Upp í vindinn - 01.05.2017, Síða 47

Upp í vindinn - 01.05.2017, Síða 47
Háskóli íslands ST R Æ TÓ Fyrir nákvæmlega 10 ámm síðan tók Akureyrarbær að bjóða frítt í strætó. Árið 2006 vom farþegar um 150 þúsund en á síðasta ári vom þeir tæplega 500 þúsund. Heildarumhverfisáhrif slíkrar þróunar skipta miklu máli en því til viðbótar gekk Akureyrarbær íyrir stuttu frá kaupum á þremur metanstrætisvögnum og er von á fyrsta vagninum í apríl. Bærinn er einnig með fjóra minni vagna í rekstri sem allir keyra um á metani og í byrjun árs var byrjað að keyra alla dísilvagnana á blön- du af lífdísli. Rúmlega þreföldun farþega á 10 árum og skipti úr endanlegu jarðefnaeldsneyti í endurnýjanlegt umhverfisvænt „innanbæjareldsneyti“ eru breytingar sem hafa mikil umhverfisáhrif. Þessar breytingar em ekki á nokkurn hátt íþyngjandi fyrir lífsstíl íbúa bæja- rins, heldur þvert á móti. M 0 LTA Árið 2009 tók til starfa jarðgerðarstöð í Eyjafirði og er hún í eigu bæði opinberra og einkaaðila. Stöðin tók á móti ríflega 7.000 tonnum af lífrænum úrgangi á síðas- ta ári. Umhverfisáhrif af því að hætta að urða þann úr- gang sem nú fer í jarðgerð skilar hátt í 10.000 tonna C02 samdrætti á hverju ári. Orkey framleiðir lífdísil úr notaðri steikingarolíu frá veitingahúsum á íslandi. 2011 var fyrsta heila rek- strarár félagsins og var framleiðslan það ár um 60.000 lítrar af lífdísli en í fyrra var hún 160.000 lítrar. Stærsti hluti framleiðslunnar er nýttur sem íblöndun á fiskiskip og stærri bíla. M E T A N í áratugi var öllu sorpi á Akureyri safnað í einn stóran sorphaug á Glerárdal fýrir ofan bæinn. Við rotnun lí- fræna efnisins sem þar var safnað saman myndast mikið metan sem hefur margfalt öflugri loftslagsáhrif en koldíoxíð og því er það mikilvæg aðgerð að fanga það og nýta. Áætlað er að hægt sé að framleiða metan sem samsvarar eldsneytisnotkun 1.000 fólksbifreiða á ári næstu 30 árin. GRÆNA TREKTIN Með grænu trektinni er íbúum boðið upp á að safna á einfaldan og mjög þægilegan hátt allri matarolíu og fitu sem fellur til á heimilum. Nú þegar hafa tæplega 3.000 heimili á Akureyri orðið sér úti um trektina. Ávinnin- gurinn felst m.a. í því að losna við fitu úr fráveitukerfum og nýta úrganginn sem hráefni til lífdísilgerðar. Með þessu verkefni hefur því eiginlega verið búin til bein tenging við frítt í strætó í gegnum Orkey; íbúar safna olíu sem endar á strætó sem er frítt að ferðast með in- nanbæjar. LEIFUR ARNAR Vistorka í samstarfi við Bautann setti nýlega af stað verkefnið „taktu leifarnar með heim“. Hugmyndin er að veitingastaðir á Akureyri verði með þríþæt- ta Vistorku-vottun: 1) skili öllum lífrænum úrgangi í moltugerð, 2) skili allri notaðri steikingarolíu í lífdísil- framleiðslu og 3) bjóði viðskiptavinum upp á ílát til að taka matinn sem það klárar ekki með heim. ílátin eru unnin úr aukaafurðum við vinnslu á sykurreyr og mega fara í jarðgerðarstöðina. FLUGSKÓGURINN Þar sem við munum ekki alveg í bráð ferðast á umh- verfisvænan máta með flugvélum býður Vistorka í sam- starfi við Akureyrarbæ og Skógræktarfélag Eyfirðinga fyrirtækjum og einstaklingum að kolefnisjafna flugið með því að planta trjám í landi Akureyrar. Það tekur tvö tré um 15 ár að fanga það kolefni sem losnar á farþega og Skógræktarfélagið tekur 500 kr. fyrir að planta þeim. F R ÁV EITA Til að uppíylla kröfur og reglur um fráveitu er nú verið eða byggja hreinsistöð við útrásina á Akureyri, en ein- nig er verið að tengja inn á kerfið þá hluta bæjarins sem hafa verið á sjálfstæðu kerfi. Ávinningurinn er verulega bætt hreinsun á því fráveituvatni sem rennur til sjávar. GLERÁRVIRKJUN II Hafnar eru framkvæmdir við 3,3 MW virkjun ofarlega í Glerá, sem rennur í gegnum Akureyri. Framleiðslan samsvarar rafnotkun um 7.000 rafbíla sem þýðir að svæðið mun ekki þurfa að treysta á að fá orku á framtíðar bílaflota bæjarins frá raforkukerfi landsins alls. Þessu til viðbótar, og eitt af stóru málunum, er auðvitað almenn flokkun á sorpi. Mikill árangur hefur náðst á því sviði á svæðinu og í dag eru 10 gámasvæði víðsvegar um bæinn og nýlega var komið fyrir flokkunarílátum í miðbæ Akureyrar. Verkefnin sem hér hefur verið farið yfir verða ekki til, hvorki sem hugmynd né framkvæmd, nema með fólki sem er tilbúið að afla sér þekkingar um hluti sem eru síbreytilegir og í stöðugri þróun. Verkefnin eiga það til að mynda öll sameiginlegt að aðkoma verk-, tækni- og viðskiptafræðinga er veruleg á öllum stigum mála. 47

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.