Upp í vindinn - 01.05.2017, Síða 57

Upp í vindinn - 01.05.2017, Síða 57
Háskóli íslands Inn í þessa sögu fléttast svo útköll á vegum íslensku alþjóðasveitarinnar, Rauða krossins og annarra, sem verður elcki rakið hér. Spurningin er, hvernig hefur verkfræðin gagnast í þeim störfum sem teljast ekki hefðbundin verkfræðistörf? í fyrsta lagi hefur sú þjálfun sem fæst við að takast á við verkefni sem sýnast í fyrstu vera óskiljanleg, kryíja þau, og flnna lausnir, gefið sjálfstraust (og vissa varkárni) í verkefnavali. í öðru lagi, ef maður er í vandræðum með það hvernig eigi að nálgast verkefni má oft flnna gagnlegar samlíkingar við verkfræðina, t.d: Að rökstyðja mál og leiða til lykta er eins og að leiða út jöfnu: rökstuðnin- gur byrjar með einhverjum staðreyndum, síðan kemur röð af fullyrðing- um þar til niðurstaða fæst. Vanda þarf hvert skref því útleiðslan verður að byggja á samþykktum forsendum þeirra sem að málinu koma. Oft felst lausnin í að búa til þessa forsendur. Að hanna viðlagakerfl er svipað og að hanna hús: búnar eru til fors- endur sem stuðst er við. í húsahönnun t.d. skal niðurbeygja í plötum vera takmörkuð. í viðlagakerfum t.d. má ekki færa ábyrgð tii á milli viðbragðsaðila á neyðartímum. Því skýrari forsendur, því auðveldara er að hanna. Nauðsyn þess að sjá heildarmyndina. T.d. þegar verið er að hanna hús, þarf að raða saman mörgum byggðaveitum og húskerfum, annars geta lagnakerfl rekist á þegar til framkvæmda kemur. Sama gildir um neyðar- skipulag; ef þú hannar ekki fyrir heildarmyndina verða göt og árekstrar í aðgerðunum. Nú er ég komin á sextugsaldurinn og tel mig mega gefa ráð. Oft er gert mikið úr því að eiga sér fyrirmyndir og sérstaklega að það vanti slíkt fyrir stelpur í verk- fræðinni. Ég gef lítið fýrir það. Ég held að það skipti meira máli að kenna fólki að hlusta á sína innri rödd, kenna sjálfstæð vinnubrögð og byggja þannig upp Greinarhöfundur að fyigjast með sjálfstraust. Einnig þarf að kenna fólk að það sé allt í lagi að gera mistök stundum. hreyflngum á meðan á niðurbroti stóð. Það blæs á móti öllum einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá er um að gera að taka það ekki of hátíðlega. Það er allt í lagi að vorkenna sjálfum sér smá stund, en svo er það bara búið. Standa upp, dusta af sér rykið og halda ótrauð inn í framtíðina. 57

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.