Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 45
Háskóli íslands
Við fóram í tveggja daga vettvangsferð þar sem við fræddust um og sáum
með eigin augum áhrif feiknarstórrar flóðbylgju sem varð þarna árið 2011. Fyrir
þá sem ekki þekkja þá byrjuðu hamfarirnar þann 11. mars með jarðskjálfta, oft
nefndur „The Great East Japan Earthquake“, að stærð 9 Mw . í kjölfarið fylgdi
gríðarstór flóðbylgja sem lenti á austurströnd Norður-Japans og hreif með sér eða
banaði hátt í 25.000 manns. Eyðileggingin var gífurleg og voru margir mánuðir
þar til lfflð á hamfarasvæðunum fór að ganga nokkurn vegin eðlilega.
Fyrsti viðkomustaður vettvangsferðarinnar var slökkviliðsstöðin í Tono sem
er bær miðsvæðis í Iwate héraðinu, milli sjávar og fjallabæjanna inni í landi.
Bærinn er ekki útsettur fyrir flóðum eða slæmum jarðskjálftum en stjórnendur
áttuðu sig á því að þeir væru í góðri aðstöðu til að hjálpa íbúum við ströndina í
slíkum hamföram. Þeir undirbjuggu sig með því að setja saman viðbragsáætlun
og hvetja nágrannabæi til að taka þátt. Auk þess héldu þeir reglulegar æfing-
ar um hvernig þeir gætu veitt stuðning í hamförum. Þessi undirbúningur kom
sér heldur betur vel í hamföranum 2011 þegar slökkviliðsstöðin í Tono stjórnaði
björgunaraðgerðum og varð miðstöð fyrir utanaðkomandi hjálp.
Næst var heimsóttur bærinn Rikuzentakata sem þurrkaðist nánast út í 14,5
m hárri flóðbylgjunni 2011. Á þessurn tíma bjuggu í bænum um 28.000 manns
og þar af fórust tæplega 1800 í hamförunum. 3341 byggingar eyðilögðust algjörle-
ga eða að mestu, margar þeirra sópuðust hreinlega burt með vatninu. Það tók
marga mánuði að laga vegi, rafmagns- og vatnsveitur og aðra innviði og núna, 6
árum seinna, býr stór hluti fólks enn í bráðabirgðahúsnæði. Þar sem sjómennska
er mikilvægasta atvinnugreinin í bænum virðist fólk ekki tilbúið að flytja upp í
fjöllin, út af flóðbylgjuhættusvæði. í staðinn var sett af stað feikistór framkvæmd
þar sem undirlag bæjarins er hækkað um nokkra metra í þeirri von að bjarga
honum frá frekari flóðum.
Það sem eftir var námskeiðsins einkenndist af umræðum og hópavinnu.
Við veltum fyrir okkur hvað þyrfti að hugsa um við skipulagningu viðbragða.
Fívers konar samskiptanet þyrfti að byggja, hvaða aðstoð, búnað og vistir þyrfti
fyrir ólíkar hamfarir, hvernig einstaklingar,samfélög og stjórnvöld ættu að haga
forvörnum, viðbrögðum og enduruppbyggingu og hvað við gætum lært af fyrri
hamförum. í lokin var unnið stórt verkefni þar sem hópar tóku fyrir mismunan-
di náttúruhamfarir, atburðarásir og samfélög.
Nú spyrja sig eflaust einhverjir, hvernig tengist þetta verkfræði? Hvaða erin-
di á þessi umfjöllun í blaðið? Jú, svarið er, verkfræðin er svo ótrúlega fjölbreytt.
Áhættustjórnun, viðbragðsáætlanir og rannsóknir á náttúruhamförum er eitth-
vað sem vissulega heyrir undir umhverfis- og byggingarverkfræði, og því hef ég
m.a. fengið að kynnast í vinnu minni á Verkís meðfram skóla. Eftir nám í um-
hverfis- og byggingarverkfræði þarf því ekki endilega að setjast við tölvuna og
vinna með líkön eða teikningar allan daginn, það er greinilega ýmislegt í boði.
Ferðin til Japan var bæði skemmtileg og einstaklega lærdómsrík. Námskeiðið
sjálft kenndi mér margt, og ómetanlegt var að kynnast hinum þátttakendunum
og öðrum sem komu að dagskránni. Við nemendurnir þurftum að vinna saman,
búa saman og eyða frítímanum okkar saman. Með mismunandi menningu, bak-
grunn og lífsgildi getur það verið snúið en þegar allt kemur til alls er það einn
af höfuðlærdómum svona stúdentaskipta. Þau era fyrst og fremst til að efla alþ-
jóðasamstarf og skapa tengingu milli ólíkra hópa. Umfjöllunarefnió var „Net-
working in times of disaster“ og niðurstaðan var „networking" milli þátttakenda.
í ferðinni fékk ég ekkert gott sushi en ég eignaðist vini sem munu fylgja mér það
sem eftir er. Og ef eitthvað bjátar á í þeirra löndum verður löngunin til að hjálpa
svo miklu sterkari en áður.
45