Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 34

Upp í vindinn - 01.05.2005, Blaðsíða 34
...upp í vindinn Straumfræðilegt líkan af yfir- falli við Kárahnjúkastíflu Yfirfall Hálslóns við Kárahnjúkastíflu er flókið straumfræðilegt mannvirki. Slík mannvirki eru yfirleitt hönnuð samkvæmt straumfræðilegum útreikningum og síðan er byggt líkan af mann- virkinu í smækkuðum kvarða til að sannreyna hegðun streymisins. Líkanið er einnig notað til að Ijúka straumfræðilegri hönnun mannvirkis- ins, þar sem ekki er hægt að reikna fræðilega öll atriðin í hegðun streymisins. Þetta á sér- staklega við þar sem streymið er óhefðbundið eins og við útfærslu stökks bununnar niður í gljúfrið. Líkanið af yfirfalli Kárahnjúkastíflu er eitt af nokkrum straumfræðilegum líkönum sem gerð hafa verið í tengslum við hönnun Kárahnjúkavirkjunar. Önnur líkön, sem þegar hafa verið byggð eða verið er að vinna við, eru tvö líkön af streymi um Jökulsárgöng, líkan af botnrás Kárahnjúkastíflu og líkan af inntaks- mannvirkjum við Ufsarlón (inntak í Jökulsár- göng). í þessari grein er stuttlega lýst líkani yf- irfalls Kárahnjúkastíflu og hvernig líkangerðin nýtist við hönnun mannvirkisins. Inngangur Landsvirkjun vinnur nú að byggingu Kára- hnjúkavirkjunar sem sjá mun álveri Fjarðaráls á Reyðarfirði fyrir orku. Hönnun virkjunarinnar er að mestu leyti í höndum KEJV, hóps fimm verk- fræðifyrirtækja, íslenskra og erlendra, sem VST leiðir. Straumfræðileg hönnun yfirfalls við Kára- hnjúkastíflu er í höndum sérfræðinga VST í samvinnu við Electrowatt í Sviss. í upphaflegri hönnun Kárahnjúkavirkjunar BSigurður M. Garðarsson er Háskóla íslands. Gunnar Guðni Tómasson er byggingarverk- fræðingur og abstoðarfram- kvæmdasfjóri VST. var gert ráð fyrir að yfirfall Hálslóns yrði á eystri hliðarstíflu lónsins, Desjarárstíflu. Vatnið hefði þá verið leitt niður Desjarárdal og sameinast núverandi farvegi Jökulsár á Dal neðan við Hafrahvammagljúfur. Þessi útfærsla er tiltölu- lega einföld tæknilega séð og þar með ódýr. Gallinn við hana voru hlutfallslega mikil um- hverfisáhrif þar sem vatninu hefði verið veitt niður dalinn með tilheyrandi áhrifum á núver- andi farveg Desjarár og á gróður umhverfis ána. Eitt af skilyrðum umhverfisráðherra, þegar úr- skurði Skipulagsstofnunar um mat á umhverfis- áhrifum virkjunarinnar var breytt, var að yfirfall- ið skyldi flutt yfir á Kárahnjúkastíflu og vatnið leitt í Hafrahvammagljúfur neðan Kárahnjúka- stíflu. Straumfræðistöð Tækniháskólans í Ziirich í Sviss (ETH) annast líkangerðina samkvæmt samningi við Landsvirkjun eftir útboð og fóru sér- fræðingar straum- fræðistöðvarinnar yfir hönnun yfirfallsins áður en það var byggt. Við ETH hefur verið gerður fjöldinn allur af straumfræði- legum líkönum í tengslum við fjöl- margar vatnsaflsvirkj- anir sem reistar voru í Sviss á síðustu öld, auk virkjana annars staðar í heiminum. Líkanið er byggt í mælikvarðanum 1:45, sem þýðir að í tilraunastofunni er hæð líkansins frá gljúfurbotni upp að vatnsborði Hálslóns rúmlega 4 m og lengd líkansins frá hliðarskurði niður að gljúfrinu um 15 m. Því er um talsvert mannvirki að ræða. Líkanið er kvarðað samkvæmt Froude tölu, sem þýðir t.d. að rennsli í líkaninu er háð sambandinu, Qm = (l/45)5/2QP, þar sem m vísar til rennslis í líkan- inu og p vísar til raunrennslis. Til að líkja eftir hönnunarflóði (1350 m3/s) renna því um 100 l/s af vatni um líkanið í tilraunastofunni og til að líkja eftir mesta mögulega rennsli (2250 m3/s) um 170 l/s. Almennt um yfirföll lóna Miðlunarlón eru mynduð sem hluti af vatnsafls- virkjun þegar rennsli til virkjunarinnar er ekki jafnt og miðla þarf vatni milli tímabila, t.d. inn- an árs. Þegar jökulár eru virkjaðar er megintil- gangur lónsins að miðla vatni frá sumri, þegar mesta rennsli er vegna jökulbráðar, yfir á vetur- inn þegar rennsli er mun minna. Lónin jafna einnig styttri sveiflur, t.d. dægursveiflur rennslis í jökulám sem geta verið umtalsverðar. Lónið er því notað til að geyma vatn frá einum tíma til annars, sem jafngildir geymslu á rafmagni, og er í raun eina leiðin til að geyma verulegt magn af rafmagni. Yfirföll eru nauðsynleg til að verja þær stífl- ur sem mynda lónið. Þegar lónið er fullt af vatni getur innrennsli í lónið hæglega orðið mun meira en rennsli til virkjunarinnar, t.d. vegna stórs úrkomuatburðar eða mikillar jökul- bráðar á vatnasviðinu. Við þær aðstæður mun hækka enn í lóninu og ef ekki væri til staðar yf- irfall til að hleypa þessu auka vatni úr lóninu myndi vatnsborðið hækka uns renna færi yfir stíflurnar sem þá gætu hugsanlega rofnað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Afkastageta yfir- falla ræðst því af eiginleikum vatnasviðsins, stærð hugsanlegra úrkomuatburða og hversu mikil miðlun er fólgin í lóninu en hún ræðst af flatarmáli lónsins við yfirfallshæðina. Straumfræðileg hegðun yfirfalls Háls- lóns Yfirfall Hálslóns skiptist í grófum dráttum í þrjá hluta, hliðarrennu, yfirfallsrennu og bunu eins og sýnt er á mynd 1. Mynd 2 sýnir síðan hvern- ig þessir hlutir voru byggðir í líkaninu en inn á Mynd 1: Yfirlitsmynd af yfirfallsmannvirkjum Hálslóns við Kára- hnjúkastíflu. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.