Upp í vindinn - 01.05.2017, Síða 17

Upp í vindinn - 01.05.2017, Síða 17
Sögulegt yfirlit stœkkunaraforma Búrfellsvirkjun var gangsett árið 1969. Uppsett afl stöðvarinnar er 270 MW, í'ram- leitt með 6 Francis hverflum, og var hún stærsta aflstöð landsins þar til Fljóts- dalsstöð var vígð árið 2007. Núverandi nýting rennslisorku við Búrfellsstöð er um 86% og er talið að um 410 GWst renni að jafnaði fram hjá stöðinni á ári hverju. Fyrstu áætlanir um stækkun Búrfellsvirkjunar til að hámarka nýtingu rennslis Þjórsár eru frá því um 1980. Til þess þótti fýsilegast að byggja nýtt stöðvarhús í Sámsstaðaklifi en sú staðsetning er áhugaverð í sögulegu samhengi þar sem þar hafði Títanfélagið lagt til byggingu fýrstu vatnsaflsvirkjunar á Þjórsársvæðinu árið 1915. Árið 1981 var byrjað á framkvæmdum vegna stækkunar með greftri frárennslisskurðarins með hjálp dælupramma. Sumrin 1981 til 1985, 1988 og 1989 voru fjarlægðir um 1,4 milljón m3 af lausum jarðefnum úr skurðstæðinu m.a. með því að fleyta vatni úr Bjarnalóni niður skurðinn. Að auki var fyrirhugað svæði fyrir vinnubúðir verktaka undirbúið og vegir og aðkomuvegur lagfærður. Á árunum 1990-1994 var unnið að frekari undirbúningi og hönnun og voru véla- og rafbúnaður fyrir virkjunina boðin út, en þá var rniðað við að virkjunin yrði 100 MW. Unnið var að útboðum á jarðvinnu og allri byggingarvinnu. Á þessum tíma var unnið að undirbúningi að stækkun álversins í Straumsvík og var stækkun Búrfellsstöðvar einn af þeim kostum sem til greina komu vegna orkuöflunar. Verkefnið var sett í biðstöðu árið 1994 og þess í stað ákveðið að fara í aflaukningu stöðvarinnar ásamt því að stækka Blöndulón og byggja 5. áfanga Kvíslaveitu vegna stækkunar álversins. Ástæða þess að hætt var við stækkun Búrfellsstöðvar er að þessi kostur var ekki talinn eins hagkvæmur á þeim tíma og ofangreindir kostir. EFTIR Ásbjörgu Kristinsdóttur Forstöðumaður á framkvœmdasviði hjá Landsvirkjun 1 ]..in[Isvirkjun Upphaf framkvœmda Árið 2013 ákvað Landsvirkjun að skoða á ný framkvæmdahugmyndir um stæk- kun Búrfellsvirkjunar um allt að 140 MW. Sú hugmynd var tilkynnt til Skipu- lagsstofnunar og var niðurstaða stofnunarinnar að framkvæmdin væri ekki lík- leg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Á hönnunarstigi voru undirbúnar tvær virkjunartilhagan- ir. Annars vegar að staðsetja stöðvarhúsið neðanjarðar og hins vegar ofanjarðar. Valkostirnir voru bornir saman og var niðurstaðan sú að tækni-, framkvæmdar- og kostnaðarlega teldust þeir jafngildir. Ákveðið var að velja neðanjarðarkostinn en umhverfisáhrif hans voru metin minni og rekstrarkostnaður áætlaður lægri. Hin nýja neðanjarðarvirkjun verður staðsett í Sámsstaðaklifi en vatn til stæk- kunar virkjunarinnar verður tekið úr inntakslóni núverandi Búrfellsvirkjunar (Bjarnalóni). Lónið er nú þegar til staðar og hluti af núverandi Búrfellsvirkjun, auk veitumannvirkja. Úr inntakslóni verður grafinn um 370 m langur aðrennslis- skurður fram undir brún Sámsstaðaklifs að stöðvarinntaki. Frá stöðvarinntaki fellur vatnið niður um 110 m löng fallgöng að stöðvarhúsi og þaðan er vatninu síðan veitt um 450 m löng frárennslisgöng út í 2,2 km langan frárennslisskurð sem leiðir það út í Fossá um 1 km neðan við núverandi stöð. Áformað er að uppsett afl nýrrar stöðvar verði 100 MW með einni vél en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. Með stækkun Búrfellsvirkjunar má auka orkugetu raforkukerfisins um allt að 300 GWst á ári. Kemur það til bæði vegna aukinnar nýtingar á rennsli og vegna minnkaðra fall- tapa í núverandi stöð þegar álag er fært af henni yflr á nýju stöðina.

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.