Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 22

Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 22
Upp í vindinn • • Orplast í fráveituvatni Ég útskrifaðist úr grunnáminu í umhverfis- og byggingarverkfræði síðastliðið vor og starfa nú á umhverfissviði EFLU. Þar hefur ekki verið lát á áhugaverðum og gefandi verkefnum, en sem dæmi má nefna að ég hef komið að úttekt á fráveitu- málum við Mývain, vistferilsgreiningum samgöngumannvirkja, hönnun vatns- og fráveitna fyrir ferðamannastaði auk þess sem ég er nú að hefja vinnu við verkefni tengt almenningssamgöngum. Sum þessara verkefna tengjast málefn- um sem hafa farið nokkuð hátt í almennri umræðu hér á landi, en ég ætla að segja frá einu þeirra, en það er könnun á leiðum til að draga úr því magni örplasts sem við íslendingar losum í hafið umhverfis landið. Það var skömmu eftir að ég hóf störf síðastliðið haust sem upp spratt um- ræða hér á landi um fráveitur sem farveg örplasts í hafið. Kveikjan að þeirri umræðu var útgáfa samnorrænnar skýrslu um niðurstöður rannsókna á mag- ni örplastsagna í skólpi sem fer um nokkrar skólphreinsistöðvar á íslandi, í Svíþjóð og í Finnlandi og á áhrifum þeirra á viðtaka skólpsins á hverjum stað (Magnusson o.fl., 2016a). Sá samanburður var okkur íslendingum ekki í hag, en sem dæmi má nefna að niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að margfalt fleiri örplastsagnir sleppi í hafið frá fráveitum á höfuðbor- garsvæðinu en frá fráveitum Gautaborgar og Helsinki, þrátt fyrir að íbúafjöl- di höfuðborgarsvæðisins sé aðeins brot af íbúafjölda þessara norrænu borga. Hvað er örplasf? Örplast, eða örrusl, eru smáar agnir úr plasti eða öðrum gerviefnum sem brotna hægt niður í náttúrunni. Oft er miðað við agnir á bilinu frá 20 míkrómetrum upp í 5 millimetra. Mati sænsku umhverfisstofnunarinnar á umfangi örplastsvand- ans (Magnusson o.fl., 2016b) bendir til þess að slit á hjólbörðum sé langstærsta uppspretta örplasts. Tölurnar miðast við Svíþjóð, en þar er hjólbarðaslitið talið skila 13.520 tonnum örplasts á ári, en til samanburðar er þvottur fatnaðar úr gerviefnum metin stærsta uppsprettan frá heimilum með um 180 - 2.000 tonn og snyrtivörur eru taldar skila 60 tonnum á ári. Þessar uppsprettur eru ekki al- lar tengdar skólphreinsistöðvum, en afrennsli gatna ratar í ofanvatnskerfi sem aðeins eru tengd skólphreinsistöðum í eldri hverfum þéttbýlis hér á landi. Innan umhverfisverkfræðinnar er lögð mikil áhersla á forgangsröðun í úr- gangsstjórnun. Örplast er ekki annað en úrgangur frá samfélaginu. í úrgangsst- jórnun er mikil áhersla lögð á að lágmarka magn þess úrgangs sem verður til. Hér að framan var tekið dæmi um nokkrar uppsprettur örplasts. Út frá þeir- ri stuttu upptalningu má álykta að almenningur gæti dregið úr myndun ör- plasts með því að draga úr akstri og fatakaupum, eða jafnvel með því að velja föt úr náttúrulegum efnum á borð við ull eða bómull í stað fata úr gerviefnum. EFTIR Hlöðver Stefdn Þorgeirsson Starfsmadur ó umhverfissviði Eflu .•%FLA 22

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.