Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 10
Upp í vindinn
og umhverfisvísindadeild Háskóla íslands; Helga Þórhallsdóttir, Líkan fyrir
85%-hraða á tveggja akreina vegum; og Daði Hall, Hjólaleigukerfi í Reykjavík.
Nánari upplýsingar um verkefnin, leiðbeinendur og samstarfsaðila er að fin-
na á vefsíðu deildarinnar og þar má einnig finna tengla á margar ritgerðanna.
hi. is/umhverfis os busgingarverkfraedideild/meistaranemar
Einnig má finna ritgerðir á skemman.is
Nemendur deildarinnar taka þátt í ýmsum
öðrum verklegum æfingum í námi sínu, m.a. í
jarðtækni og umhverfisverkfræði.
Prófessor Rajesh Rupakhety sýnir óhrif jarðskjdlfta d
likan af hdrri byggingu d Hdskóladeginum. Nemendur i
umhverfis- og byggingarverkfrœði byggðu nokkur slik
likön sem prófuð voru. Fjölmargir gestir Hóskóladagsins
komu við og fylgdust með.
Verkleg kennsla
Verkleg kennsla er hluti margra námskeiða deildarinnar. Verkleg kennsla er allt
frá tilraunum gerðum í tilraunastofum, keppni nemanda í smíði brúa sem geta
tekið upp mikið álag rniðað við þyngd, mælingar í mörkinni á t.d. rennsli og
vatnsgæðum og kennslu á umfangsmikii forrit eins AutoCAD, Revit, og land-
fræðilega upplýsingakerfið ArcGIS.
Deildin rekur tilraunastofur í VR-III, tilraunahúsi verkfræðinnar. Þar er
viðamikil aðstaða til burðarþolsrannsókna og kennslu. Gera nemendur þar til-
raunir m.a. í straumfræði, burðarþolsfræði, jarðtækni og umhverfisverkfræði.
Síðustu ár hafa tæki verið endurnýjuð og ný keypt til að efla enn frekar kennslu
í verklegu námi deildarinnar.
Keypt hafa verið færanleg kennslutæki í burðarþolsfræði með stuðningi
Tækjakaupasjóðs Háskóla íslands sem
hægt er að nota í kennslustofum til að sýna
burðarþolseiginleika, t.d. brúa og bygginga.
Einnig hefur jarðskjálftahermir deildarinnar,
sem hefur 6 frelsisgráður, verið uppfærður með
nýjum hugbúnaði. Búnaðurinn var notaður
til að herma jarðskjálfta á Háskóladaginn
og sýna gestum áhrif jarðskjálfta. Einnig
voru keypti mjög léttir hröðunarmælar og
gagnaöflunartæki árið 2016. Þessi tæki nýtast
til að kanna hegðun burðarvirkja og má nýta
við kennslu og rannsóknir í burðarþolsfræði og
jarðskjálftaverkfræði.
10