Upp í vindinn - 01.05.2005, Qupperneq 50
...upp í vindinn
Mynd 3: Sniðmynd sem sýnir helstu atriði í uppbyggingu settjarnar og dæmigerðan út-
rennslisbrunn.
tjörn en í allt tjarnarrýmið. Ein tjörnin er þó
það lítil að ekki var talin þörf á fortjörn.
Þar sem vatn fellur af svæðinu á mismun-
andi stöðum var ákveðið að hafa tvær for-
tjarnir sem báðar tengjast sömu aðaltjörn.
Utan við þetta tjarnarkerfi var síðan sett ein
tjörn sem hreinsar vatn frá hluta Vesturlands-
vegar og nærliggjandi götum. Ekki þótti hag-
kvæmt að leiða það vatn að hinum tjörnun-
um.
Þegar settjörnum er komið fyrir í kerfi sem
þegar er til staðar getur reynst vandi að kom-
ast hjá uppsöfnun vatns í lagnir ofan við tjarn-
irnar. Slík uppsöfnun er óheppileg vegna þess
að hætta er á að óhreinindi safnist frekar fyrir
þegar rennslishraðinn er lágur. Þetta vanda-
mál er til staðar við Sævarhöfðann þar sem
sjávarhæðin setur hæð tjarnanna skorður.
Lægsti punktur Sævarhöfðans er í kóta 3,4 m
á meðan sjávarhæð nær 2,8 m einu sinni á ári
að meðaltali. Því var óhjákvæmilegt að láta
vatn liggja í lögnum á nokkru svæði.
Vatn rennur inn í tjarnirnar um pípur sem
eru staðsettar um 0,2 m fyrir ofan botn. Tjarn-
irnar eru 1,5 m djúpar við þurrviðri og geta
mest orðið um 2,0 m djúpar. Þótt betri land-
nýting og hreinsun næðist með meira dýpi er
ekki talið rétt að hafa dýpið meira af öryggis-
ástæðum. Einnig yrði framkvæmdin erfið ef
botn tjarnanna væri mikið lægri vegna sjávar-
falla. Við innrennsli í tjarnirnar er lítil steypt
stétt til að varna rofi á botninum og þar er
einnig komið fyrir fyrirstöðum til að eyða orku
og rofmætti vatnsins. Vatnið dvelur í tjörnun-
um í vissan tíma sem er nauðsynlegur til að
hreinsunin nái að eiga sér stað. Við þann úr-
komuviðburð sem hönnunin miðast við er
dvalartíminn um 3 klukkustundir. Við minni
úrkomuviðburði er tíminn mun meiri og
hreinsunin betri.
Útrennsli úr tjörnunum er stjórnað með
temprun þannig að vatnsborð hækki og tjarn-
irnar nái að fanga rennslistoppa sem best. í
þessum tjörnum verður rennslið út mælt ná-
kvæmlega. Því var ákveðið að yfirfallið yrði
þríhyrnt og horn yfirfallsins valið með tilliti til
bestu temprunar. Hæð yfirfallsbrúnarinnar
má stilla því nýting alls mannvirkisins ræðst af
gerð yfirfallsins. I útrennslisbrunnum verður
komið fyrir rennslismælum sem mæla vatns-
hæðina og þannig má reikna út rennslið.
Við ákvörðun stærðar tjarnanna var höfð
hliðsjón af eftirfarandi formúlu:
, Ap = Ared • $
par sem
Aper flatarmál tjarnar við þurrviðri [m2],
Ared er minnkað afrennslissvæði [ha] og
(Þer stærðarstuðull sem valinn er með
tilliti til aðstæðna hverju sinni [m2/ha].
Gildi <Þ getur verið allt frá 80-250 m2/ha
en algengt er að notast sé við gildi á
bilinu 120-150 m2/ha.
Minnkað afrennslissvæði er fundið með
eftirfarandi hætti:
A,,d= X Ar%
þar sem
Aj er hluti af afrennslissvæðinu [ha] og
'l', er afrennslisstuðull fyrir svæði A, [ ].
Ef úrkoma er sérstaklega mikil á áhrifa-
svæði tjarnarinnar þarf að velja hærra
gildi fyrir <Þ.
Niðurstaðan varð sú að heildarflatarmál
tjarnanna allra verður 10.800 m2.
Gert er ráð fyrir að hreinsivirkni tjarnanna
verði vöktuð með því að koma fyrir sýnatöku-
búnaði bæði við innrennsli og útrennsli.
Þegar hreinsa þarf tjarnirnar þarf að
hleypa vatninu úr þeim. Þar sem tjarnirnar eru
staðsettar niðri við sjó er það vandasamara
verk en ella. Til að nægur tími fáist til að ná
upp seti af botninum þarf að velja tæmingu
réttan tíma með tilliti til flóða og fjöru þannig
að hæsta flóð á tímabilinu sé ekki hærra en
botn tjarnarinnar, því annars er hætta á upp-
drifi á þéttidúk tjarnanna.
Jarðtækni og framkvæmd
Tjarnirnar eru byggðar á svæði sem er gamalt
losunarsvæði fyrir jarðveg. Því er alls kyns efn-
is að vænta við framkvæmdina og engu að
treysta varðandi lekt og burðargetu efnisins.
Töluverðan uppgröft þarf að flytja af svæðinu
en leitast var við að koma sem mestu efni fyr-
ir á svæðinu með því að móta land í kringum
tjarnirnar.
Tjarnirnar eru þéttar með HDPE þéttidúk.
Skipt verður um jarðveg 0,4m undir botnþétt-
ingu til að jafna botninn og tryggja að vatn
standi ekki uppi í botni. Næst dúknum er efni
sem laust er við hvassar brúnir og stóra
steina. Ofan á dúknum er um 30 cm þykkt lag
af skeljasandi. Mynd 3 sýnir snið í útrás úr set-
tjörn.
Framkvæmdin litast nokkuð af nálægð-
inni við sjóinn. Útgrafinn botn tjarnanna er
það neðarlega að þar gætir flóðs og fjöru. Því
er aðeins unnt að vinna við botnþéttingu á
fjörum og gera þarf ráðstafanir til að halda
samskeytum þurrum fyrir suðu. Þar að auki er
framkvæmdartíminn fyrir botnþéttinguna í
styttra lagi eða um 120 dagar.
50