Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 4

Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 4
6 7 Það kann að vera að þetta lýsi langtíma við- horfum Kínverja en upplifun margra er að ávinn ingur af félagslegri baráttu eins hóps sé lík- legur til að gára allan vatnsflötinn og hafa áhrif, til lengri og skemmri tíma, langt út fyrir þann hóp sem vekur athygli á stöðu sinni hverju sinni. Haustið 1975 lögðu konur á Íslandi í fyrsta sinn niður störf í einn dag til að mótmæla því misrétti sem þær bjuggu við í samfélaginu. Tví mælalaust er þetta einn stærsti atburður Íslands sögunnar hvað varðar jafnréttisbaráttu. Sam kynhneigt fólk var einnig farið að hugsa sér til hreyfings og krefjast viðurkenningar og virð ingar á eigin forsendum. Alveg klárlega valdefldi þessi barátta fleiri hópa, þar með talið fatlað fólk, til að krefjast rétt lætis og láta í sér heyra. Á þessum tíma voru einnig að koma fram fjölmiðlamenn sem neituðu að bera einhverja sérstaka virðingu fyrir valdi og valdamönnum, heldur fjölluðu með beinskeyttum hætti um óréttlæti og þá spillingu sem fyrirfannst í okkar um margt lokaða samfélagi. Fram að þeim tíma hafði valdið ávallt verið þérað, t.d. í sjónvarpi. Það var líklega undir áhrifum frá slíkum fjöl- miðla mönnum sem frægur útvarpsþáttur um aðstæður fólks á Kópavogshæli var gerður sum- arið 1975. Í þeim þætti töluðu þroska þjálfanemar tæpitungulaust um ástand mála en slíkt hafði verið tabú áður. Fullnuma þroskaþjálfum þótti nemar fara óvarlega og ógna starfsheiðri sínum Þessir tveir heimar voru um margt ólíkir bæði hið ytra og innra, t.d. máttu nemendur reykja í tímum á fyrsta ári námsins. Þarna sátu 16 nem- endur sem margir hverjir reyktu og reyndu að grilla í gegnum reykinn í lærifeðurna eða -mæð- urnar sem sum hver gáfu nemendum lítið eftir í reykingunum.  Með nýrri stjórn fluttist skólinn um set og þá í gamla holdsveikraspítalann og þá var allt í einu bannað að reykja í öllu húsinu. Þetta var nýmæli á landsvísu og mæltist misvel fyrir. Það má samt segja að þar hafi hlaupið á snærið hjá þeim íbúum Kópavogshælis sem reyktu og fengu skammt aðar sígarettur nokkuð naumt að þeirra mati. Þroskaþjálfanemi sem húkti reykjandi undir vegg var auðveld bráð til að snapa af eina og eina sígarettu. Það tímabil sem hér er til umfjöllunar, árin 1975-1978, var tímabil mikillar deiglu í þjóð- félag inu. Námið, sérstaklega fyrsta árið, var hins vegar afar gamaldags og ekki í takt við fram- tíðarvæntingar í þjónustu við þann þjóð félags- hóp sem því var ætlað að þjóna. Tíðarandinn Saga er til um að forsætisráðherra Kína hafi eitt sinn verið spurður að því hver hann teldi að hefðu verið félagsleg áhrif frönsku bylt ing- arinnar. Hann á að hafa svarað að það væri of snemmt að fullyrða um það. og óskuðu eftir samráði milli nema og þroska- þjálfa um breytingar sem þyrfti að gera á námi og starfi. Stofnað var til samstarfsnefndar nema og þroskaþjálfa. Sú nefnd leiddi um margt þær breytingar sem urðu í framhaldinu á innihaldi og skipulagi námsins og á milli nefndarmanna skapaðist traust og vinátta sem varir ævilangt. Af sama meiði eru skrif fyrir hönd þroska- þjálfanema í Moggann 1976 þar sem bent er á það óréttlæti að vangefið fólk á stofnunum fengi bara hálfa vasapeninga frá TR á þeim for- sendum að óljóst væri hvernig það gæti nýtt full- an vasapening í skynsamlegum tilgangi eins og tryggingaráð orðaði það. Sambærilegar greiðsl- ur eru í dag um 47.000 kr. Í þeim skrifum var ekkert verið að tvínóna við hlutina og þegar búið er að útskýra hversu óréttlát þessi ákvörðun er þá fær forstjóri TR það aldeilis óþvegið. Þeim góða manni er á það bent að hann sjálfur fái mánaðarlega svipaða upphæð bara fyr- ir að sitja fundi tryggingaráðs í vinnutíma sínum og hann telji réttlætanlegt að vangefið fólk eigi árlega að fá í vasapeninga. Og hnífnum er síðan snúið í sárinu með því að spyrja hvurs slags jafn- aðarmennska þetta sé, en forstjórinn hafði áður verið þingmaður Alþýðu flokksins. Áhrifavaldarnir voru líka fleiri og komu úr ýms um áttum. Kvikmyndin Gaukshreiðrið naut gífurlegra vinsælda á þessum tíma. Í þeirri mynd er vald stofnana dregið fram og hvaða áhrif mis- beiting þess valds hefur á líf einstak linga. Um svipað leyti gefur einn notandi geðheil- brigðis þjónustu út bókina Truntusól, nefnda í höfuðið á einu vinsælasta geðlyfi þess tíma. Bók þessa má lesa sem ákæruskjal notenda á hendur stofnununum og geðheilbrigðismálum á Íslandi. Námið – fyrsta ár Í þessu umróti sitjum við nemendur í Þroska- þjálfaskóla Íslands, sem árið 1975 heyrði undir Kópavogshæli sem þá var hvorki meira né minna en aðalfávitastofnun ríkisins. Okkur er ætlað að ganga í þar til gerðum klæðnaði í verknámi sem líkist klæðnaði fullnema þroskaþjálfa, klæðnað- inum er ætlað að greina okkur frá gangastúlkum og gæslumönnum. Sumir neita að klæðast þess- um búningi en þurfa samt að fara og láta taka af sér mál – júniformið er svo saumað, en aldrei notað. Innihald námsins er líka samsett úr fögum og verkefnum sem margir nemendur efast um að sé þess virði að eyða tímanum í. Í námsefni um hjúkrun er kennt hvernig á að ganga frá líki. Þetta er talið hagnýtt, en blessunarlega hefur aldrei verið þörf á að nýta þá þekkingu. Eitthvað þurfti einnig að kenna þessu unga fólki til handanna og minnisstæðir eru fönd- urtímar þar sem setið var við að raða og líma maísbaunir á spjald til að úr því yrðu myndverk. Þegar þessari iðju er andmælt var svarið að börn hefðu svo gaman af þessu. Í minni fjölskyldu Greinarhöfundur ásamt skólafélögum í Þroska­ þjálfaskólanum. Við hlið hans er Þórdís Guðmunds­ dóttir, sem síðar varð eigin­ kona hans. Neðst til vinstri á myndinni er Hólmfríður Jónsdóttir. Í Skálafelli á Hótel Esju. Greinarhöfundur og skólafélagar hans skála fyrir próflokum.

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.