Upp í vindinn - 01.05.2017, Qupperneq 20

Upp í vindinn - 01.05.2017, Qupperneq 20
Upp í vindinn Þvottaferli fyrir heimilisúrgang sem undirbúningur fyrir metanframleiðslu Rusl og þvottur? Hljómar undarlega ekki satt? Afhverju í ósköpunum ætti maður að vilja þvo rusl? Ég segi ykkur frá því hér rétt á eftir en fyrst smá kynning á mér. Ég heiti Börkur Smári Kristinsson og útskrifaðist sem umhverfisverkfræðingur frá ETH Zurich í Sviss í janúar 2017. Áður hafði ég klárað B.Sc. gráðu í umhverfis og byggingaverkfræði frá Háskóla íslands. Námið rnitt í Sviss sneri aðallega að úrgangsstjórnun, vistvænni kerfishön- nun og vatnsauðlindastjórnun. Eftir að hafa klárað nauðsynlegar einingar í áföngum, gert annarverkefni og farið í starfsnám úti þá bauðst mér að gera meis- taraverkefni á íslandi í samstarfl við SORPU og lítið frumkvöðlafyrirtæki á sviði umhverfisverkfræði, ReSource International (lítið fyrirtæki með stórt nafn, ég veit). Forsaga verkefnisins var sú að SORPA hafði á síðustu árum verið í viðræðum við erlenda aðila um hönnun og byggingu á gas- og jarðgerðarstöð sem myndi taka við öllum heimilisúrgangi af höfuðborgarsvæðinu, sem í dag er urðaður á urðunarsvæði SORPU á Álfsnesi. Samningar náðust svo við danskt fyrirtæki sem byggði sína hönnun á umræddu þvottaferli. EFTIR Börk Smára Kristinsson Umhverfisverkfrœðing Ferlið virkar sem sagt þannig að úrgangur (lífrænn, allavega að hluta til) er settur í loftþéttan geymi og honum lokað. Við hliðina á þessum geymi er stór tankur sem inniheldur svokallaðan meltivökva (e. digestate) sem er nokkurskonar sey- ra, uppfull af bakteríum sem geta umbreytt lífrænu efni í metangas (e. anaerobic bacteria). Þessum meltivökva er svo úðað yflr úrganginn í loftþétta geyminum þar sem hann seytlar í gegn og grípur með sér lífrænu efnin sem fyrirflnnast í úrganginum. Þegar vökvinn kemst niður á botn er honum safnað þar saman og dælt aftur yfir í tankinn þar sem bakteríurnar vinna sig í gegnum lífrænu efnin og mynda metangas (CH4) og koldíoxíð (C02). Þetta niðurbrotsferli er kallað loftfirrt niðurbrot (e. anaerobic digestion) og er þekkt úrgangsmeðhönd- lunaraðferð fyrir lífrænan úrgang. Ferlið er einnig náttúrulegt og er ástæða þess að kýr prumpa óheyrilegu magni af metani út í andrúmsloftið á hverjum degi með tilheyrandi áhrifum á loftslagið. En nóg um kýr, nú að verkefninu sjálfu! Mitt meistaraverkefni snerist um það að líkja eftir ferlinu sem var lýst hér að ofan nema í rniklu minni skala. Að auki þá fór engin metanframleiðsla fram heldur var ferlinu skipt í tvennt, annars vegar þvottaferli og hins vegar metan- gerðarferli. Tveir mánuðir fóru í að hanna, byggja og setja upp virka rannsóknas- tofu sem samanstóð af “þvottavél” úr ryðfríu stáli (1 m3 að rúmmáli), 15 lítra tankur þar sem hitastig, rafleiðni og sýrustig var vaktað í rauntíma og nýttist til að taka sýni úr “þvottaleginum”, og svo geymslutankur fyrir vökvann á milli þess sem honum var úðað yfir úrganginn. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.