Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 33

Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 33
Háskóli íslands Loftmengun getur haft áhrif á heilsu manna, vistkerfi, byggingar og veðurfar svo dæmi séu nefnd. Talið er að ótímabær dauðsföll af völdum loftmengunar árið 2013 telji hundruð þúsunda í Evrópusambandinu (EEA, 2016). Ef vilji er til þess að bæta loftgæði er mikilvægt að skilja orsök, birtingarmyndir og afleiðingar loft- mengunar svo hægt sé að grípa til viðeigandi aðgerða. Það er ekki hægt nema fyrir liggi áreiðanleg gögn um loftmengun sem gefa rétta mynd af ástandinu. í verkefninu sem fjallað er um hér var unnið með gögn um styrk köfnunaref- nisoxíða (NOX) í andrúmslofti. NOX eru efnasambönd sem valda hvað mestum áhyggjum af mengun í andrúmslofti. NOX eru ertandi gastegundir sem myndast við bruna eldsneytis. Auk þess að vera skaðleg í sjálfum sér, hvarfast NOX við rok- gjörn lífræn efni og mynda óson við yfirborð jarðar sem er mjög skaðlegt heilsu manna (WHO, 2006). Markmið verkefnisins var að meta gæði þeirra gagna sem fást með núveran- di fyrirkomulagi loftgæðamælinga á höfuðborgarsvæðinu, túlka birtingarmyndir mengunar út frá þessum gögnum og meta loftgæði m.t.t. heilsuverndarmarka. Hér er stiklað á stóru um hluta af niðurstöðum verkefnisins. Gildi og gœði gagna Unnið var með gögn úr loftgæðamælingastöðvum Umhverfisstofnunar við Grensásveg frá árunum 2012-2015 og við Dalsmára og Hvaleyrarholt frá árunum 2014-2015. Gild gögn voru skilgreind sem allar mælingar > 0. Niðurstöður um gild gögn má sjá í töflu 2. 12 mánaða tímabil % af gildum klst. meðalt. í dri Fjöldi gildra sólarhrings meðalt. í dri % af gildum klst. meðalt. i dri Fjöldi gildra sölarhrings meðalt. í dri % af gildum klst. meðalt. í dri Fjöldi gildra sólarhrings meðalt. í dri 2015 92,3 320 88,0 325 41,6 44 2014 82,0 257 54,1 169 3,40 0 2013 76,1 231 2012 91,6 334 33

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.