Upp í vindinn - 01.05.2017, Side 11

Upp í vindinn - 01.05.2017, Side 11
Rannsóknir Rannsóknir deildarfólks snerta tjölmörg svið innan greinarinnar og eru un- nar í samstarfi við innlenda og erlenda fræðimenn, fyrirtæki og stofnanir. Rannsóknirnar eru styrktar af samkeppnissjóðum og tekur deildarfólk þátt í fjöl- da alþjóðlegra rannsóknarverkefna og leggja doktorsnemar fram drjúgan skerf af rannsóknarvinnunni. Sem dæmi um alþjóðleg rannsóknarverkefni má nefna að deildin tekur þátt í Norræna öndvegissetrinu NORDRESS (nordress.hi.is, Nordic Centre of Excellence on Resilience and Societal Security) styrkt af NordForsk; Evrópuverkefnunum KNOWRISK (Know your city, Reduce selSmic risK through non-structural elements); ENHANCE (Enhancing risk management partnerships for catastrophic natural disasters in Europe, enhanceproject.eu); AQUAVALENS (Protecting the health of Europeans by improving methods for the detection of pathogens in drinking water and water used in food preparation, aquavalens. org); og Aquaponics (Ihe EU Aquaponics Hub: Realising Sustainable Integrated Fish and Vegetable Production for the EU, www.aquaponics.is). Niðurstöður rannsóknanna eru birtar í alþjóðlegum vísindatímaritum og á innlendum vettvangi og má finna lista af greinum á vefsíðu deildarinnar (von. hi.is/ub) og á vefsíðum einstakra starfsmanna. GEORG rannsóknaklasinn, sem leiddur er af Sigurði Magnúsi Garðarssyni, prófessor, hélt ráðstefnu í lok nóvembers þar sem teknar voru saman rannsóknarniðurstöður verkefna sem unnin hafa verið af aðilum klasans. Ráðstefnan, GEORG Geothermal Workshop (#GGW2016), var vel sótt af íslen- skum og erlendum aðilum þar sem fjallað var um jarðvarma í þremur þemum: Upstream: Nature of the resource; Midstream: Harnessing and production; og Downstream: Diversified utilization. Efni frá ráðstefnunni er að finna á hei- masíðu klasans georg.cluster.is. Sem dæmi um rannsóknir deildarinnar þá eru Umhverfis- og byggingarv- erkfræðideild og Líf- og umhverfisvísindadeild nú að rannsaka líftíma örvera í grunnvatni á íslandi. Settir eru fagar í borholu í Kaldárbotnum sem er utan vatnsverndarsvæðis og Vatnsveita Hafnarfjarðar hefur útbúið fyrir verkefnið. Fagarnir er hættulausir en haga sér svipað og veirur og eru því mikið notaðir erlendis til að rannsaka líftíma örvera. í KNOWRISK Evrópuverkefninu, en íslenski hluti þess er leiddur af prófes- sor Rajesh Rupakhety, er unnið að því að fræða fólk, m.a. skólabörn, um jarðsk- jálfta og leiðir til að draga úr áhættu innan heimilisins. Nónari upplýsingar Nánari upplýsingar um rannsóknir í Umhverfis- og byggingarverkfræði er að flnna á heimasíðu deildarinnar, uon.hi.is/ub. Þar er einnig að finna upplýsingar um kennd námskeið í grunnnámi og framhaldsnámi sem og meistaraverkefni og doktorsverkefni sem hafa verið unnin síðustu ár við deildina.

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.