Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 12

Þroskaþjálfinn - 2024, Blaðsíða 12
22 23 inna félagslegra tengsla (e. deterritorialization; ekki bein þýðing á orðinu heldur því hvað orðið felur í sér samkvæmt Deleuze og Guattari) voru nýtt í tengslum við að skilja viðnám nemenda gagnvart ríkjandi orðræðu sérkennslunnar, sem hefur í gegnum þekkingarsköpun sína vald til að móta nemendur á ákveðinn hátt (Jóhannesson, 2010), líkt og kom fram í fyrstu greininni (Sverr- isdóttir og Jóhannesson, 2020). Þegar gögnin voru lesin með kenningu Fouc- aults (1982) um valdatengsl kom í ljós að þátt- takendur voru flækt í margvísleg en samt svipuð valdatengsl vegna stöðu sinnar sem sérkennslu- nemendur. Um leið og nemendur hefja skóla- göngu sína, sex ára gömul, ganga þau inn í um- hverfi þar sem valdatengslin eru fjölbreytt og taka á sig mismunandi myndir í samskiptum þeirra við m.a. jafnaldra, kennara og foreldra. Kortlagningin sýndi hvernig ólík valdatengsl hafa áhrif á nemendur og stundum stöðu þeirra sem einstaklinga (Foucault, 1982). Kortlagn- ingin afhjúpaði jafnframt frekar neikvæða sýn á nemendur sem þurfa mikinn stuðning í námi og hverfist sú sýn einna helst um það að litið er á nemendur sem „staðlaða sérkennslunemend- ur“ sem kalla fram ákveðin viðbrögð sem felast m.a. í því að horft er frekar til vangetu en getu. Þessi sýn svífur sviplaust innan þeirra valda- tengsla sem nemendur finna sig í og kemur t.d. fram í samskiptum við jafningja í formi eineltis, kennara í formi lítilla væntinga í námi og for- eldra í formi ofverndunar. Kortlagning valdatengsla veitti tækifæri til að bera kennsl á þætti sem gefa til kynna viðnám nemenda gagnvart oki sérkennslunnar og þótt þessir þættir væru misjafnir meðal nemenda, þá snerust þeir stöðugt um að finna leiðir út úr þeirri stöðu sem þeir höfðu fengið sem „sér- kennslunemendur“ og þeirri sálrænu og/eða líkamlegu aðgreiningu sem þessi flokkun hef- ur (þ.e. litlar væntingar og kennsla í öðru rými en almennur nemandi), en hvort tveggja er af- sprengi þeirrar orðræðu sem er ríkjandi innan sérkennslunnar. Niðurstöður gefa vísbendingar um að gera þurfi breytingar á útfærslu stoðþjón- ustunnar til að draga úr misrétti þegar kemur að stuðningi í námi. Stofnun námsbrauta fyrir fatlaða nemendur, árið 1996, var mikilvægt skref í sögu menntun- ar fatlaðra nemenda og skref í átt að inngildandi (sjá Samráðsgátt, 2024) hefur hins vegar ekki verið rætt um breytingar á sérnámsbrautum fyr- ir fatlaða nemendur og því ekki ljóst hvers konar áhrif nýjar áherslur um snemmtækan stuðning koma til með að hafa á stuðning við nemendur sem þurfa mikinn stuðning af ólíkum ástæðum. Það má hins vegar ætla, með hliðsjón af niður- stöðum doktorsrannsóknarinnar, að ef stuðla á að inngildandi menntun og félagslegu réttlæti fyrir alla nemendur þá þurfi að gera ákveðnar breytingar á uppbyggingu og skipulagi stoð- þjónustu innan framhaldsskóla. Heimildir: Baglieri, S., Bejoian, L.M., Broderick, A.A., Connor, D. og Valle, J. (2011). [Re]claiming “inclusive education” toward cohesion in educational reform: Disability studies unravels the myth of the normal child. Teachers College Record, 113(10), 2122-2154. Berglind Rós Magnúsdóttir (2016). Skóli án aðgrein- ingar. Átakapólar, ráðandi straumar og stefnur innan rannsóknarsviðsins. Í Dóra S. Bjarnason, Hermína Gunnþórsdóttir og Ólafur Páll Jónsson (ritstjórar), Skóli margbreytileikans. Menntun og manngildi í kjölfar Salamanca (bls. 67-94). Háskólaútgáfan. Connor, D. (2013). Who “owns” dis/ability? The cultural work of critical special educators as insider- outsiders. Theory & Research in Social Education, 41(4), 494-513. https://doi.org/10.1080/13603110802377482 Connor, D., Gabel, S., Gallagher, D.J. og Morton, M. (2008). Disability studies and inclusive education – implications for theory, research and practice. International Journal of Inclusive Education, 12(5- 6), 441-457. https://www.tandfonline.com/doi/ abs/10.1080/13603110802377482 Connor, D.J. og Valle, J.W. (2017). Rescripting crips: Reclaiming disability history and a disability studies perspective within public school curriculum. Í O. Musenberg (ritstjórar), Kulture-geschichte-behinder- ung/culture, history, disability (bls. 201-220 ). Humbolt University Press. de Beco, G. (2022). The right to ‘inclusive’ education. Modern Law Review, (85)6, 1329-1356. https://onlineli- brary.wiley.com/doi/10.1111/1468-2230.12742 Deluze, G., & Guattari, F.A. (1987). Thousand plateaus: Capitalism and schizophrenia (B. Massumi, Trans.). sem nemendur eru ekki hluti af hinu almenna kerfi. Áhugaverðustu niðurstöðurnar birtast þó ef til vill í þeim mótsögnum sem finna mátti í gögnunum og tengjast umræðu Young (1990) um hópa og að í tengslum við einn hóp er alltaf annar hópur sem nýtur forréttinda. Niðurstöður sýna að misréttið sem finna má í kerfinu hefur ekki aðeins afleiðingar fyrir nemendur sem hafa verið stimplaðir sem fatlaðir þó svo að því sé vissulega sérstaklega beint að þessum nemend- um með því að krefjast læknisfræðilegrar grein- ingar til að fá stuðning. Ákveðinn hópur nem- enda er því jaðarsettur innan menntakerfisins í gegnum þetta ferli en, og þarna kemur mótsögn- in inn, þessi nemendahópur er jafnframt í for- réttindastöðu gagnvart öðrum nemendum. Með því að krefja nemendur um greiningu til að fá viðeigandi stuðning er verið að mismuna öðrum nemendum sem þurfa stuðning en eru ekki með greiningar af einhverju tagi. Þessi mismunun er til komin vegna uppbyggingar kerfisins og skipulags stoðþjónustu, sem gefur til kynna að breytinga er þörf. Þetta undirstrikar jafnframt þá staðreynd að þegar rætt er um inngildandi menntun er vandasamt að nálgast umræðuna út frá forsendum nemenda sem hafa verið merktir sem fatlaðir. Sú nálgun útilokar aðra nemendur sem eru líka jaðarsettir innan skólakerfisins, en á öðrum forsendum. Þriðja greinin ber heitið We Kind of do not Dare to Tell Everybody that we are in a Program for Disabled Students, Because Some are Afraid that they will be Made Fun of. Mapping Students’ Power Relations and Resistance within the Disc­ ursive Norm of Special Education (Sverrisdótt- ir og Van Hove, 2022) en í þessu þriðja þrepi rannsóknarinnar var farið inn í rými nemenda í skólum og einblínt á það sem nemendur sjálf- ir höfðu að segja. Kenning Jackson og Mazzei (2012, 2013) um að lesa gögnin með kenningum var áfram notuð á þessu stigi. Kenning Foucaults (1982) um vald og valdatengsl, viðnám og mót- un viðfangsefna var nýtt til að kortleggja valda- tengsl nemenda. Þessi kenning tengist jafnframt efnistökum fyrstu greinar þar sem talað var um hvernig þekking og vald koma saman í orðræðu og geta haft mótandi áhrif á viðfangsefni, í þessu tilliti nemendur sem þurfa mikinn stuðning í námi. Hugtök Deleuze og Guattaris (1987) um flóttaleiðir (e. line of flight) og afnám hefðbund- menntun á sínum tíma. En það skref var stigið fyrir ríflega aldarfjórðungi og síðan þá er mik- ið vatn runnið til sjávar, ekki síst með tilkomu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks (2007) þar sem kveðið er á um að mennta eigi nemendur sem þurfa mikinn stuðning innan hins almenna kerfis og stuðla þannig að fullgildri þátttöku þeirra í skólasamfélaginu. Þá hefur hugmynda- fræði inngildandi menntunar einnig þróast, eins og áður segir, og nú er lögð áhersla á að mæta öllum nemendum með viðeigandi hætti innan hins almenna kerfis með virðingu, fullgilda þátt- töku og félagslegt réttlæti að leiðarljósi (Baglieri, Bejoian o.fl., 2011; Connor, 2013; Connor o.fl., 2008; Connor og Valle, 2017; de Beco, 2022; Gabel, 2010, Gabel og Connor, 2009). Niðurstöður doktorsrannsóknarinnar benda til þess að íslenska menntakerfið sé í grunninn byggt á hæfisma þar sem gengið er út frá ákveðn- um hugmyndum um hvað telst eðlilegt. Slíkur útgangspunktur hefur þær afleiðingar að það eru alltaf einhverjir sem víkja frá þessu „normi“ og bregðast þarf við því með einhverjum hætti. Hingað til hafa þau viðbrögð falist í því að flokka nemendur með miklar stuðningsþarfir frá öðr- um nemendum en slíkt má líta á sem upphaf jaðarsetningar innan menntakerfisins. Þessi jaðarsetning er svo raungerð og staðfest í gegn- um þann stuðning sem nemendur fá í formi sér- kennslu, sérdeilda og sérskóla á grunnskólastigi og í formi sérdeilda á framhaldsskólastigi, sem í eðli sínu eru aðgreinandi úrræði. Þetta ferli og sú stimplun sem fylgir í kjölfarið byggist á hæfisma og hefst oft um leið og nemandi byrj- ar í leik- eða grunnskóla (Sverrisdóttir og Van Hove, 2022), því til þess að fá viðeigandi stuðn- ing þarf nemandinn að vera með viðurkennda greiningu (Sverrisdóttir og Jóhannesson, 2020). Samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 og lögum um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (sam- þætting þjónustu, snemmtækur stuðningur) nr. 78/2022 þá hefur þessi áhersla hins vegar ver- ið afnumin og í 10. grein síðarnefndu laganna kemur m.a. fram að „mæta skal stuðningsþörf- um barns þótt greining liggi ekki fyrir“. Þetta eru jákvæðar breytingar en í þeim lögum sem ná til farsældar barna (lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/202) og í drögum að frumvarpi um inngildandi menntun

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.