Upp í vindinn - 01.05.2017, Blaðsíða 58
Upp í vindinn
Samgöngur erlendra
ferðamanna d íslandi
Viðhorfskönnun á
akstursskilyrðum
2013-2016
í þessari grein er sagt frá M.S. rannsókn Sigríðar Lilju Skúladóttur við Umhverfis-
og byggingarverkfræðideild Háskóla íslands, sem hún lauk í desember 2016, í
leiðbeiningu Guðmundar Freys Úlfarssonar og Þorsteins Þorsteinssonar.
ísland hefur undanfarin ár haslað sér völl sem vinsæll ferðamannastaður
meðal erlendra ferðamanna. Ferðamenn sem koma hingað vilja njóta alls þess
sem landið hefur upp á að bjóða, ferðast og sjá sem mest af náttúrufegurð
landsins. Til þess að ferðast um landið eru margir kostir í stöðunni, þar á meðal
almenningssamgöngur og bílaleigubílar. Ferðamenn eru mögulega óvanir
aðstæðum sem eru sambærilegar við þær sem finnast í íslenska vegakerfinu.
Til að mynda eru einbreiðar brýr og malarvegir algengir hér á landi og
akstursskilyrði oft frábrugðin aðstæðum öðrum löndum. Ófyrirsjáanlegt
veðurfar getur haft mikil áhrif. Rannsókn þessi byggist á könnun sem lögð var
fyrir erlenda ferðamenn sem höfðu ferðast til íslands á árunum 2013-2016 og
unnið var með 1099 svör. Markmiðið var að kanna við hvaða akstursskilyrði
EFTIR
Sigriði Lilju Skúladóttur,
Guðmund Frey Úlfarsson
og Þorstein Þorsteinsson
erlendir ferðamenn ættu í erfiðleikum með að keyra og hvaða breytur höfðu
áhrif á upplifun þeirra.
Erlendir ferðamenn d íslandi
Á undanförnum árum hefur íjöldi erlendra ferðamanna
sem sækja ísland heim aukist gífurlega og frá því að
talningar hófust hefur ferðamönnum fjölgað nær ár hvert.
Árið 2016 voru brottfarir erlendra ferðamanna um Flugstöð
Leifs Eiríkssonar, sem áætlað er að nái yfir 96% erlendra
ferðamanna, tæplega 1,8 milljón ferðamenn, sjá Mynd 1. Áður
Aðstæður Meðaltal Staðalfrávik Svar við könnun Einkunn
Malarvegur 2,31 1,08 Alls ekki erfitt 1
Veður 2,18 1,03 Svolítið erfitt 2
Ástand vegar 2,12 1,00 Erfitt 3
Einbreið brú 1,82 0,92 Mjög erfitt 4
Dýr á vegi 1,72 0,85 Vemlega erfitt 5
Umferðarskilti 1,46 0,71
Slys 1,28 0,72
Hraði 1,27 0,65
Umferð 1,18 0,47
komu um 50% ferðamanna yfir sumartímann en nú koma
um 40% ferðamanna að sumri til og ferðamannatíminn hefur lengst. Meðaitai og staðaifrávik fyrir einkunn
sem gefin var íyrir erflðleikastig
Akstur erlendra ferðamanna aksturs við hin ýmsu akstursskiiyrði.
Um 58% ferðamanna í könnuninni leigðu eða keyrðu bíl á íslandi. Ferðamenn
voru spurðir um erfiðleika í akstri við hin ýmsu akstursskilyrði á íslandi,
sjá Mynd 2. Hverju svari var gefin einkunn þar sem “Alls ekki erfitt” fékk
einkunnina 1 og “Verulega erfitt” fékk einkunina 5. Niðurstöður voru þær að að
ferðamenn áttu í mestum erfiðleikum með malarvegi, ástand vegar og veður, sjá
Töflu 1. Raðtölu probit-líkön
58