fullum
þunga. Meðan á brúarbyggingunni stend-
ur verða báðar akbrautir Miklubrautar
þrengdar í tvær akreinar við brúnna og
umferð hárra bíla takmörkuð við 4,0 m.
Vegna þessa verður komið upp sérstökum
viðvörunarbúnaði fyrir háa bíla á báðum
akbrautum Miklubrautar og á SV-rampa.
Reiknað er með að gatnamótin verði opn-
uð fyrir umferð í byrjun september 1999.
Eftir það verður unnið að upptöku bráða-
birgðatenginga og ýmsum frágangi utan
vega, og þann 1. nóvember 1999 verður
öllum þáttum verksins lokið. Mikill um-
ferðarþungi er á þessum gatnamótum og
því var lögð töluverð vinna í að skipu-
leggja hvern áfanga verksins í seinni hluta
framkvæmdanna til að minnka tafir og
óþægindi vegfarenda. Þó verður aldrei hjá
því komist að vegfarendur verði fyrir ein-
hverjum tímabundnum óþægindum í svo
viðamikilli framkvæmd.
7.0 Magntölur og kostnaður
Helstu magntölur og kostnaðratölur
eru eftirfarandi:
Helstu magntölur gatna:
Skering í laus jarblög 58.400 m3
Fláafleygar og hljóbmanir 42.600 m3
Fylling og nebra burbarlag 88.400 m3
Efra burbarlag 4.800 m3
Malbik 45.400 m2
Helstu magntölur brúar:
Mót sökkla og stöpla 1817 m2
Mót yfirbyggingar 1915 m2
Járnalögn 168.000 kg
Spennistál 45.100 kg
Steinsteypa 2.020 m3
Kostnaðaráætlun:
Götur og önnur jarbvinna 253 millj. kr.
Brú yfir Miklubraut 155 millj. kr.
Stobveggur í slaufu ab subvestan 8 millj. kr.
Undirgöng undir slaufu
ab norbaustan 1 3 millj. kr.
Brábabirgbatengingar 23 millj.kr.
Heildar framkvæmdarkostnabur 452 millj. kr.
8.0 Aðilar málsins
Margir aðilar komu að hönnun verksins
og framkvæmd, þeir helstu eru eftirtaldir:
Hönnun
Verkkaupi: Reykjavíkurborg og Vegagerðin.
Aðalhönnuður: Línuhönnun hf.
Útlit steyplra mannvirkja: Studio Granda.
Landmótun: Landslagsarkitektar sf.
Mat á umhverfisáhrifum: Línuhönnun hf.
Hljóðvist: Línuhönnun hf. og Heilbrigðis-
eftirlit Reykjavíkur.
Loftmengun: Vatnaskil hf.
Lýsing: Orkuveita Reykjavikur.
Framkvæmd
Bráðabirgðatenging og undirgöng:
Aðalverktaki: Arnar Kristjánsson ehf.
Mislæg gatnamót:
Aðalverktakakar: Völur hf. og Sveinbjörn
Sigursson hf.
Eftirlit: Fjölhönnun hf.
53