Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 20

Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 20
Upp í vindinn Þvottaferli fyrir heimilisúrgang sem undirbúningur fyrir metanframleiðslu Rusl og þvottur? Hljómar undarlega ekki satt? Afhverju í ósköpunum ætti maður að vilja þvo rusl? Ég segi ykkur frá því hér rétt á eftir en fyrst smá kynning á mér. Ég heiti Börkur Smári Kristinsson og útskrifaðist sem umhverfisverkfræðingur frá ETH Zurich í Sviss í janúar 2017. Áður hafði ég klárað B.Sc. gráðu í umhverfis og byggingaverkfræði frá Háskóla íslands. Námið rnitt í Sviss sneri aðallega að úrgangsstjórnun, vistvænni kerfishön- nun og vatnsauðlindastjórnun. Eftir að hafa klárað nauðsynlegar einingar í áföngum, gert annarverkefni og farið í starfsnám úti þá bauðst mér að gera meis- taraverkefni á íslandi í samstarfl við SORPU og lítið frumkvöðlafyrirtæki á sviði umhverfisverkfræði, ReSource International (lítið fyrirtæki með stórt nafn, ég veit). Forsaga verkefnisins var sú að SORPA hafði á síðustu árum verið í viðræðum við erlenda aðila um hönnun og byggingu á gas- og jarðgerðarstöð sem myndi taka við öllum heimilisúrgangi af höfuðborgarsvæðinu, sem í dag er urðaður á urðunarsvæði SORPU á Álfsnesi. Samningar náðust svo við danskt fyrirtæki sem byggði sína hönnun á umræddu þvottaferli. EFTIR Börk Smára Kristinsson Umhverfisverkfrœðing Ferlið virkar sem sagt þannig að úrgangur (lífrænn, allavega að hluta til) er settur í loftþéttan geymi og honum lokað. Við hliðina á þessum geymi er stór tankur sem inniheldur svokallaðan meltivökva (e. digestate) sem er nokkurskonar sey- ra, uppfull af bakteríum sem geta umbreytt lífrænu efni í metangas (e. anaerobic bacteria). Þessum meltivökva er svo úðað yflr úrganginn í loftþétta geyminum þar sem hann seytlar í gegn og grípur með sér lífrænu efnin sem fyrirflnnast í úrganginum. Þegar vökvinn kemst niður á botn er honum safnað þar saman og dælt aftur yfir í tankinn þar sem bakteríurnar vinna sig í gegnum lífrænu efnin og mynda metangas (CH4) og koldíoxíð (C02). Þetta niðurbrotsferli er kallað loftfirrt niðurbrot (e. anaerobic digestion) og er þekkt úrgangsmeðhönd- lunaraðferð fyrir lífrænan úrgang. Ferlið er einnig náttúrulegt og er ástæða þess að kýr prumpa óheyrilegu magni af metani út í andrúmsloftið á hverjum degi með tilheyrandi áhrifum á loftslagið. En nóg um kýr, nú að verkefninu sjálfu! Mitt meistaraverkefni snerist um það að líkja eftir ferlinu sem var lýst hér að ofan nema í rniklu minni skala. Að auki þá fór engin metanframleiðsla fram heldur var ferlinu skipt í tvennt, annars vegar þvottaferli og hins vegar metan- gerðarferli. Tveir mánuðir fóru í að hanna, byggja og setja upp virka rannsóknas- tofu sem samanstóð af “þvottavél” úr ryðfríu stáli (1 m3 að rúmmáli), 15 lítra tankur þar sem hitastig, rafleiðni og sýrustig var vaktað í rauntíma og nýttist til að taka sýni úr “þvottaleginum”, og svo geymslutankur fyrir vökvann á milli þess sem honum var úðað yfir úrganginn. 20

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.