Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 44

Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 44
Upp í vindinn Til Japan d námskeið um náttúruhamfarir ' L J -fl/ku \ - *(■ mBB > Æ '4 ’ W w WKfj Hb® r--^ánBiPv J‘ t ;,U - ,*< . fillj ' 'Jm Síðastliðinn febrúar var ég svo heppin að vera annar af tveimur fulltrúum I láskó - la íslands á „Young Leaders International Seminar" í Iwate héraðinu í Japan. Námskeiðið var 8 dagar og umfjöllunarefnið „Networking in times of disaster". Námskeiðið var á vegum háskólans í Iwate og að hluta til styrkt af stjórnvöldum í Japan. Við Sóley Eiríksdóttir lögðurn af stað frá Keflavíkurflugvelli þann 13. febrúar, fullar tilhlökkunar um allt sem við værum að fara að læra og upplifa, nýja er- lenda vini og helling af ljúffengu sushi. Eftir sólarhringsferðalag og túristastopp í Tókýó tókum við lestina til litlu borgarinnar Morioka í Norður-Japan, þar sem búa um 300.000 manns, álíka margir og á íslandi. Námskeiðið hófst með umræðum um náttúruhamfarir, áhrif þeirra á sam- félagið og siðferðislega togstreitu sem gæti skapast í björgunaraðgerðum og eft- irleik. Þátttakendur voru 18 háskólanemar frá 7 löndum, íslandi, Japan, Kína, Taívan, Tælandi, Mjanmar og Ítalíu. Þar sem náttúruhamfarir eru tíðar í öllum þessum löndum höfðu allir einhverri reynslu og þekkingu að miðla. EFTIR Heiði Þórisdóttur Utskriftarnemi i umhverfis- og byggingarverkfrœði 44

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.