Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 18

Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 18
Upp í vindinn Tölvuteiknuð mynd afútliti svœðis í lok framkvœmdar Staða framkvœmda Framkvæmdir við stækkun Búrfellsvirkjunar hófust vorið 2016 og er áætlað að virkjunin verði tekin í notkun sumarið 2018. Hönnun virkjunarinnar er í ums jón Verkís, VA arkitektar sjá um arkitektarvinnu mannvirkja og Landark sér urn landslagsarkitektarvinnu. Byggingarframkvæmdir eru í höndum samstey - pufyrirtækis (joint venture) íslenskra Aðalverktaka, Marti Contractors og Mar- ti Tunnelbau. Verkeftirlit á staðnum er í höndum Landsvirkjunar en Mannvit kemur að eftirliti með byggingarframkvæmdum. Andritz Hydro framleiðir vél og rafbúnað og DSD-NOELL lokur og þrýstivatnspípu. Eins og gefur að skilja eru framkvæmdir viðamiklar. Á verkstað eru nú um 100 manns, en undir lok árs 2016 voru starfsmenn á framkvæmdasvæðinu 150 talsins og fer starfsmannaíjöldinn hæst upp í 200 undir lok þessa árs. Sem dæmi unr umfang framkvæmdanna má nefna að í byrjun mars fór fram flutningur á 620 tonna farmi með stálrörum með flutningabílum frá Þorlákshöfn að framkvæmdasvæðinu. Einingum fallpípunnar var skipað upp í Þorlákshöfn, eftir að hafa komið til íslands frá Hamborg með flutningsskipinu Filia Ariea. Ferðin tók um 7 daga, en áður höfðu stálpípurnar verið fluttar frá framleiðendum til Hamborgar á nokkrum vikum. Flutningurinn frá Þorlákshöfn að verkstað fór fram á fimm nóttum, þar sem um er að ræða alls 23 einingar. Einingarnar eru stálrör í fallpípu sem flytur vatn frá inntakslóni niður í vatnsvél. Hringlaga ein- ingarnar eru 22 talsins, rnesta þvermál um 5,5 m og flestar um 6 m langar. Þar að auki er breytistykki sem er um 7,5 m langt og er mesta þvermál þess um 5,7 m. Áætlað er að öll stálpípan verði komin á sinn stað og steypt inn í lok júlí og þá verður hún sandblásin og máluð að innan, en gera má ráð fyrir að það verk taki um tvo mánuði. 18

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.