Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 55

Upp í vindinn - 01.05.2017, Page 55
Háskóli íslands Eftir útskrift úr HÍ vann ég hjá ístaki í tvö ár. Það voru góð ár og ég lærði mikið um praktíst atriði sem ekki voru kennd í skólunum, t.d. hvenær tengijárn eru sett í steypu og mikilvægi þess að taka ákvarðanir fljott, til að teíja ekki framkvæm- dir. Ég hafði meira gaman af litlum verkefnum, eins og því að dýpka Sandgerðishöfn, heldur stórum, eins og því að byggja ráðhús Reykjavíkur. Það er bara meira líf í kringum þessi litlu verkefni og hlutirnir ganga hraðar fyrir sig. En svo var stefnan tekin á framhaldsnám. Og nú þurfti námið að tengjast skemmdum byggingum og húshruni. Árið 1988 varð núkill jarðskjálfti í Armeníu og um allan heim fóru hjólin að snúast um að stofna alheims- samtök fyrir alþjóðarústabjörgunarsveitir. Haldinn var fyrsti alþjóðlegi fundur rústasveita vorið 1989 í BNA. Landssamband Hjálparveita Skáta (nú Slysavarnafélagið Landsbjörg) var strax þá farið að gæla við hugmyndina um að stofna alþjóðabjörgunarsveit og var ég ráðin til að hefja undirbúningsvinnuna. Ég fór fyrir hönd LHS á fundinn. Þetta var í fyrsta skipti sem ég talaði á fjölmennum alþjóðlegum fundi og var mjög taugaóstyrk. Ég greip til þess ráðs sem hefur oft nýst mér vel þegar ég er nervus, að hugsa um hvað sé það versta sem gæti gerst og að ég muni þó alltaf komast lifandi frá þessu. Þarna var ég komin inn í alþjóðarústabjörgunargeirann, sem ég er enn að lifa og hrærast í. Á björgunarráðstefnu í BNA frétti ég af verkfræðingi hjá bandarísku alþ- jóðarústasveitinni sem var prófessor við Johns Hopkins University í Baltimore. Hjá honum langaði mig til að læra. Ég hafði samband við hann, tók GRE og Toefl, og fékk inngöngu í skólann. Ég lærði sveiflugreiningu (jarðskjálfta- og vindverk- fræði), með áherslu á tjónamatsgreiningu (loss estimation, meta tjón út frá hug- sanlegum jarðskjálftum). Skólinn reyndist afburðaskóli og veitti ekki bara ken- nslu í verkfræði, heldur þroskaði einstaklinginn sem heildstæða manneskju sem þyrfti að geta komið fyrir sig orði í máli og riti. Það hjálpaði mér að komast inn og fá fullan skólastyrk að vera með starfsreynslu og framtíðarsýn. Skólar leita að nemum sem eru eitthvað öðruvísi en íjöldinn. Námið reyndist góður grunnur fyrir framtíðina. Reyndar kannski ekki fyrstu tvö árin eftir námið því ég eyddi þeim við fallhlífarstökk í Kaliforníu. Ég bjó í hjólhýsi á litlum flugvelli í samfélagi með öðrum “skydiving bums”. Þetta voru frábær ár, kynntist mikilli gleði, sorg og fátækt. Kollegar spurðu hvort ég ætlaði virkilega að hafa gat á ferilskránni minni. Sumir lifa kannski lífinu til að hafa flotta ferilskrá, en ég lifl líflnu til að hafa upplifað það. Það hefur aldrei verið vandamál að hafa þetta gat. Þrjár gerðir af stífingum. Hraukar eru sterk og meðfærileg aðferð til að styðja við rústir. í janúar 1994 varð enn einn jarðskjálfti sem átti eftir að hafa áhrif á líf mitt, Northridge jarðskjálftinn í Los Angeles. Þá um vorið fékk ég vinnu hjá EQE En- gineering í Kaliforníu við tjónamatsgreiningu og þróaði tjónaferla út frá skem- mdargögnum Northridge jarðskjálftans, sem voru notaðir í hugbúnaði EQE við að meta tjón vegna hugsanlegra jarðskjálfta og í rauntíma. En svo kom kúvending sem ég átti ekki von á. Ég var hvött til að sæk- ja um starf framkvæmdastjóra Almannavarna ríkisins. Þetta var erflð ákvörðun. Með því að taka við þessu starfi myndi ég flytja mig úr verkfræðigeiranum yflr í stjórnsýslugeirann, og það yrði ekki auðvelt að fara til baka. í Kaliforníu vann ég með fólki sem var fremst í heiminum í tjónamatsgreiningu og ef ég hætti gæti farið svo að ég missti af lestinni. En ég pakkaði saman, fór heim, og gegndi 55

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.