Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 7
12 13
sem eru að innleiða þjónandi leiðsögn og þjálfa
mentora. Þessi útbreiðsla virðist vera meiri hér en
annars staðar í heiminum. Hver er ástæðan fyrir
þessari miklu útbreiðslu?
Fyrir svona tíu árum byrjar maður að finna fyrir
alveg gríðarlegum áhuga. Ég veit ekkert almenni-
lega út af hverju þetta er, en ég held að þjónandi
leiðsögn höfði meira til fólks í dag – þessi mann-
lega nálgun og þessi áhersla á samskipti.
Það er búið að vera að útbreiða hugmynda-
fræð ina um sjálfstætt líf og valdeflingu og allt
það í þjónustu við fatlað fólk. Svo hefur orðið
til alls konar hugmyndafræði í þjónustu við
fólk með geðrænan vanda og fólk í fíknivanda,
til dæmis batamiðuð og skaðaminnkandi nálg-
un. Þegar það er verið að byrja með þessa hug-
mynda fræði, t.d. um sjálfstætt líf, þá passar hún
mjög vel við hina mannréttindamiðuðu hugsun
sem er ríkjandi í samfélaginu, að allir eigi rétt á
því að vera í samfélaginu burtséð frá því hvernig
þú ert eða hvaðan þú kemur. Það sem hefur hins
vegar skort er hvert sé hlutverk starfsfólks í þessu
öllu saman. Hvað á starfsfólk að vera að gera?
Samningur Sameinuðu þjóðanna hefur nátt-
úrlega þvingað þjónustuna til endurskoð unar,
sem er frábært, og þegar fólk fer svo að velta
fyrir sér þessu hlutverki starfsfólks þá kemur
þjónandi leiðsögn sterk inn. Það er einfalt að
skilja aðferðina þó að það sé flókið að fara að
vinna eftir henni og í rauninni eilífðarverkefni.
Þjónandi leiðsögn styður við og gefur fólki við-
mið eða verkfæri til að vinna með til þess að
uppfylla ákvæði samningsins um sjálfstætt líf,
valdeflingu o.s.frv. Og svo kemur í ljós núna,
öllum þessum árum eftir að hún var sett fram,
um fimmtíu árum síðar, að þessar nýju nálganir
sem maður heyrir af í dag, hvort sem það er í
þjónustu við fatlað fólk eða fólk með geðrænan
vanda eða hvað sem er, að ný hugmyndafræði
byggist á sömu gildum. Þetta harmónerar svo
vel saman.
Nú er til dæmis orðið mikið um það að fólk
noti áfallamiðaða nálgun, sem er frábært, og ef
þú skoðar hana og þjónandi leiðsögn saman þá
er mjög margt sambærilegt þar sem er verið að
horfa á sögu einstaklingsins, hvaðan hann kem-
ur, hvað hann hefur upplifað. Við reynum að
skilja það og sýna stuðning og samkennd.
vorum að gera og viðhorfum og vinnubrögðum
á þessum tíma. Það er mér til dæmis mjög minn-
isstætt þegar Daniel var alltaf að spyrja okkur
hvort hann mætti fylgjast með okkur vinna. Við
héldum að það að vinna væri annaðhvort að eiga
við fólk sem var búið að missa stjórn á skapi sínu
eða að þrífa og brjóta saman þvott, en hann var
náttúrlega alltaf að meina að vinnan væri fólgin
í því að vera í samskiptum við fólkið og vildi sjá
hvernig við höguðum okkur þar. Okkar fyrstu
kynni af þjónandi leiðsögn voru í gegnum hann
og svo er þetta vegferð. Það tók okkur mörg ár
að læra þetta almennilega og maður er ennþá að
læra. Maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt.
Þessi fyrstu ár voru pínu skrautleg.
Áttirðu von á því á þessum tíma þegar þið voruð
að kynnast þessu að þú yrðir ennþá að nota þetta
þrjátíu árum seinna?
Ég hugsaði nú ekkert út í það. Ég var meira að
hugsa um hvort ég yrði að vinna í þessu ennþá
eftir þrjátíu ár.
Hvað á starfsfólk að gera?
Í dag er verið að nota þjónandi leiðsögn í starfi
með fólki með þroskahömlun úti um allt land.
Maður er alltaf að heyra af fleiri og fleiri stöðum
Hver er mikilvægasti ávinningurinn af því að taka
upp aðferðir þjónandi leiðsagnar að þínu mati?
Fyrst og fremst eru þetta ákveðin verkfæri fyrir
starfsfólk og aðstoðarfólk til að skilja hlutverk
sitt betur. Ég held að það sé fyrst og fremst ávinn-
ingurinn og svo líka að það er svolítið verið að
segja fólki að það má sýna samkennd, væntum-
þykju og mynda tengsl og vinskap við fólk, sem
er andstaðan við það sem var fyrir þrjátíu árum.
Það var kannski ekki hörð stefna, en það var
alltaf undirtónninn. Það var ekki vinsælt að vera
að mynda einhvern vinskap eða of mikil tengsl
við fólk.
Það er svo ótrúlega margt núna. Ég er búinn
að vera að fara á ráðstefnur bæði hérlendis og
erlendis og hef hlustað á fræðinga tala sem hafa
verið að gera rannsóknir og þá kemur svo oft í
ljós að grunnurinn að því að ná að hjálpa fólki,
styðja það og aðstoða í daglegu lífi byggist rosa-
lega mikið á þessari samkennd – að þú getir sett
þig í spor þess sem þú ert að þjónusta, reynir að
þekkja hann og skilja. Maður finnur núna að
fólk tengir sterkt við það þegar maður kemur
og segir dæmisögur. Ef ég er alltaf að banna þér,
gagnrýna þig, setja út á þig og stýra þér þá eru
töluverðar líkur á að þér líki ekki vel við mig og
þá á ég mjög erfitt með að styðja þig. Fólk er að
fatta núna hversu mikilvægt það er að ef ég ætla
að styðja þig þá verð ég að tryggja að þú alla vega
samþykkir mig og helst að þér líki vel við mig.
Og þá poppar upp þjónandi leiðsögn – þú ert
öruggur með mér, ég sýni þér væntumþykju, ég
tek á móti þinni væntumþykju og ég hjálpa þér.
Ekki svarið við öllum vandamálum
Þekkir þú dæmi um aðstæður þar sem þjónandi
leiðsögn gagnast ekki?
Sko, ég segi við alla: Þjónandi leiðsögn er ekki
svarið við öllum okkar vandamálum en hún get-
ur hjálpað okkur við alveg gríðarlega margt. Ég
held að þjónandi leiðsögn sé alltaf gagnleg upp
að ákveðnu marki þó að við þurfum vissulega í
einstaka tilfellum að bæta einhverju við. Þar get-
um við til dæmis horft til beitingar nauðungar.
Mér finnst gríðarlega mikilvægt að þar sem
verið er að sækja um undanþágu um beitingar
nauðungar að þá sé líka kennd svona aðferða-
fræði eins og þjónandi leiðsögn af því að við vilj-
um ekki beita nauðung og við viljum losna við
hana með tímanum. En þjónandi leiðsögn bara
gagnast þér í lífinu. Hún leysir ekki öll vandamál
en hún er gríðarlega góður grunnur.
Þjónandi leiðsögn hefur verið innleidd í starfi
með öldruðum á Akureyri sem er frumkvöðuls
starf og hér og þar í heiminum er hún notuð í
starfi með föngum, götubörnum, flóttafólki og
fleiri viðkvæmum hópum. Mér hefur stundum
dottið í hug að það væri hægt að nota hana í
skólakerfinu. Hefur þú skoðun á því?
Já, ekki spurning. Hún er ekki svarið við öllum
vandamálum skólans, en ég held að þjónandi
leiðsögn myndi gagnast þar. Það er svolítið þetta
sem maður er alltaf að reyna að segja við fólk.
Við þurfum að samræma hvaða nálgun við ætl-
um að hafa. Ég er mjög oft með fræðslu og það
eru margir kennarar sem nýta sér hana. Ég hef
farið í nokkra skóla hér á höfuðborgarsvæðinu
og maður finnur að flestir eru jákvæðir. Ég er
ekki og verð aldrei talsmaður þess að við eigum
að stunda einhvern rétttrúnað, en þjónandi leið-
sögn er frábært tæki, frábær grunnur þó að hún
sé ekki svarið við öllum vandamálum. Bara þetta:
Ef þú ert kennari í skóla, geturðu eitthvað gert til
þess að börnunum sem þú kennir líki vel við þig
og séu örugg í þinni návist? Ef það er þannig þá
eru miklu meiri líkur á að þú getir kennt þeim
eitthvað. Mín skoðun er að þjónandi leiðsögn
muni gagnast í skólum úti um allt. Þjónandi
leiðsögn, eða einhver sambærileg hugmynda-
fræði. Þjónandi leiðsögn er einföld og það hefur
sýnt sig að það er auðvelt að fá fólk með.
Hjálpartæki við innleiðingu samnings
Sameinuðu þjóðanna
Nú ert þú búinn að vinna samkvæmt þjónandi
leiðsögn í þrjátíu ár. Hefur sýn þín á þessa hug
myndafræði breyst mikið á þessum tíma?
Kannski ekki í grunninn, en það sem hefur
breyst er í fyrsta lagi aukinn skilningur á hug-
myndafræðinni, bæði með aukinni reynslu og
hækkandi aldri. Það er ýmislegt sem maður sér,
lendir í og upplifir og maður sér að þetta gagn-
ast. Það sem mér finnst hafa breyst, alla vega hjá
Arne Friðrik Karlsson