Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 23

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 23
...upp í vindinn 67’ N - 63'N 65' N: — ! 64'N >6.5 6.0-6.5 5.5-6.0 <5.5 Mynd 3: Stærðir jarðskjálfta sem framkalla hröðunarhágildi á 475 ára fresti 67 N 65 N 64‘ N 63 N WM <10km WM 10-20km 20-50km ■1 50-1 OOkm >100km 90'W 1R’W Mynd 4: Upptakasvæði jarðskjálfta, sem framkalla hágildi hröðunar á 475 ára fresti sem gefur eftirfarandi niðurstöðu FA(a)=P[max,kM(tk)>a]=^-'Z Uj 7=1 þar sem N vísar til heildarfjölda þeirra jarð- skjálfta í listanum sem notaðir voru. í sam- ræmi við ákvæði Eurocode 8 voru svo vik- tölur fyrir topphröðunina ap dregnar út úr hröðunargildunum svarandi til þess að 10% líkindi væru á meiri hröðun á 50 ára tímabili sem samsvarar 475 ára endur- komutíma hröðunarinnar ap. Á mynd 2 er svo kort sem sýnir væntanleg 475 ára hröðunargildi fyrir allt landið. Þannig hafa jarðskjálftaáhættusvæði landins verið skil- greind í samræmi við bestu fáanlegar upp- lýsingar. Sundurgreining jarðskjálftaáhættukortsins Jarðskjálftastaðlar hafa yfirleitt verið byggð- ir á statískum aðferðum þar sem sveiflu- kenndu jarðskjálftaálagi er breytt í jafngilda statíska krafta. í Eurocode 8 eru gerðar meiri kröfur um sveiflugreiningu í vissum tilvikum, sérstaklega ef um háar og óreglu- legar byggingar er að ræða. Þótt oft sé hægt að notast við einfalda sveiflugrein- ingu með jarðskjálftarófi Eurocode 8, er í vissum tilvikum nauðsynlegt að nota fulla sveiflugreiningu með tímaröðum hröðun- ar. Slíkar tímaraðir þurfa að líkja eftir raun- verulegum jarðskjálftahröðunarmælingum og hafa helstu eiginleika þeirra, t.d. tíðni- innihald og rófgerð, allt eftir aðstæðum á hverjum stað. Hvorki í þjóðarskjölum með Evrópu- staðlinum né í Eurocode 8 er að finna leið- | beiningar fyrir hermun á skjálftahröðunar- röðum aðrar en þær, að meðaltal rófa hermdu skjálftanna sé innan við 10% vik- mörk frá rófi Eurocode 8, sem er í sjálfu sér fremur hæpin krafa þar sem vart er hægt að gera ráð fyrir að samræmt jarðskjálfta- J sveifluróf sé eins fyrir alla Evrópu. Helstu J breytistærðir, sem stjórna hermun jarð- skjálftahröðunar, eru stærð jarðskjálftans (M) og fjarlægð frá hermunarstað til upp- taka skjálftans (D). Með svokallaðri „sund- urgreiningu" (e. De-aggregation) á áhættu- kortinu er hægt að búa til slíkar upplýsing- ar í formi stærðar- og fjarlægðarkorta. Með sundurgreiningu er átt við það ferli að rekja sig til baka frá hverjum hnútpunkti netsins til þess jarðskjálftaatburðar sem framkallar mestu hröðunina í hnútpunktinum. Með því að gera þetta fyrir hvern hnútpunkt er ' hægt að mynda svæði þeirra jarðskjálftaat- burða sem hafa sömu stærð og einnig svæði þeirra jarðskjálfta sem hafa sömu [ fjarlægð til viðkomandi hnútpunkts. Á mynd 3 er kort sem sýnir svæði jarð- skjálfta af sömu stærð sem framkalla há- gildi hröðunar í áhættukortinu. Þá er á mynd 4 kort sem sýnir svæði jarðskjálfta með sömu fjarlægðir til upptaka jarðskjálft- anna sem framkalla hröðunarhágildin. { Stærðarkortið á mynd 3 ber að túlka á þann veg að jarðskjálfti, sem hefur mest áhrif á tilteknum stað, hefur þá stærð sem sýnd er á sama stað. Notkun þessara korta er þá með þeim hætti að á tilteknum bygg- ! ingarstað er stærð jarðskjálftans, sem herma á, og fjarlægð hans frá byggingar- stað valin samkvæmt kortunum. Þetta get- ur stundum leitt til þess að tveir mismun- andi jarðskjálftaatburðir eru jafn líklegirfyr- ir byggingarstaðinn eins og t.d. á Reykjavík- ursvæðinu þar sem skjálftar frá vesturhluta Suðurlandsskjálftasvæðisins og eins frá Reykjanesskaga koma jafnt til greina. Niðurstöður Grundvallað á endurbættum jarðskjálfta- listum, sem einnig hafa verið framlengdir 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.