Upp í vindinn - 01.05.2005, Page 26

Upp í vindinn - 01.05.2005, Page 26
...upp í vindinn Bylting í steinsteyputækni Undanfarin ár hefur ný gerð af steinsteypu, svokölluð sjálfpakkandi steypa (Self Compact- ing Concrete (SCC)), orðið æ meira áberandi. SCC er steyputækni sem kom fram á sjónarsvið- ið í Japan í lok níunda áratugarins. Hugmyndin var að búa til steypu sem ekki þyrfti að pakka með titrun. Oft eru byggð mannvirki þar sem mjög erfitt eða jafnvel ómögulegt er að pakka steypu eins og til er ætlast með hefðbundnun aðferðum. Hugmyndin er því að búa til ferska steypu sem hefur áþekka eiginleika og vökvar. Steypa sem flæðir eins og vökvi getur fyllt erfið mót og loft sem lokast inni í mótunum á nokk- uð greiða leið út. Til þess að gera þessa hug- mynd að veruleika hefur ný tegund þjálniefna verið kynnt til sögunnar: Polycarboxylate þjálni- efni. Slík efni hafa þann eiginleika að auka fjar- lægð á milli fínefniskorna í steypunni með sér- stökum hætti. Þessi áhrif minnka skúfspennuna í steypunni á meðan hún flæðir og bæta þar með flæðieiginleika hennar. Gott eftirlit tryggir gæðin Steypuframleiðendur hafa öðlast umtalsverða Daði Þorbjörns- son er jarðfræðingur og vinnur hjá Steypu- stöáinni. reynslu á undanförnum tíu árum og þróun þjálniefna hefur haldið áfram. Framleiðsla SCC er vandasamari en framleiðsla hefðbundinnar steypu. Aðalástæðan fyrir því er sú að SCC er mjög viðkvæm fyrir öllum breytingum á þeim hráefnum sem notuð eru í hana. Örlítil breyting í kornastærðardreifingu eða vatnsinnihaldi fylli- efna geta haft mjög mikil áhrif á flæðieiginleika steypunnar. Mettivatn íslenskra fylliefna er gjarnan mjög hátt og því er mun erfiðara en ella að stýra vatnsinnihaldi steypunnar. Þar sem hráefni í steypuframleiðslu eru breytileg frá einum stað til annars og frá einum tíma til annars er ekki um að ræða að búa til staðlaða forskrift fyrir SCC. í hvert skipti þarf að taka mið af þeim hráefn- um sem í boði eru og af því hvernig á að nota steypuna. Þá þarf einnig að taka mið af þeim kröf- um sem gerðar eru til einstakra bygginga eða byggingahluta. Til að koma í veg fyr- ir vandamál og tryggja gæðin er nauðsynlegt að byggja upp öflugt innra eftirlit. Eins og áður er getið er framleiðsla SCC vandasöm og því er hver sending skoðuð vel. Mat á eiginleikum steypunnar fer fram með því að mæla flæði hennar úr hefðbundinni sig- málskeilu og með því að meta hvort aðskilnað- ur á sér stað. Við niðurlögn SCC er æskilegt að reyna að halda jöfnu flæði. Tafir geta orsakað sýnileg steypuskil. Þá er æskilegt að miða hraða niður- lagnarinnar við að innilokað loft hafi möguleika á að komast úr steypunni. Mikilvægt er að mót séu þétt svo að steypan renni ekki úr mótunum og hafa verður í huga að SCC skapar meiri þrýst- ing í mótum en hefðbundin steypa. Mismunandi eiginleikar Eiginleikar SCC (svo sem seigja) þurfa að ráðast af fyrirhugaðri notkun steypunnar. Sem dæmi má nefna að til notkunar í veggi er nauðsynlegt að mótstöðuafl steypunnar gegn aðskilnaði sé mikið til að koma í veg fyrir aðskilnað eftir fall í gegnum járnagrind. Sementsefjan á ekki að leka út um litlar rifur á mótunum og steypan á að renna auðveldlega undir glugga og þess háttar. í slíkum tilvikum er SCC með frekar mik- illi seigju heppilegur kostur. Þegar svona háttar til eru eiginleikar steypunnar til að jafna sig sjálf í raun aukaatriði. Ef seigja steypunnar er ekki nægileg er hætta á því að aðskilnaður eigi sér stað. Að auki eykst hættan á rýrnun. Reynslan sýnir okkur að mótaþrýstingur minnkar með seigari SCC sem lögð er með hæfilegum hraða. Plötusteypa þarf að hafa allt aðra eiginleika. Við niðurlögn í plötur er mest lagt upp úr því að lítið þurfi að hafa fyrir því að dreifa og pakka steypunni. í slíkum tilvikum er SCC með minni seigju heppilegur kostur. Slík steypa ætti að hafa eiginleika til að jafna sig nokkuð vel sjálf. Alltaf þarf þó að leggja í nokkra vinnu til að ná yfirborðsáferðinni góðri. En hver er ávinningurinn af þessari tækni? Þessi tækni auðveldar mönnum niðurlögn steypu til muna og gerir mönnum kleift að fylla mót sem erfitt getur reynst að fylla með hefð- bundinni steypu. Sem dæmi um nýja hönnun þar sem SCC var notuð má nefna Vísindamið- KOLLGATA arkitektúr - hönnun gránufélagsgötu 4,600 akureyri kollgata@simnet.is kollgata2@simnet.is 462-7881 - 862-7881 RT5 VERKFRÆÐISTOFA Grensásvegur 3 108 Reykjavík Sími 520 9900 Fax 520 9901 www.rts.is 26

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.