Upp í vindinn - 01.05.2005, Page 16

Upp í vindinn - 01.05.2005, Page 16
...upp í vindinn Mynd 13 - Göngubrú á Jökulsá í Lóni í byggingu. ingu turna og yfirbyggingar voru tveir vöru- bílar með krönum á staðnum og gekk öll vinna við reisinguna mjög vel. Brúarvinnu^ flokkur Vegagerðarinnar á Reyðarfirði und- ir stjórn Guðna Arthúrssonar reisti brúna. Erfiðara og tafsamara reyndist að byggja undirstöður brúarinnar og stafaði það helst af því að töluverðir vatnavextir voru í Jök- ulsá. Hegðun brúarinnar virðist vera með ágætum en sá sem gengur yfir „finnur" vel fyrir brúnni. Svörun brúarinnar gagnvart vindálagi er nokkur en hliðarstög dempa nokkuð sveiflur vegna vinds. Forvitnilegt verður að sjá hvernig brúin kemur undan fyrsta vetri í Lónsöræfum núna í vor. Mynd 12 - Göngubrú á Jökulsá í Lóni á um- hverfisdegi Vegagerðarinnar á Austurlandi þar sem starfsmenn Vegagerðarinnar unnu við frágang í kringum brúarstæði. (Ljós- mynd : Vegagerðin) 5.4 Framkvæmdin Öll hönnun brúarinnar tók mið að því að gera framkvæmdina sem auðveldasta og að ekki þyrfti stór og dýr tæki sem ættu jafnvel erfitt með að komast á staðinn. All- ar samsetningar í stálvirkjum brúarinnar í undirstöðum, turnum og brúardekki eru boltaðar. Stærð og þyngd einstakra eininga voru hafðar þannig að vörubílskranar á svæðinu gætu komið þeim upp. Við reis- 6 Ferðafélag íslands Ferðafélag íslands hefur staðið að smíði fjölmargra göngubrúa á hálendinu. Nokkuð önnur viðmið eru varðandi slíkar brýr en göngubrýr í þéttbýli sem fjallað er um hér framar. Dæmi um slíka brú er brú á Fúlukvísl við Þverbrekknamúla sem sést á mynd 15. Þar hafði staðið brú í yfir 15 ár sem fór í jakahlaupi árið 2004. Síðastliðið haust var sett bráðabirgðabrú í staðinn sem sést á myndinni en núna í sumar er fyrirhugað að ný brú komi mun hærra eða þar sem mennirnar á mynd 16 standa. Brúin er 18 m löng og þarf að vera létt til að auðvelt sé að koma henni upp án þess að stór tæki þurfi til. Brýr sem þessar verða að vera ódýrar Mynd 14 - Göngubrú á Jökulsá í Lóni í kygS'nSu en jafnframt öruggar og því gilda önnur viðmið um handrið og hegðun undan álagi heldur en fyrir brýr yfir stofnbrautir á höf- uðborgarsvæðinu. 7 Að lokum Hér hefur verið fjallað um nokkrar nýlegar göngubrýr á íslandi. Eins og lesa má af þessari umfjöllun er staðsetning og um- hverfi þeirra mjög ólíkt og því eðlilegt að ekki séu gerðar sömu kröfur alls staðar. Það á bæði við um handrið og burðarvirki. Engar reglur eru í gildi um útfærslur á handriðum á göngubrúm á íslandi. Á höf- uðborgarsvæðinu hefur verið miðað við að fyrir brýr með hjólaumferð sé hæð hand- riða 1,40 m. Fyrir göngubrýr á stofnbraut- um hefur þéttleiki milli lóðréttra pósta tek- ið mið af kröfum byggingarreglugerðar fyr- ir svalahandrið sem hefur í för með sér að ekki má vera meira bil en 10 cm. Mikilvægt er því að hönnuðir taki mið af aðstæðum og meti hvað teljist skynsamlegt hverju sinni. Fjölmargir aðilar hafa komið að hönn- un og byggingu þeirra göngubrúa sem fjall- að er um hér. Brúadeild Vegagerðarinnar vann með Línuhönnun að hönnun göngu- brúar á Jökulsá í Lóni og þá hafa arkitektar hjá Studio Granda verið arkitektar göngu- 16

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.