Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 53

Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 53
MISLÆG GATNAMOT MIKLUBRAUTAR OG SKEIÐARVOGS að steypa saman yfirbygginguna, nyrðri endastöpul og miðstöpulinn og mynda þar stíf horn. Yfirbyggingin hvílir hins vegar á gúmmílegum á syðri endastöpli. Brúarplatan er mjög misþykk vegna lög- unar neðri brúnar. Er hún 900 mm þykk í miðju þar sem hún er þykkust en þynnist út til hliðanna. Yfir miðstöpli er þykking og er rnesta þykkt þar 1200 mm. Myndir 8 og 9 sýna þversnið og langsnið í brúna. Brúin er hönnuð fyrir álagslestir skv. nýlegum Evrópustaðli um álag á brýr, FS ENV 1991-3:1995, en Evrópustaðlar eru einnig notaðir við alla hönnun brúarinn- ar. Álagið er sett saman úr jafndreifðu flatarálagi og stökum kröftum frá þungu ökutæki. Er það allmiklu meira álag en brýr hafa verið hannaðar fyrir hér á landi til skamms tíma. Brúin er eftirspennt í langátt, en engir kaplar eru þvert á brú. Hún er hlutspennt, þ.e. að ekki er spennt upp fyrir öllu álagi á brúna þannig að steypan verði tog- spennulaus í notástandi. Er spennt upp fyrir eiginþunga, 40% af jafndreifðum umferðarþunga og 75% af álagi frá þungu ökutæki. Vegna hitabreytinga í yfirbyggingu brú- arinnar svo og vegna skriðs og rýrnunar í steypunni þarf að hafa þenslurauf við brúarendann að sunnan til að taka upp mismunahreyfingar milli plötunnar og stöpulsins. Þar sem yfirbyggingin nær út fyrir stöpulinn á báðum hliðum verða þensluraufarnar í raun tvær, ein á hvorri hlið brúarinnar, en þar á milli er platan látin spyrna beint í fyllinguna við endann. Þensluraufar eru ekki hafðar i yfirborði akbrautar eins og venja er, heldur eru þær niðri í fyllingunni og gengur slitlagið óslitið af fyllingunni og inn á brúna. Þetta minnkar allt viðhald á þensluraufinni. Brúin er grunduð á þjappaðri fyllingu. Grafið er niður á burðarhæfan botn sem undir stöplunum er móhella eða jökul- ruðningur og skipt um jarðveg. Dýpi á burðarhæfan botn er mest að norðan eða milli 4 og 4,5 m en grynnist til suðurs og er um 3 m undir syðri endastöpli. 6.0 Lýsing framkvæmdar og tímaáætlun Framkvæmdinni var skipt í tvo hluta og hófst fyrri hlutinn í október 1998 á því að gerður var bráðabirgðavegur frá Suður- landsbraut að Miklubraut austan við Mörkina. Tengingin við Miklubraut er með ljósastýrðum gatnamótum svipuðum þeim og verið höfðu á gatnamótunum áður en framkvæmdir hófust. Umferð þvert yfir Miklubraut er þó ekki möguleg á ljósunum. Á sama tírna hófst vinna við undirgöng fyrir göngustíg undir NA- slaufu og NA-rampa ásamt gerð fyllinga á því svæði. Þessum fyrri hluta lauk í janú- ar 1999. í febrúar 1999 hófst seinni hluti fram- kvæmdanna með byggingu mislægu gatnamótanna sjálfra. Þá var Skeiðarvogi lokað og umferðin flutt yfir á bráða- birgðaveginn. í byrjun maí verða SV- rampi og SV-slaufa tekin í notkun fyrir umferð af Réttarholtsvegi og í framhaldi af því fer brúarsmíðin af stað af fullum þunga. Meðan á brúarbyggingunni stend- ur verða báðar akbrautir Miklubrautar þrengdar í tvær akreinar við brúnna og umferð hárra bíla takmörkuð við 4,0 m. Vegna þessa verður komið upp sérstökum viðvörunarbúnaði fyrir háa bíla á báðum akbrautum Miklubrautar og á SV-rampa. Reiknað er með að gatnamótin verði opn- uð fyrir umferð í byrjun september 1999. Eftir það verður unnið að upptöku bráða- birgðatenginga og ýmsum frágangi utan vega, og þann 1. nóvember 1999 verður öllum þáttum verksins lokið. Mikill um- ferðarþungi er á þessum gatnamótum og því var lögð töluverð vinna í að skipu- leggja hvern áfanga verksins í seinni hluta framkvæmdanna til að minnka tafir og óþægindi vegfarenda. Þó verður aldrei hjá því komist að vegfarendur verði fyrir ein- hverjum tímabundnum óþægindum í svo viðamikilli framkvæmd. 7.0 Magntölur og kostnaður Helstu magntölur og kostnaðratölur eru eftirfarandi: Helstu magntölur gatna: Skering í laus jarblög 58.400 m3 Fláafleygar og hljóbmanir 42.600 m3 Fylling og nebra burbarlag 88.400 m3 Efra burbarlag 4.800 m3 Malbik 45.400 m2 Helstu magntölur brúar: Mót sökkla og stöpla 1817 m2 Mót yfirbyggingar 1915 m2 Járnalögn 168.000 kg Spennistál 45.100 kg Steinsteypa 2.020 m3 Kostnaðaráætlun: Götur og önnur jarbvinna 253 millj. kr. Brú yfir Miklubraut 155 millj. kr. Stobveggur í slaufu ab subvestan 8 millj. kr. Undirgöng undir slaufu ab norbaustan 1 3 millj. kr. Brábabirgbatengingar 23 millj.kr. Heildar framkvæmdarkostnabur 452 millj. kr. 8.0 Aðilar málsins Margir aðilar komu að hönnun verksins og framkvæmd, þeir helstu eru eftirtaldir: Hönnun Verkkaupi: Reykjavíkurborg og Vegagerðin. Aðalhönnuður: Línuhönnun hf. Útlit steyplra mannvirkja: Studio Granda. Landmótun: Landslagsarkitektar sf. Mat á umhverfisáhrifum: Línuhönnun hf. Hljóðvist: Línuhönnun hf. og Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur. Loftmengun: Vatnaskil hf. Lýsing: Orkuveita Reykjavikur. Framkvæmd Bráðabirgðatenging og undirgöng: Aðalverktaki: Arnar Kristjánsson ehf. Mislæg gatnamót: Aðalverktakakar: Völur hf. og Sveinbjörn Sigursson hf. Eftirlit: Fjölhönnun hf. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.