Upp í vindinn - 01.05.2017, Side 23

Upp í vindinn - 01.05.2017, Side 23
Háskóli íslands Örplast i skólpi En ef við snúum okkur aftur að skólphreinsun þá er áhugavert að leita svara við því hvað það er sem ræður mestu um það að hreinsun örplasts í sænsku og finnsku stöðvunum væri svo miklu meiri ein í þeim íslensku, ef miðað er við rannsókn Magnusson o.fl. (2016a). Við höfum kynnt okkur rannsóknir þar sem magn örplasts í skólpi er metið á fleiri stöðum innan skólphreinsistöðva en bara í innrennsli og útrennsli (sjá t.d. Carr, Liu og Tesoro, 2016, Magnusson, 2014 og Talvitie og Heinonen, 2014). Allar þessar rannsóknir benda að okkar rnati til þess að mikill meirihluti þeirrar örplastshreinsunar sem verður í stöðvum á borð við þær í Helsinki og Gautaborg eigi sér stað í þeim hluta þeirra sem ætlaður er til svokallaðrar fyrsta þreps hreinsunar. Það er að segja í hreinsivirkjum sem nýta síun, botnfellingu og fleytingu. Meginmarkmið fyrsta þreps hreinsunar er að hreinsa svifagnir úr skólpi, en örplastsagnir eru vitnalega ekkert annað en svifagnir. Vöktunarskýrslur fyrir skólphreinsistöðvarnar í Reykjavík (sjá t.d. Bir- gi og Snorra, 2015) benda til þess að árangur hreinsunar þeirra, ef miðað er við hefðbundna mælikvarða á borð við hlutfallslega lækkun á heildarmag- ni svifagna (TSS) eða á líffræðilegri súrefnisþörf (BOD), nær ekki þeim tölu- legu viðmiðum sem sett eru um svokallaða eins þreps hreinsun (hér kölluð fyrsta þreps hreinsun) í reglugerð um fráveitur og skólp (númer 798/1999). Það þarf því ekki að korna á óvart að hreinsun örplasts úr skólpi í Reyk- javík sé ekki veruleg. Miðað við niðurstöður rannsóknanna sem vitnað var til hér að framan má ætla að árangurinn í hreinsun örplasts gæti aukist verule- ga ef bætt væri við svokölluðum fyrsta þreps fellitönkum í fullri stærð, hug- sanlega með íblöndun felliefna. Eða þá öðrum sambærilegum hreinsivirkjum. Örplast í ofanvatni Nú hef ég ekkert minnst á hreinsun ofanvatns, en eins og minnst var á hér að framan þá má ætla að langstærstu uppsprettur örplasts tengist ofanvatnskerfum ferkar en skólpkerfum. Mikil þróun er í meðhöndlun og hreinsun ofanvatns hér á landi um þessar mundir. Sem dæmi má nefna að EFLA kom að hönnun ofan- vatnslausna í Urriðaholti í Garðabæ, en það var fyrsta hverfið hér á landi sem hannað er þannig að allt ofanvatn er hreinsað með svokölluðum blágrænum ofanvatnslausnum. Einnig hefur verið unnið að innleiðingu settjarna til hreinsu- nar afrennslis af stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins. Aukin hreinsun ofan- vatns hlýtur að verða til þess að minna magn örplasts berist í hafið frá þéttbýli- nu, en að okkar mati væri áhugavert að kanna nánar hreinsivirkni ýmissa gerða ofanlausna með tilliti til örplasts. Sjá skýringarmynd á næstu opnu. Hvað er til róða? Samantekið má segja að okkar mat sé að svo sannarlega rnegi draga úr því magni örplasts sem við íslendingar skilurn frá okkur í hafið. Það má gera með aukinni hreinsun í skólphreinsistöðvum. Mat á stærstu uppsprettum örplasts gefur þó tilefni til að leggja ekki minni áherslu á að skoða aukna hreinsun ofanvatns. Með þessum hætti mætti fanga stærri hluta þess örplasts sem ratar í fráveitukerfin, en einnig er mikilvægt að sem flestir kynni sér helstu uppsprettur örplasts svo einnig megi ráðast að rót vandans sem er sjálf tilurð örplastsins. HEIMILDIR Carr, S.A., Liu, J. ogTesoro, A.G. (2016).Transport and fate of microplastic particles in wastewater treatment plants. Water research, 91,174-182. Magnusson, K. (2014). Mikroskráp i avloppsvat- ten frán tre norska avloppsreningsverk. Svenska Miljöinstitutet. Magnusson, K., Jörundsdóttir, H., Norén, F., Lloyd, H.,Talvitie, J., &c Setálá, O. (2016a). Microlitter in sewage treatment systems - A Nordic perspective on waste water treatment plants as pathways for mi- croscopic anthropogenic particles to marine systems. Norræna ráðherraráðið. Magnusson, K., Eliasson, K., Fráne, A., Haikonen, K., Hultén, J., Olshammar, M.,... & Voisin, A. (2016b). Swedish sources and pathways for micro- plastics to the marine environment - A reveiw of existing data. Swedish Environmental Protection Agency (Sænska umhverfisstofnunin). Talvitie, J. og Heinonen, M. (2014). Preliminary study on Synthetic microfibers and particles at a municipal waste water treatment plant. Baltic Marine Environment Protection Commission HELCOM. 2S

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.